29.10.2010 | 16:22
Bréf til Egils Helgasonar RÚV
Ósk um stuðning við framboð mitt til Stjórnlagaþings
Sæll Egill,
Á bloggsíðu þinni þann 6 október lýstir þú yfir stuðningi við framboð nokkurra einstaklinga til Stjórnlagaþings.
Ég tek eftir því að þú gleymdir að nefna mig í þessu sambandi. Þessvegna fer ég nú fram á stuðningsyfirlýsingu frá þér við mitt framboð til Stjórnlagaþings. Nánari upplýsingar um framboðið er að finna á vefsíðunni: www.austurvollur.is/thor
Viljir þú ekki lýsa yfir stuðningi við framboð mitt til Stjórnlagaþings hljóta að vakna spurningar um óhlutdrægni þína og hvort þú getir þá áfram stjórnað umræðuþætti um stjórnmál á RÚV.
Sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings, get ég ekki sætt mig við að þú dragir taum einstakra framboða á kostnað annarra eins og gerðist í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Þá hampaðir þú Borgarahreyfingunni ítrekað í Silfri Egils á meðan Lýðræðishreyfingunni var algerlega úthýst úr þættinum.Með þessu háttarlagi hafðir þú bein áhrif á úrslit kosninganna með ólögmætum hætti.
Vonast til að þú ráðir hið snarast bót á þessu og að ég heyri frá þér um hæl,
Með kveðju
Ástþór Magnússon
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.