9.11.2010 | 10:12
Stjórnarskráin verndi borgarana frá níðskrifum sorprita
Fyrrum ritstjóri sorprits vill vernd Stjórnarskrár til að halda úti níðskrifum. Til að bera út lyga- og gróusögur að vild. Til að halda áfram að birta á forsíðu krassandi fyrirsagnir um Ástþór Magnússon. Síðastliðinn áratug hefur ritstjórinn og sorprit hans borið fimmtíu lygasögur út um manninn m.a. kallað hann þjóf og sagt hann hafa sent átta vopnaða hrotta á leigendur. 24 október s.l. birti sopritið grein undir fyrirsögninni: "Jólasveinn í framboði".
Lögfræðingur hefur kallað ritstjórann og félaga "Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga" eftir að þeir fengu sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Sorpritið hefur einnig stundað kennitöluflakk og var um árabil haldið úti með bókhaldsblekkingum af gjaldþrota fyrirtækjapýramída til að koma útgefandum undan ábyrgð á rekstrinum. Ótækt er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af mannorðsmorðum með rógi og lygaþvælu einelti gegn einstökum persónum komist undan réttvísinni með slíkri svikamyllu.
Kíktu inná Austurvöll - Framboð 7176: www.austurvollur.is/thor
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.