28.3.2010 | 17:58
Undanskot eigna DV - Kæra til Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra
Fréttavefurinn DV.is hefur í dag tilkynnt um að útgáfa blaðsins DV og vefsins dv.is hafi verið fært úr Birtingur ehf og að kauperðið sé trúnaðarmál.
Þeim sem þekkja til þessa máls má vera ljóst að hér er um gróft undanskot eigna að ræða.
Birtingur ehf er gjaldþrota eignarlaust félag eins og fram kom í kæru undirritaðs til Ríkislögreglustjóra þann 15 febrúar s.l. Þar kom einnig fram að útgáfa DV hefur margsinnis áður verið færð með svipuðum hætti úr félögum sem síðan hafa verið sett í þrot og kröfuhafar skildir eftir með sárt ennið.
Undirritaður hefur verið með í undirbúningi stefnu á hendur útgefendum DV vegna margvíslegra ærumeiðinga sem blaðið og vefurinn dv.is hafa birt um undirritaðann á undanförnum misserum. Um er að ræða á annan tug ærumeiðinga, m.a. gersamlega tilhæfulausan áburð um að undirritaður hafi falsað nöfn frambjóðenda á framboðslista í tengslum við síðustu alþingiskosningar. Þetta athæfi DV var kært til Lögreglustjórans í Reykjavík þann 23 apríl s.l. og 14 nóvember s.l. og þess óskað að þessi grófa ærumeiðing og alvarlegi áburður um skjalafals yrði rannsakað af lögreglunni. Í tilkynningu um svokallaða nýja eigendur DV kemur fram að Lilja Skaftadóttir fyrrum frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar og stjórnarmaður flokksins í ofangreindum kosningum sé stærsti hluthafinn. Þetta gefur enn frekari ástæðu til þess að lögreglan rannsaki hvað lág að baki ofangreindri umfjöllun DV sem augljóslega var til þess gerð að hafa áhrif á kosningarnar með ólögmætum hætti og grafa undan framboði Lýðræðishreyfingarinnar.
Undirrituðum er kunnugt um að aðrir sem hafa dæmdar miskabætur vegna ærumeiðinga DV hafa verið í vandræðum með að innheimta bæturnar frá útgefanda DV. Nú er ljóst að verið er að endurtaka kennitöluflakkið enn eina ferðina til þess eins að komast hjá því að taka ábyrgð á útgáfunni enda hefur DV fengið á sig slíka dóma nánast í hverjum mánuði undanfarin ár. Sumir lögfræðingar eru farnir að vísa til aðstandenda DV sem Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga.
Þess er krafist að Lögreglan grípi tafarlaust til aðgerða til að koma í veg fyrir enn eitt undanskotið á eignum DV. Útilokað er að sætta sig við að fjölmiðill hafi lífsviðurværi af ærumeiðingum og skjóti sér síðan undan ábyrgð með reglubundnu kennitöluflakki.
Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon
Ofangreint erindi sent til:
Ríkislögreglustjórinn Efnahagsbrotadeild
Skúlagata 21, 101 Reykjavík. Símbréf: 4442501
28. mars 2010.
26.2.2010 | 17:36
Gjaldþrota DV fjármagnað af Sparisjóð Siglufjarðar
15.2.2010 | 10:39
DV gjaldþrota
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Löggæsla | Breytt 29.3.2010 kl. 01:51 | Facebook
Athugasemdir
Hmm - ég mynnist ummæla þinna frá kosningabaráttunni, þess efnis að krónan sé einkunnabók okkar.
Ummæli sem ég er mjög sammála.
----------------------
Þetta er rétt hjá þér, að DV er að stunda kennitöluflakk.
Þ.e. klárt.
---------------------
Bendi á mína nýjustu færslu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.3.2010 kl. 18:24
Þessi ummæli þín sem Einar nefnir voru alger snilld og ættu að vera á loftfari yfir reykjavík. Til að minna fólk á hversu fáránleg umræðan um krónuna hefur verið.
Vilhjálmur Árnason, 29.3.2010 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.