31.10.2010 | 13:23
Kexruglað Alþingi - Það étur engin einhverja heimreið sjálfstæðishetju þjóðarinnar!
Ég tek undir með bændunum á Vestfjörðum sem í grein á Pressunni fjalla um bruðl stjórnvalda vegna 2ja aldar afmælis Jóns Sigurðssonar.
Alþingi hefur afgreitt frá sér kexrugluð fjárlög hlaðin fjölda óþarfa gæluverkefna meðan 1200 fjölskyldur bíða úti í kuldanum klukkutímum saman eftir vikulegri matarúthlutun.
Í fjárlögum er að finna fleiri liði uppá tugir milljóna vegna þessa afmælis. Á annað hundrað milljónir á þessu ári. Hvílík veisla til viðbótar milljörðum bruðlað í alskyns aðra vitleysu. Afmælisbarnið hlýtur að snúa sér í gröfinni í hneykslan yfir forgangsröðun fjárlaga.
Það eru lágmarks mannréttindi að hafa til hnífs og skeiðar. Það étur engin einhverja heimreið sjálfstæðishetju þjóðarinnar.
Ég vil á Stjórnlagaþing og leggja þar fram tillögur að nýrri stjórnskipan. Ég vil einfaldara og skilvirkara kerfi en nú er. Framboðsnúmer mitt er: 7176. Meira hér: www.austurvollur.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.