1.11.2010 | 09:45
Þú þarft að taka á grunnvandanum
Merkilegt að fylgjast með þúsundum flykkjast á Austurvöll að berja potta og tunnur í stað þess að taka á grunnvandanum og varpa spilltu flokksdýrunum á dyr en það má gera í kjörklefanum.
Hversvegna kusuð þið aftur spillta pólitíkusa inná þing við síðustu alþingiskosningar? Hversvegna höfnuðuð þið beinu og milliliðalausu lýðræði sem veitir þjóðinni beinan aðganga að þingsölum Alþingis?
Nú er aftur tækifæri í kosningunum til Stjórnlagaþings. Ég er frambjóðandi nr. 7176 með beint og milliliðalaust lýðræði á oddinum. Engin þörf á að standa úti í kuldanum að kasta eggjum eða berja tunnur ef mínar hugmyndir ná fram að ganga. Framboðið kynni ég á www.austurvollur.is
Hvetja atvinnurekendur til að gefa starfsfólki frí til mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Enski boltinn, Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Athugasemdir
Já, það er stórkostlegt umhugsunarefni hvers vegna svona margir Íslendingar sem krefjast breytinga halda svo bara áfram að kjósa sama ruglið aftur og aftur.
J.Ö. Hvalfjörð, 1.11.2010 kl. 10:05
Ástþór þú átt mitt atkvæði! Fjórflokkurinn má fara norður og niður!
Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 12:15
Nei, í guðanna bænum ekki senda fjórflokkinn norður. Það eru næg vandamál þar fyrir líka. Frekar vil ég sjá hann fara niður. Muna að sturta duglega á eftir. Ég vona líka að Ástþór fari á þing og hristi duglega upp í kerfinu.
Grefill, 1.11.2010 kl. 12:21
Þeyr voru auðvitað kostnir út á stefnuskrána. En því miður var hún öll svikin, 100% !!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 2.11.2010 kl. 13:26
Grefill hvernig stendur á því að þú ert ekki lengur meðal vor hafðu samband við mig í síma 8691804 ræðum málið kveðja Sigurður á Fellsenda.
Sigurður Haraldsson, 2.11.2010 kl. 15:00
Við vissum alltaf að þeir myndu svíkja nánast alla stefnuskrána. Ég talaði um þetta í kosningasjónvarpi, að nálægt 90% af stefnuskrám hafa venjulega verið sviknar eftir kosningar.
Þetta flokkakerfi er gersamlega úr sér gengið og ónýtt. Ekkert mun lagast fyrr en við leggjum það endanlega af og tökum upp beint og milliliðalaust lýðræði. Það er eina raunhæfa lausnin til framtíðar.
Ástþór Magnússon Wium, 2.11.2010 kl. 15:08
Samála Ástþór.
Sigurður Haraldsson, 2.11.2010 kl. 17:05
Má ég spyrja ... hefur slíkt beint og milliliðalaust lýðræði eins og þú talar um Ástþór verið tekið upp einhvers staðar?
J.Ö. Hvalfjörð, 2.11.2010 kl. 17:19
Það hefur mikið verið rætt og ritað um beint og milliliðalaust lýðræði á undanförnum árum. Flestir stjórnmálafræðingar virðast sammála um að þetta sé framtíðin. En það hefur ekki að fullu verið tekið í gagnið svo ég viti hjá neinu þjóðríki ennþá. Hinsvegar eru ýmis ríki með kerfi sem er í áttina að þessu.
Á Íslandi er kjörið tækifæri til að vera fyrstir þjóða með fullbúið beint og milliliðalaust lýðræði. Smæð þjóðarinnar og tæknivæðingin hér á landi gerir okkur kleift að taka forystu í þessu máli á alþjóðavettvangi.
Í framhaldinu gætum við rekið hér alþjóðlega háskóladeild og þróunarstofnun um beint og milliliðalaust lýðræði og tekið að okkur að aðstoða aðrar þjóðir við að innleiða það. Þetta myndi skapa nýja og mjög áhugaverða útflutningsgrein.
Þú gætir kíkt á þessa síður
http://xp.is/Forums.aspx
http://en.wikipedia.org/wiki/Direct_democracy
Ástþór Magnússon Wium, 2.11.2010 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.