21.4.2010 | 09:16
Steingrímur, svona upprætir þú glæpagengið! Hafragrautur í öll mál.
Rannsóknarskýrslan sannar að um Ponzi svikamyllu var að ræða. Nýleg lög frá Alþingi eru nú notuð til að kyrrsetja "eignir" (þýfi) tveggja útrásarvíkinga.
Farið nú að mínum ráðum og setjið efnahagsleg hryðjuverkalög sem heimila kyrrsetningar og upptökur eigna allra svikahrappana svo og gæsluvarðhald og framsal frá útlöndum.
Ekki láta lengri tíma líða því hver dagur sem málið tefst getur orsakað frekari "uppgufun" peninga.
Úr því að hægt var að setja ofangreinda lagaheimild til kyrrsetningar, þá er alveg eins hægt að setja efnahagsleg hryðjverkalög yfir ponzi svikamyllu nokkurra einstaklinga sem settu þjóðina á hausinn.
Hætta gúnguskapnum Steingrímur og Jóhanna, nota tækin á Alþingi til að virkja hinn langa arm laganna.
Legg einnig til að útrásarvíkingar sem gista hjá ríkinu verði gefinn hafragrautur í öll mál í sparnaðarskyni og til að sýna samstöðu með eldri borgurum sem þurfa að lifa á því fæði í dag.
Þetta sagi ég fyrir ári síðan í aðdraganda Alþingiskosninga:
- Hvernig á að koma þeim í fangelsi
- Tenging stjórnmálaflokkanna við glæpamenn
- Alltof mikið kjaftað og alltof lítið gert
Tuttugu einstaklinga í fangelsi strax!
Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Athugasemdir
Sammála Ástþór. Vona að ráðamenn vakni nú loksins af drómanum og taki til starfa af fullri alvöru. Enga linkind meir.
Kveðja úr Grundarfirðinum.
Þráinn Jökull Elísson, 21.4.2010 kl. 15:10
Gleðilegt sumar, Ástþór
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.