29.10.2010 | 14:52
Vantar eitthvað í þetta fólk?
Um leið og ég óska kvennaliði Gerplu til hamingju með ríkisstyrkinn spyr ég hvort það vanti eitthvað í hausinn á fólkinu sem situr ríkisstjórnarfundi.
Nú er ég ekki að fárast yfir litlum styrk til handa góðu íþróttafélagi, en að sem vantar hér er styrkur til sveltandi Íslendinga sem bíða vikulega úti í kuldanum í fjórar klukkustundir eftir matarúthlutun.
Hjálparstofnanir úthlutuðu mat til handa 1200 fjölskyldum þessa viku. Það myndi aðeins kosta ríkissjóð 7 milljónir á mánuði eða 90 milljónir af fjárlögum þessa árs að leggja af þessar dapurlegu biðraðir eftir matarúthlutun til þeirra sem eru við hungurmörk á Íslandi, og úthluta matar-kreditkortum til þeirra sem þurfa á þeim að halda.
Ekkert mál er að finna þessa peninga í fjárlögum. Fyrsti liðurinn sem má skera í burt eru listamannalaun til Þráins Bertelssonar alþingismanns, hann hefur ekkert við tvöföld laun að gera. Síðan má hætta við hátíðarhöld vegna tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar forseta, og taka þær 30 milljónir til matarkaupa til handa sveltandi Íslendingum. Þetta eru aðeins tvö dæmi um óþarfa bruðl í fjárlögum. Ég treysti mér til að skera fjárlögin niður um fleiri hundruð milljónir án þess að það kæmi með nokkrum hætti niður á nauðsynlegri þjónustu við almenning.
Það er engin þörf á að nokkur maður á Íslandi sé við hungurmörk.
Gerpla fær 3 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.