17.4.2010 | 20:38
Flokkadrasl og grenjandi kerlingar
Mér ofbýður að horfa uppá leiksýningar stjórnmálaflokkanna þessa vikuna sem spilað er við þann undirleik að flokksklíkunni er haldið gangandi með stolnum peningum frá glæpagengi milljarðaþjófa.
Það er enganvegin nægjanleg yfirbót að kerlingar sem migið hafa á sig í ráðherrastól spili út eiginmönnum með barn á armi gegn mótmælendum, eða öldruðum föður úr leikhúsi. Það er heldur ekki nóg að grenja á flokksfundum. Miklu meira þarf til að sýna raunverlega iðrun og yfirbót.
Þá gengur það bara alls ekki upp að menn sem hafa stolið hundruðum milljarða gangi lausir og séu enn að vasast með stærstu fyrirtæki landsins. Í fréttum kvöldsins var sagt frá hvernig stór hluti Icesave innistæðna frá útlöndum enduðu hjá Baugi, Kjalar og Exista. Hvað er svona erfitt við að sækja forkólfa þessara fyrirtækja og koma þeim í gæsluvarðhald á meðan málið er rannsakað eins og venja er með svipuð sakamál?
Eins og ég sagði í sjónvarpi fyrir síðustu alþingiskosningar er flokkadraslið á Alþingi ónýtt! Við þurfum að losa þjóðina úr fjötrum ónýtra flokka og stofna nýtt lýðveldi á Íslandi. Beint og milliliðalaust lýðræði er eina raunhæfa lausnin til að losna undan glæpagenginu.
Allir þingmenn og ráðherrar sem tengdust glæpalýðnum og sem nafngreindir eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og sem enn sitja eiga að segja af sér strax! Þá þurfa einnig Vinstri grænir að skoða sína stöðu því með aðgerðaleysi sínu síðastliðin misseri eru þeir að greiða fyrir því að glæpamenn sölsi undir sig stærstu fyrirtæki landsins og greiði fyrir með þýfi sem stolið var af þjóðinni. Þá á hirðfíflið á Bessastöðum einnig að segja af sér án tafar.
Hvenær fær Íslensk þjóð nóg af þessum viðbjóð? - Ég er svo sannarlega búinn að fá nóg og vil að boðað verði til nýrra kosninga. Ég er óhræddur að mæta þessu fólki í sjónvarpssal og benda á nýjar og betri leiðir til að leysa úr vanda þjóðarinnar.
Samkvæmt meðfylgjandi mynd virðast landvættirnir sammála því að þjóðin sé búin að fá nóg!
Lýsa yfir stuðningi við Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Löggæsla, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
Ég er búinn að fá nóg
eru fleiri búnir að fá nóg
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:44
Það eru til blindingjar sem halda með þessari Ríkisstjórn,fáéinir.Allir hinir landsmenn standa með því að það verði breitingar.
Þórarinn Baldursson, 17.4.2010 kl. 21:36
Úff, það er aldeilis að karlinn er í stuði!
Guðmundur Júlíusson, 18.4.2010 kl. 00:59
Hér er m.a. líkleg astæða fyrir því að IGS grét.
Ertu að skilja alvöru málsins?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 01:55
Vá þegar ég las þessa grein var ég að hugsa hvað er í gangi ekki er ég svona mikill penni en þá tók ég eftir því að þú Ástþór skrifaðir hana og það sem ég segi er kærar þakkir það er ekki hægt að koma þessu betur til skila.
Takk og aftur takk eins og talað út úr mínu hjarta
Sigurður Haraldsson, 18.4.2010 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.