17.5.2010 | 20:53
Tímans tákn að kjósendur gefi spillingargrísum langt nef
Frábært að fylgjast með því hvernig spillta fjórflokkaveldið riðar til falls.
Eins og ég sagði í sjónvarpi fyrir síðustu alþingiskosningar er þetta gamla flokkadraslið búið!
Aðeins spurning um tíma hvenær spilaborgin endanlega fellur.
Persónulega treysti ég Jóni Gnarr og spaugurum þjóðarinnar betur til starfa af heilindum fyrir kjósendur en spilltu grísum fjórflokkanna.
Nóg komið af fyrirgreiðslupólitík á kostnað almennings.
Þjóðin mun á næstu árum átta sig á því að eina raunhæfa leiðin úr fjötrum spillingar er að sturta fjórflokknum niður ræsið og taka upp beint og milliliðalaust lýðræði.
Flokkadrasl:
http://www.youtube.com/watch?v=sTFufceo2as&feature=related
Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Verst að það skuli ekki vera alþingiskosningar svo hægt væri að snýta fjórflokknum þar líka.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 21:22
Ég mun ekki kjósa Fjórflokkin aftur
Aldrei
Æsir (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 21:52
Sama og Æsir sagði.
Billi bilaði, 17.5.2010 kl. 22:55
Sama og Billi sagði.
Dingli, 18.5.2010 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.