Grundvallaratriði fyrir virku lýðræði

Það getur ekkert alvöru lýðræði þróast eða þrifist í landinu undir þeim lögum sem nú gilda um fjármál stjórnmálasamtaka.

Tek heilshugar undir þessi sjónarmið og vil í raun ganga enn lengra eins og ég hef margsinnis lagt til síðan árið 1996, þ.e.a.s. að sett verði í útvarps- og fjölmiðlalög skyldur á almenna fjölmiðla að hliðra til í dagskrá fyrir kosningar (rétt eins og þeir gera oft t.d. með fótboltann) til að veita öllum framboðum aðgang til að kynna sig á jafnréttisgrundvelli og slíkt komi í stað keyptra auglýsinga.

Nauðsynlegt er að leggja af hlutdræg vinnubrögð eins og t.d. þau sem viðgengust á RÚV í aðdraganda síðustu alþingiskosninga, m.a. afhjúpað í margítrekaðri misnotkun Silfurs Egils í þágu þess framboðs sem þáttastjórnandinn kaus sjálfur (samkvæmt hans eigin upplýsingum í fjölmiðlum).

Við þurfum að átta okkur á því að virkt lýðræði er grundvöllur heilbrigðs þjóðfélags og fátt mun ganga upp til að leysa vanda þjóðarinnar fyrr en búið er að sópa út af Alþingi sérhagsmunapotinu úr gamla ónýta flokkadraslinu.


mbl.is Hreyfingin vill endurskoða lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband