30.12.2010 | 11:11
Boðaður í yfirheyrslu. Mæti ekki hjá glæpalögreglu!
Í dag kl. 13 er ég boðaður til yfirheyrslu hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík. Mæti ekki. Get ekki tekið lögreglu sem gengur erinda glæpamanna alvarlega.
Fyrrum stjórnarformaður gjaldþrota fyrirtækjasamsteypu sem nú skuldar 550 milljarða án þess að eignir finnist hefur kært mig til lögreglunnar. Heldur því fram að ég skrifi illa um útrásarvíkinga og vill að löggan stoppi mig.
Hreinn Loftsson hæstaréttar- lögmaður fyrrum stjórnar- formaður Baugs rekur Lögmenn Höfðabakka. "Sérhæfir sig í verkefnum fyrir atvinnulífið og opinbera aðila" segir á vefsíðunni justice.is (réttlæti á Íslensku!) Áfram segir á síðu réttlætisins: "Meðal viðskiptavina fyrirtækisins má nefna fyrirtæki á fjármálamarkaði, hið opinbera, sveitarfélög og sum öflugustu einkafyrirtæki á Íslandi".
Ef þetta er rétt er það reginhneyksli. Hvernig geta opinber fyrirtæki og stofnanir leyft sér að skipta við mann sem var innsti koppur í búri og einn helsti hugmyndasmiður fyrirtækjasamsteypu sem stolið hefur hundruðum milljarða af þjóðinni með lagaklækjum og flóknum leikfléttum? Mann sem reyndi að múta sjálfum forsætisráðherra þjóðarinnar með 300 milljónum!
Morgunblaðið birti í gær yfirlit um 27 einkahlutafélög með lögheimili að Túngötu 6 sem fara nú í gjaldþrot eitt af öðru. Skulda 550 milljarða. Nánast engar eignir finnast. Ljóst að peningunum hefur verið stolið því útilokað er að bóka slíkar skuldir án þess að fá eignir á móti nema peningunum sé hreinlega stolið!
Er það séríslenskt réttlæti að bankaræningjar og þeirra skósveinar gangi lausir á meðan gagnrýnisraddir séu ofsóttar af lögreglunni?
Ég hef sent fleiri kærur til Lögreglustjórans í Reykjavík vegna lygaþvælu sem birt hefur verið um mig í DV undanfarin ár. Kærunum er jafnan vísað frá. Hinsvegar gengur Lögreglustjóri glaðbeittur erinda útrásarvíkinga og vill nú hneppa mig í gæslu. Þagga niður í mér.
Löggan og Ríkissaksóknari segja mig halda úti vefsíðunni www.sorprit.com og þar sé ólögmætt efni um útrásarvíkinga.
Dómar fyrnast og bið eftir afplánun nemur allt að 4 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.