24.9.2024 | 11:51
Starfsmenn Össurar styðji vopnakaup um 16,4 milljónir
Glæsilegt íslenskt fyrirtæki stofnað af hugsjónamanni sem vildi láta gott af sér leiða og sem byggði um viðskiptaveldi á alþjóðamarkaði með stoðtæki fyrir hreyfihamlaða hefur nú beinan fjárhagslegan hag af stríðum sem geisa í Palestínu, Úkraínu og Lebanon.
Sprengjur frá Íslandi auka stoðtækjaframleiðslu Íslendinga
Þannig eru Íslendingar orðnir hluti af stríðsvélinni. Í hvert sinn sem brjálaðir stríðsherrar sprengja fólk í tætlur bætast nýir viðskiptavinir í hópinn sem þarf stoðtæki frá Össur. Síðustu mánuði hafa tugir þúsunda bæst við hóp hreyfihamlaðra eftir sprengjuregn og þúsundir barna sem ekki voru drepin köldu blóði eru á biðlista eftir stoðtækjum. Framúrskarandi Íslenskt fyrirtæki og grandvaralausir starfsmenn eru dregnir inní þessa brjáluðu hringrás.
Milljónir hirtar úr launaumslögum starfsmanna
Íslenskir alþingismenn virðast æstir í að fjármagna stríðsvélina á meðan þeir skera niður velferðarþjónustu Íslendinga. Nú ætlar Alþingi að seilast í launaseðla starfsmanna Össurar, að þeim forspurðum, og taka þaðan 16,4 milljónir á næsta ári og svo aftur og aftur og aftur. Ríkisstjórnin vill hið minnsta 65.6 milljónir króna frá því ágæta fólki sem starfar fyrir Össur og senda peninga í erlendan hernað og vopnakaup.
Hver fjölskylda greiði 100 þúsund til vopnakaupa
Starfsmenn annarra fyrirtækja í landinu fá einnig slíkan skatt þótt þeirra fyrirtæki hafi engar tekjur sem má rekja til hernaðarátaka. Lítil og stór fyrirtæki, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og aðrir þurfa að greiða stríðsskattinn nema við grípum í taumana núna.
7 milljarðar á ári til hernaðar
Yfir 100 þúsund krónur á hvern kjósanda á kjörtímabilinu
Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn.
Gegn yfirlýstri stefnu forseta Íslands
Forseti Íslands hefur lýst andstöðu við þessar hugmyndir og segir hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup. Segir samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi:
Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslendingar úti um allt land hafa tekið undir með mér. Besta öryggisstefnan að vera alltaf landið sem velur frið og hættulegasta stefnan sem við getum valið sem þjóð er að að taka þátt í þessum átökum. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið" sagði Halla Tómasdóttir í fyrr á þessu ári.
Þú getur stöðvað þetta brjálæði
Á vefnum www.austurvollur.is getur þú tekið þátt í átaki til stuðnings forseta Íslands að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.