26.2.2010 | 11:42
Blaðamannafélag Íslands styður mannorðsmorðingja
Áskorun Blaðamannafélags Íslands til stjórnvalda um að síbrotamenn sem fara offari í ærumeiðingum og mannorðsmorðum njóti friðhelgi gegn dómstólum er hneykslanleg.
Þeir blaðamenn sem hafa fengið á sig dóma undanfarin ár og mánuði eru nánast undantekningarlaust starfsmenn DV eða fjölmiðla Hreins Loftssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem reka þessa fjölmiðla um pýramída af gjaldþrota fyrirtækjum haldið uppi með bókhaldsblekkingum.
Áskorunina á stjórnvöld má líklegast rekja til þess að stjórn Blaðamannafélagsins skipar m.a. atvinnulaus blaðamaður sem gerir nú hosur sínar grænar fyrir eigendum sorpmiðlanna, en í stjórn og varastjórn B.Í. eru einnig starfsmenn þessara öfgamiðla.
Í stað þess að veita mannorðsmorðingjum DV friðhelgi ættu stjórnvöld að sjá til þess að löggæslan virki hegningarlögin til að stemma stigu við þessu vaxandi þjóðfélagsmeini. Þeir sem gera rekstur sinn og atvinnu út á ærumeiðingum eiga að sæta fullri ábyrgð og þyngstu refsingu með fangelsi eins og ætlast var til þegar hegningarlögin voru sett á Alþingi.
Áhyggjuefni er hve lögreglan hefur verið slök í að virkja hegningarlögin vegna ærumeiðinga. Nýlegt fordæmi Ríkissaksóknara í opinberu refsimáli vegna rógburðar gefur hinsvegar hinsvegar von um að löggæslan sé að vakna af sínum þyrnirósarsvefni, enda er það þeirra skylda að vernda borgara landsins gegn ómaklegum árásum og virkja hegningarlögin gegn skrímslum Blaðamannafélags Íslands.
Óábyrg skrif um náungann geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem er rægður og fjölskyldu hans. Hver man ekki eftir kennaranum sem svipti sig lífi daginn sem DV rakkaði hann niður á forsíðu. Þjóðinni ofbauð og ritstjórarnir flúðu úr starfi.
Ég hef sjálfur mátt þola reglubundnar ærumeiðingar af hálfu DV. Undanfarna mánuði hafa þeir birt lýgi eftir lýgi um mína persónu og eða athafnir. Þeir hafa dregið uppúr ræsum borgarinnar gróusögur sem hafa enga stoð í veruleikanum. Það virðist nægjanlegt að veikir og blankir einstaklingar sækist í hundrað þúsund kallinn sem DV borgar fyrir svokallað "Fréttaskot" til að gera hvaða blaður sem er að heilögum sannleika á síðum blaðsins.
Einelti DV gegn mér hefur gengið svo nærri eiginkonu minni að hún þolir ekki við á landinu. Eitt skiptið er ég hafði verulegar áhyggjur af því hve nærri þetta gekk fjölskyldunni mætti ég með prest á heimili ritstjóra blaðsins. Í stað þess að taka tillit til aðstæðna hélt þetta hjartalausa skrímsli áfram og skrifaði sérstaka frétt í blaðið um þessa heimsókn mína.
Mér er kunnugt um fleiri tilfelli. Í einu slíku fóru DV menn enn eina ferðina offari í umfjöllun sem átti lítið skylt við faglega blaðamennsku. Illrætin og ærumeiðandi skrif þeirra höfðu svo mikil áhrif á einstakling sem tengdist fórnarlambinu að hann tók eigið líf.
Í okkar litla þjóðfélagi eigum við ekki að sætta okkur við starfsemi óábyrgra fjölmiðla sem gera útá það að rakka niður náungann. Það er enginn að ætlast til þess að fjölmiðlar þegi yfir spillingu í stjórnkerfi okkar eða viðskiptalífi. Hinsvegar hlýtur það að vera lágmarkskrafa að blaðamenn haldi sér við staðreyndir og kanni sannleiksgildi þess sem þeir og viðmælendur þeirra bera á torg áður en slíkt er sett á prent og skráð á spjöld sögunnar.
