Fréttablaðið gerist fjölmiðlahóra glæpamanna

frettabladidFréttablaðið, sem sagt er útbreyddasti fjölmiðill landsins, lagðist gersamlega í ræsið í dag með drottningarviðtali við einn helsta fjárglæframann Íslandssögunnar.

Fleiri síður, þar á meðal forsíða blaðsins, eru teknar undir ásakanir m.a. á Sérstakan Saksóknara og Forsætisráðherra sem sagðir eru hundelta alsaklausan Fálkaorðu prýddan Sigurð Einarsson af annarlegum ástæðum.

RitskoðunHinsvegar sjá fjölmiðlahórur Fréttablaðsins ekki ástæðu til að spyrja útí peningaþvættið í kringum Al-Thani málið, gerviviðskiptin sem færðu bankanum ekki krónu, færslur í hring um fleiri skúffufélög og lygasögurnar um arabískan fjárfesti sem Sigurður bar á torg í erlenda fjölmiðla til að blekkja markaðinn.  Ansi útþynnt hvernig sneitt er framhjá óþægilegum spurningum í þessu máli og hvernig Íslensk þjóð er lítisvert með því að bera þann þvætting á torg að þetta hafi verið fullkomlega eðlileg og lögleg bankaviðskipti.

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurVonandi dettur engum í hug að veita þessum blaðamönnum verðlaun í framtíðinni. Nær væri að reka Stíg Helgason og Ólaf Þ. Stepensen úr blaðamannafélagi Íslands fyrir að hórast undir eigendum blaðsins og vinum þeirra.


mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Birgisson

Ég er ekki oft sammála þér en nú er ég algjörlega sammála þér, takk fyrir góðann pistil.

Kjartan Birgisson, 28.8.2010 kl. 20:53

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hafði ekki lyst á að lesa viðtal við þennan .......nei, best að gæta orða sinna og segja ekki meir.

Sigurður I B Guðmundsson, 28.8.2010 kl. 22:07

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já enn, Sigurður er saklaus. Hann sagði það sjálfur og útskýrði þennan misskilning sem hefur leikið hann svo grátt. Hörðustu lögfræðingar Bretlands eru að reikna út skaðabætur fyrir þessi óskapa mistök sérstaks saksókanara.

Skaðabæturnar verða minnst eitt stykki Icesave í viðbót. Þær eru víst reiknaðar eftir því hversu merkilegur pappírhver saklaus maður er...

...er ekki dónaskapur að senda Interpol á eftir fólki sem hefur ekki gert neitt?

Óskar Arnórsson, 28.8.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sammála þér Ástþór Magnússon

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Dingli

Sæll Ástþór.

Ekki er furða þó þetta viðtal gangi fram af þér. Að Sigurður Einarsson ásamt mörgum af stærstu bankaræningjum heimssögunnar gangi enn  lausir, þarfnast hinsvegar rannsóknar.

Dingli, 29.8.2010 kl. 00:31

6 Smámynd: K.H.S.

Fyrir ofan  blaðalúguna hjá mér hefur staðið í langan tíma, engan ruslpóst og  hefur það verið virt. Fréttasblaðið og annar óþverri hefur farið hjá og líklegast endað í öskutunnu í enda götunnar, en auðvitað talið með í reiknilíkönum  útbreiðslu.

K.H.S., 29.8.2010 kl. 09:12

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Ástþór Magnússon, og það er gott að vera  laus við Fréttablaðið á landsbyggðini.

Eyjólfur G Svavarsson, 29.8.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband