Upplýsingalög hindra uppýsingar um kostnað við þjóðfundinn

Hringdi á skrifstofu Þjóðfundar 2010 og bað um lista hvert þessar 91,7 milljón króna fóru.

Starfsmaður bar við að upplýsingalög líklegast hindruðu slíka upplýsingagjöf, en ætlaði samt að kanna hjá yfirmönnum sínum hvort ég gæti fengið að vita þetta.

Hvernig geta upplýsingalög komið í veg fyrir að upplýst sé hvernig almannfé er varið?

Hér hefur verið eytt í einn fund, í einn dag, upphæð sem dugir til að útrýma matarbiðröðum í heilt ár.

Nú er ég ekki að gera lítið úr árangri eða skipulagi þjóðfundarins þótt ég vilji sjá svart á hvítu hvernig menn eyða nærri hundrað milljónum í einn slíkan fund. 

Framboð 7176 til Stjórnlagaþings. Skerum burt fituna. Minnkum kostnað við stjórnsýsluna. Nánar á www.austurvollur.is/thor


mbl.is Þjóðfundurinn kostaði 91,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband