16.5.2010 | 16:48
Þingmenn eins og börn með eldspýtur
Þingmaður sendi mér svar við greininni Óverðskuldað traust stjórnvalda á bankamönnum.
Ég þakka svarið en efni þess veldur áhyggjum. Viðkomandi þingmaðurinn sem og flestir aðrir á þinginu, virðast hreinlega ekki skilja hætturnar sem felast í því að vogunarsjóðir sitji nú meðal stærstu hluthafa í Arion banka og hvert slíkar einkavæðingar gætu leitt.
Þingmennirnir eru eins börn að leik með eldspýtur.
Hér er það sem þingmaðurinn sendi mér:
Í breytingartillögum viðskiptanefndar við frumvarp ráðherra um fjármálaráðherra eru skilanefndum gert skylt að afhenda þeim sem þess óska kröfuskrá föllnu bankanna. Í kröfuskránni kemur fram hverjir hafa gert kröfur og hvaða kröfur hafa verið samþykktar og ætti hún því að gefa góða mynd af eigendum nýju bankanna.
Kveðja
Lilja
Ég er furðu lostinn yfir barnalegri tiltrú þingmannsins á því að þetta frumvarp afhjúpi raunverulega eigendur. Samkvæmt fréttum er Skattrannsóknarstjóri að reka sig á að raunverulegir eigendur hafa jafnvel ekki fundist uppí áttfaldan ættlið fyrirtækja sem hafa endað í aflandssvæðum og keðjan slitnað undir leppstjórn þarlendra lögfræðinga og endurskoðenda.
Hér er mitt svar til þingmannsins:
Ég er ekki sammála því að kröfuskráin sýni hverjir raunverulegir eigendur eru. Komið hefur fram að meðal kröfuhafa séu vogunarsjóðir (hákarlar!)
Rannsóknin gæti tekið 4 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég er þeirra trúar að bankar eiga að vera í ríkiseigu, reknir á kostnaði, ekki hagnaði. Engin ástæða til þess að leyfa þriðja aðila að sjá um að koma peningum í umferð, það er áskrift að hörmungum eins og sést hefur.
Kapítalisminn er einfaldlega ekki að ganga upp og sama hvað menn segja þá þarf ekki nema að líta á allar þær kreppur sem hafa komið upp á síðustu öld sem eru bein orsök slæms kerfis.
Verst er að fólk sem hefur hag að nýverandi fyrirkomulagi er svokallaða elítan í heiminum og mun gera allt í sinu valdi til að koma í veg fyrir að nýju fyrirkomulagi verði hrint í framkvæmd. Þeir eiga endalaust fjármagn til að eyða í að auglýsa sín sjúku sjónarmið um hvernig heimurinn muni hætta að snúast nema þeir fái sinn hagnað.
Það þarf að hópa saman helstu hugsuðum heimsins til að finna upp á kerfi sem virkar fyrir alla, þar sem gróði og græðgi verða útlægð.
Tómas Waagfjörð, 17.5.2010 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.