Óverðskuldað traust stjórnvalda á bankamönnum

KlunnarRikisstjornNákvæmlega ekkert er komið á daginn sem verðskuldar stuðningsyfirlýsingar Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra á bankamönnum.

Þvert á móti koma upp spurningarmerki um allt bankakerfið.  Hverjir eru t.d. eigendur Arion banka? 

Sögusagnir eru á kreiki um að erlendir vogunarsjóðirnir leppi þar fyrir Sigurð Einarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og aðra útrásarvíkinga.  Hefur Gylfi kafað ofaní eignarhaldið af einhverju viti?

ponzi-scheme-for-dummies1Hversvegna er ekki eignarhald Arion banka opinbert? Hvað er verið að fela? Hversvegna er ekki að finna lista yfir helstu eigendur á vefsíðu bankans?

Hversvegna njóta stóru bankaræningjarnir velvildar bankanna sbr. nýlegar endurfjárfestingar Ólafs Ólafssonar og Jóns Ásgeirs með þýfi úr gjaldþrota bönkunum? Hversvegna eru ekki fyrirtæki þessara manna þjóðnýtt eins og Samskip, 365 miðlar og önnur fyrirtæki sem tengjast bankaránunum með beinum hætti.

Með slíka klunna í ríkisstjórn sem raun ber vitni stefna Íslendingar hraðbyr í næsta svindlhring.   


mbl.is Gylfi treystir íslenskum bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Fjármálaeftirlitið getur ekki talið kærur sem koma þar inn, þvílik starfssemi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2010 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband