31.3.2011 | 11:52
Til Ríkisendurskoðunar: Upplýsingaskylda frambjóðenda stjórnlagaþings
Þakka póstinn sem var að berast frá ykkur með beiðni um upplýsingar um kostnað frambjóðenda til Stjórnlagaþings. Vil gjarnan fá svör við eftirfarandi níu spurningum áður en umbeðnar upplýsingar eru veittar:
1. Voru þetta kosningar eða skrípaleikur?
2. Hver ber ábyrgð á því að draga fleiri hundruð frambjóðendur útí ólögmætar kosningar?
3. Hver ber ábyrgð á því að valta yfir úrskurð Hæstaréttar og hafa hann að engu með útsmognu lagaflakki á Alþingi Íslendinga?
4. Í hvaða umboði telur Ríkisendurskoðun sig starfa í þessu máli sem virðist ekki geta fallið undir lögmætar kosningar sérstaklega eftir að stjórnvöld hafa orðið uppvís ofangreindu löggjafar og stjórnsýslusukki?
5. Ætlar Ríkisendurskoðun eftir framlagningu gagna að endurgreiða frambjóðendum útlagðan kostnað svo og eðlilega þóknun fyrir vinnu í skrípalýðræðinu sem virðist enga stoð hafa í lögum?
6. Eru stofnanir og stjórnvöld að pikka út lagagreinar eftir hentugleikum hverju sinni og ef niðurstöður henta ekki eða niðurstöður dómstóla, að mála yfir með nýjum á Alþingi Íslendinga?
7. Ef stjórnvöld telja sig ekki þurfa að fara að lögum, þurfa þegnar landsins samt að fara að lögum?
8. Er þetta það sem koma skal í nútíma lýðræði og Íslandi í dag?
9. Þarf ekki Ríkisendurskoðun hugsanlega í samvinnu við Umboðsmann Alþingis að "endurskoða" starfshætti ríkisstjórnarinnar og Alþingis Íslendinga áður en skrípræðið er dregið inní nýja stjórnarskrá lýðveldisins?
Kveðja
Ástþór Magnússon
2011/3/31 Ríkisendurskoðun <postur@rikisend.is>
Ágæti frambjóðandi
Eins og yður var gerð grein fyrir í tölvuskeyti hinn 17. nóvember sl. bar frambjóðendum til stjórnlagaþings að skila Ríkisendurskoðun uppgjörum fyrir kosningabaráttu sína eða eftir atvikum yfirlýsingum hafi kostnaður vegna hennar verið 400 þús.kr. eða lægri eigi síðar en 28. febrúar sl. Umrætt skeyti fylgir hjálagt sem viðhengi. Það tilkynnist hér með að Ríkisendurskoðun hyggst birta lista yfir skil á uppgjörum og yfirlýsingum frá frambjóðendum hinn 5. apríl nk.
Þeir sem enn eiga eftir að skila umbeðnum upplýsingum eru hvattir til þess að senda þær sem fyrst. Um nánari upplýsingar vísast í hjálagt viðhengi.
Það er alls ekki stjórnleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.