1.11.2010 | 00:18
Þá vitum við að bandarísk stjórnarskrá er handónýt
Hvernig getur stjórnarskrá einhvers lands heimilað lögfræðiskrímslum að hjóla í 4ra ára gamalt barn? Hvað dettur þeim í hug næst, lögsækja ófædd börn í móðurkviði?
Barn sem líklegast hefur enn ekki lært að lesa Litlu gulu hænuna hvað þá lög New York fylkis eða stjórnarskrá bandaríkjanna, á að draga inní réttarsal og planta fyrir framan ógnvekjandi dómara. Á svo að setja barnið í fangelsi eða jafnvel rafmagnsstólinn í kjölfarið?
Við þurfum að bæta við í hugmyndabankann á www.austurvollur.is tillögum í nýja stjórnarskrá sem verndar börnin okkar frá snaróðum lögmönnum.Minni á framboð mitt til Stjórnlagaþings. Heimasíða frambjóðanda 7176
Höfða mál gegn 4 ára barni fyrir að bana konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.