Þeir blaðamenn sem hafa fengið á sig dóma undanfarin ár og mánuði eru nánast undantekningarlaust starfsmenn DV eða fjölmiðla Hreins Loftssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem reka þessa fjölmiðla um pýramída af gjaldþrota fyrirtækjum haldið uppi með bókhaldsblekkingum.
Áskorunina á stjórnvöld má líklegast rekja til þess að stjórn Blaðamannafélagsins skipar m.a. atvinnulaus blaðamaður sem gerir nú hosur sínar grænar fyrir eigendum sorpmiðlanna, en í stjórn og varastjórn B.Í. eru einnig starfsmenn þessara öfgamiðla.
Í stað þess að veita mannorðsmorðingjum DV friðhelgi ættu stjórnvöld að sjá til þess að löggæslan virki hegningarlögin til að stemma stigu við þessu vaxandi þjóðfélagsmeini. Þeir sem gera rekstur sinn og atvinnu út á ærumeiðingum eiga að sæta fullri ábyrgð og þyngstu refsingu með fangelsi eins og ætlast var til þegar hegningarlögin voru sett á Alþingi.
Áhyggjuefni er hve lögreglan hefur verið slök í að virkja hegningarlögin vegna ærumeiðinga. Nýlegt fordæmi Ríkissaksóknara í opinberu refsimáli vegna rógburðar gefur hinsvegar hinsvegar von um að löggæslan sé að vakna af sínum þyrnirósarsvefni, enda er það þeirra skylda að vernda borgara landsins gegn ómaklegum árásum og virkja hegningarlögin gegn skrímslum Blaðamannafélags Íslands.
Óábyrg skrif um náungann geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem er rægður og fjölskyldu hans. Hver man ekki eftir kennaranum sem svipti sig lífi daginn sem DV rakkaði hann niður á forsíðu. Þjóðinni ofbauð og ritstjórarnir flúðu úr starfi.
Ég hef sjálfur mátt þola reglubundnar ærumeiðingar af hálfu DV. Undanfarna mánuði hafa þeir birt lýgi eftir lýgi um mína persónu og eða athafnir. Þeir hafa dregið uppúr ræsum borgarinnar gróusögur sem hafa enga stoð í veruleikanum. Það virðist nægjanlegt að veikir og blankir einstaklingar sækist í hundrað þúsund kallinn sem DV borgar fyrir svokallað "Fréttaskot" til að gera hvaða blaður sem er að heilögum sannleika á síðum blaðsins.
Einelti DV gegn mér hefur gengið svo nærri eiginkonu minni að hún þolir ekki við á landinu. Eitt skiptið er ég hafði verulegar áhyggjur af því hve nærri þetta gekk fjölskyldunni mætti ég með prest á heimili ritstjóra blaðsins. Í stað þess að taka tillit til aðstæðna hélt þetta hjartalausa skrímsli áfram og skrifaði sérstaka frétt í blaðið um þessa heimsókn mína.
Mér er kunnugt um fleiri tilfelli. Í einu slíku fóru DV menn enn eina ferðina offari í umfjöllun sem átti lítið skylt við faglega blaðamennsku. Illrætin og ærumeiðandi skrif þeirra höfðu svo mikil áhrif á einstakling sem tengdist fórnarlambinu að hann tók eigið líf.
Í okkar litla þjóðfélagi eigum við ekki að sætta okkur við starfsemi óábyrgra fjölmiðla sem gera útá það að rakka niður náungann. Það er enginn að ætlast til þess að fjölmiðlar þegi yfir spillingu í stjórnkerfi okkar eða viðskiptalífi. Hinsvegar hlýtur það að vera lágmarkskrafa að blaðamenn haldi sér við staðreyndir og kanni sannleiksgildi þess sem þeir og viðmælendur þeirra bera á torg áður en slíkt er sett á prent og skráð á spjöld sögunnar.
Skora á stjórnvöld að breyta prentlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.