11.11.2010 | 02:30
Pólitískur pistlahöfundur vill ókeypis birtingar og ríkisstyrk
"Aftur til hræðsluþjóðfélagsins" öskrar pólitískur pistlahöfundur yfir því að RÚV hafi ákveðið að hætta að borga henni laun af almannafé.
Hversvegna á RÚV að velja einn pólitískan pistlahöfund úr hópi fleiri hundruð bloggara, upphefja þá málpípu framyfir aðrar í morgunútvarpi ríkisfjölmiðils og fóðra með ótöldum hundraðþúsundköllum af almannafé?
Ríkisfjölmiðill á að vera hlutlaus fjölmiðill. Þar eiga allir eiga greiðan aðgang með sínar skoðanir. Miklu nær væri að allir bloggarar sem þess óskuðu gætu flutt pistla á RÚV í þeirri röð sem þeir berast rétt eins og aðsendar greinar til annarra fjölmiðla.
Umræddur bloggari fer mikinn á Eyjunni um málið, segist vera gersamlega ópólitísk um leið og hún vísar í "hræðsluþjóðfélag Davíðs" og segir suma miðla vera með "eiturtungur".
Ég vil óska RÚV til hamingju með uppsögn pólitíska bloggarans og vona að fleiri slíkar uppsagnir fylgi í kjölfarið. Þá skapast kannski grundvöllur í dagskrá RÚV til að taka á móti pistlum frá öðrum bloggurum og undirrituðum sem verða að sjálfsögðu hljóðritaðir og sendir RÚV án endurgjalds.
Framboð 7176 til Stjórnlagaþings á www.austurvollur.is/thor
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.