27.10.2010 | 11:03
Hættuleg þróun
Íslenskt samfélag er komið á hálan ís þegar læknar og annað menntað fólk streymir til útlanda í atvinnuleit.
Slíkt gæti leitt til að við þyrftum að flytja inn slíka starfskrafta erlendis frá með ærnum tilkostnaði. Eða leita til þriðja heimsins til að fylla störfin. Verður það kannski þannig ef maður skyldi nú einhverntíman lenda á sjúkrahúsi á Íslandi að starfsfólkið gæti ekki talað við mann á Íslensku?
Við erum komin í þessa stöðu eftir að þjóðin valdi spillingargrísi inná Alþingi sem samtvinnuðu stjórnmálin við eigin hagsmunapot og hagsmuni flokkseigendafélaga sem fóru síðan rænandi og ruplandi um fjármálamarkaði landsins.
Nú þarf að taka á þessu á Stjórnlagaþingi. Setja þarf nýja stjórnarskrá þar sem spillingargrenum flokkanna er hent út í hafsauga. Beint og milliliðalaust lýðræði úthýsir svona spillingu.
Sjá nánar framboð til stjórnlagaþings
Læknarnir leita til útlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Sæll það er búið að vera lengi þannig að hjúkrunarfræðingar hafa verið gríðarlega margir af erlendu bergi brotnir og kunnað lítið sem ekkert í íslensku.
Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.