28.10.2010 | 10:43
ÚTRÝMA þessari þróun STRAX! Þjóðnýta fyrirtæki og eignir útrásarvíkinga.
Það má leysa úr þessu með einfaldri og fljótlegri aðgerð stjórnvalda eins og bent er á í þessum pistli: Gengur ekki!!!
Ísland er ekki ENNÞÁ á slíkri vonarvöl að þúsundir manns frá 1100 heimilum þurfi að standa úti í kuldanum klukkutímum saman bíðandi eftir matarúthlutun.
Þetta er spurning um forgangsröðun. Takið alla lausa peninga ráðuneyta og ríkisins sem ráðgert er að eyða í ýmis gæluverkefni og notið til að hjálpa þessu fólki.
Rífið fyrirtæki og eignir af útrásarskúrkunum, fyrirtæki eins og Samskip, Frumherja, fyrirtæki Jóns Ásgeirs & Co, Iceland Express og annað slíkt drasl sem hefur verið fjármagnað með stolnum peningum frá þjóðinni. Þjóðnýtið með lögum frá Alþingi og notið hagnaðinn til að hjálpa þeim sem eru verst staddir.
Hungursneyð er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við á Íslandi!
Styðjið framboð mitt á Stjórnlagaþing svo ég geti tekið þar til hendinni með nýrri hugmyndafræði sem varpar flokksklíkunum á dyr.
Sjá meira um ofagreint mál í fyrri færslum:
Öfgaeyjan í djöflahöndum
Gengur ekki!!
1.100 heimili fengu aðstoð í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ástþór er ég sá eini á landi voru sem svarar þér? Þykir það sæta furðu svo ekki sé meira sagt því að það sem þú ert að segja og halda fram er sanneikur og ekkert annað! Hafðu þakkir fyrir þitt innlegg og óbifandi þor til að ná fram leiðréttingum hjá okkur samlöndum þínum
Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 12:54
Hvernig væri að þú svaraðir því sem ég kommenta hjá þér annar myndi ég halda að þú værir ekki til!
Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 14:20
Auðvitað er ég til! Vissi bara ekki að þú værir að biðja um einhvert sérstakt svar frá mér. Mér er óskiljanlegt hversvegna þjóðin kaus yfir sig enn eina ferðina braskaraflokkana sem hafa malað undir flokksgæðingana eins og Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson og fleiri á kostnað þjóðarinnar. Meira segja Framsóknarflokkurinn kom sæmilega út úr síðustu kosningum þótt hafi verið og sé enn eitt spilltasta greini landsins.
Ástþór Magnússon Wium, 28.10.2010 kl. 14:35
Takk Ástþór ég hef trú á þér sem einn af sterku á móti mafíunni sem hér er allt að drepa!
Sigurður Haraldsson, 29.10.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.