14.5.2010 | 07:29
Brjáluð og vanhæf stjórnsýsla
Sífellt kemur betur í ljós hve vanhæf og snarbrjáluð stjórnsýslan er undir forystu tveggja fjórflokkanna.
Ríkisstjórnin er algerlega úti á túni og ráðherrarnir með hausana í mykjuhaug spillingar.
Stjórnleysið í sumum skilanefndum bankanna virðist algert.
Út úr þessu leikhúsi vitfirringana á Íslandi rísa bankaræningjarnir uppúr rústunum eins og ekkert hafi í skorist og endurreisa stærstu fyrirtæki landsins með þýfi sem þeir stálu af þjóðinni.
Jón Ásgeir situr í stjórnum erlendra fyrirtæki fyrir hönd ríkisvaldsins. Ólafur Ólafsson fékk fyrirgreiðslu og tekið á móti þýfi frá honum í endurreisn Samskip. Bakkabræður stýra enn stærsta símafyrirtæki landsins. Bónusfeðgar eru á sérkjörum um að halda stærstu verslunarkeðjunni.
Geta asnarnir í ríkisstjórninni og á Alþingi ekkert lært? Hversvegna hefur enginn þingmaður borið upp þá tillögu að þjóðnýta fyrirtækin sem voru byggð upp með stolnu fé?
Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll, þú gleymdir Björgólfi. Það eru margir asnar á þingi sem langar að ríkisstyrkja nýtt gagnver hjá honum með skattaafsláttum og vildarkjörum á rafmagni.
Jón Pétur Líndal, 14.5.2010 kl. 12:49
Já hvers vegna, það er umhugsunarefni hvers vegna það hefur ekki enn verið gert.
Guðmundur Júlíusson, 14.5.2010 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.