31.10.2010 | 14:38
Subbuleg vinnubrögð RÚV - Frambjóðandi 7176 til Stjórnlagaþings
Fjölmiðill þjóðarinnar RÚV með sinn herskara starfsmanna og peningastyrki frá ríki og landsmönnum, virðist ekki getað komið frá sér einföldum upplýsingum um frambjóðendur til Stjórnlagaþings.
Ég þurfti að berjast fyrir því að fá nafn Lýðræðishreyfingarinnar inná kosningavef RÚV fyrir alþingskosningar. Við vorum einfaldlega sniðgengin. Þrátt fyrir margar ábendingar var ekkert gert. Þeir bara hundsuðu allt.
Það var ekki fyrr en ég mætti með gjallarhorn og framleiddi hávaða við útvarpshúsið og eftir að hafa farið heim til Lögreglustjórans í Reykjavík með kæru, þá fyrst fengum við link á vefsíðu RÚV nokkrum dögum fyrir kosningar.
Ætli þetta verði svona með Stjórnlagaþingið? Amk tek ég eftir því að mitt nafn er hvergi að finna á lista yfir frambjóðendur til Stjórnlagaþings á vefsíðu RÚV: http://www.ruv.is/stjornlagathing/um
Viljirðu netáskrift að upplýsingasíðu RÚV um Stjórnlagaþing, færðu áskrift að íþróttum: RSS áskrift http://www.ruv.is/rss/frettir/sport
Lítill netmiðill svipan.is stendur sig mun betur en ferlíkið í þjóðareigu sem þó hefur beinar lagaskyldur hvað varðar að gæta hlutleysis í lýðræðislegri umfjöllun.
Framboð mitt til Stjórnlagaþings er opinbert. Frambjóðandi Nr. 7176 og vefsíða framboðsins er: www.austurvollur.is/thor
Facebook:
http://www.facebook.com/pages/Astbor-Magnusson-a-Stjornlagabing/153056021403045
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ástþór.
Þetta er óforsvaranlegt og skammarlegt og enn ein atlaga RÚV að lýðræðinu og tjáningarfrelsinu ef satt er.
Spunameistarar og ESB aftaníossar RÚV apparatsins bregðast ekki í þessu sem öðru !
Gunnlaugur I., 31.10.2010 kl. 18:23
Já spuninn er í fullum gangi eins og var í dag í Silfri Egils um ESB. Tek fram að ég ekkert tekið afstöðu með eða móti ESB, vil bara sjá óhlutdrægt yfirlit yfir kosti og galla og finnst að þjóðin eigi að fá að sjá það áður en hún ákveður sig í þessu stóra máli. En RÚV virðist halda uppi mjög einslitum áróðri í þessu máli eftir því sem mér skilst á umræðunni.
Auðvitað gæti verið að eitthvað sem er að þessari Stjórnlagaþings síðu á RÚV séu mistök starfsmanna etc., mér finnst það bara samt ekkert í lagi hvað þetta er þá hroðvirknislega unnið hjá þeim.
Það sem ég sá í aðdraganda alþingiskosninga var skelfilegt og engin mannleg mistök. Hér er ágæt stuttmynd til að rifja það upp:
http://www.youtube.com/watch?v=ORwkC8kqGLM
Ástþór Magnússon Wium, 31.10.2010 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.