Áskorun á Ögmund Jónasson

FinnurOlafurÞað eru fleiri en þú Ögmundur agndofa að horfa uppá þá vitleysu að bankaræningjar eins og Ólafur Ólafsson sölsi undir sig Samskip enn eina ferðina á meðan hann undirbýr gjaldþrot eignarhaldsfélagsins Kjalar, sem líklegast verður hundruð milljarða gjaldþrot á kostnað þjóðarbúsins. Er ekki Egla, einnig félag í eigu Ólafs þegar komið í þrot með milljarðakröfur á Kjalar og Kjalar nú með á annað hundrað milljarða kröfu á Kaupthing? Var ekki aðeins fyrir nokkrum mánuðum Alfesca matvælafyrirtækinu komið undan með einhverju "yfirtökutilboði" frá Frakklandi.

Hve lengi ætlið þið að láta þennan mann ganga lausan og valsa um með þýfið úr Kaupthing?

sheiksvindlÉg lagði mikla áherslu á það í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga að helstu útrásarvíkingana eins og Ólaf Ólafsson yrði að setja án tafar í gæsluvarðhald, frysta eigur þeirra og leita uppi þýfið úr bankaráninu. Setja hryðjuverkalög á þessa menn eins og Bretar gerður gagnvart Landsbankanum, þannig myndu öll viðskiptasund lokast fyrir þeim á nánast augabragði um allan heim.

Bankarnir, sérstaklega Kaupþing, voru ekkert annað en týpískar Ponzí svikamyllur. Þessir menn halda áfram meðan þeir ganga lausir. Með aðgerðaleysi sínu hafa Íslensk stjórnvöld gert Ísland að griðarlandi fyrir nokkra af stærstu svikahröppum mannkynssögunnar.

Bræðurnir Marteinn Mosdal og Steingrímur JÞÚ ÖGMUNDUR situr á Alþingi og getur gert eitthvað í málinu. Legðu fram frumvarp til að ná lögum yfir þessa menn án tafar. Safnaðu liði á þingi og innan þíns flokks sem er í ríkisstjórn til að vinna málinu fylgi. Ríkisstjórn sem nú er að bregðast þjóðinni. Öskraðu ef á þarf að halda í pontu Alþingis á sofandi þingheiminn um að fá hryðjuverklög sett á þessa fjárglæframenn, því þetta eru fjárhagsleg hryðjuverk sem eru að leggja þjóðfélag okkar í rúst og hryðjuverkamennirnir munu planta hverri fjárhagslegri sprengjunni á eftir annarri þar til þeir eru komnir bakvið lás og slá.


mbl.is Senda út athugasemdabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Því miður Ástþór, þá verður ekkert gert í þessu, það eru allir stjórnmálamennirnir tengdirínn í svikamylluna á einhvern hátt.

Það þarf byltingu, og það þarf að ráða útlenda saksóknara í þetta, engum íslendingi er treystandi.

Þetta stjórnmálalið tekur okkur endalaust í skraufþurrt rassgatið.

Fyrirgefðu orðbragðið, en mér bara blöskrar svo spillingin hér.

Sveinn Elías Hansson, 9.2.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Mikið vildi ég að þú fengir hljómgrunn.

Meira að segja Hannes Hólmsteinn gæti hafa skrifað þetta.

Þú hlýtur að vera ódrepandi og hefur glettilega oft haft rétt fyrir þér.

Lykke til !!

Jens Guðmundur Jensson, 9.2.2010 kl. 16:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Þetta verður bara ekki liðið,- fyrr verður ekki sátt í þjóðfélaginu.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2010 kl. 02:57

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ástþór þetta er alveg hár rétt þess vegna sveið mörgum svo þegar þú þrumaðir þessu frá þér í viðtölum við fjölmiðla sannleikanum er hver sárreiðastur það sem þú settir fram og hefur sett fram er frábært innlegg til þess að reina að verjast þessu ofurpeningavaldi sem hér er á ferð því það skiptir ekki máli hvaðan peningarnir koma þeir eru völd jafnvel þótt þeim sé stolið! við verðum að berjast fyrir réttlæti stjórnvöld og réttakerfi eru innviðuð í þessa svikamyllu það er orðið ljóst fyrir löngu þess vegna erum við hinn almenni borgari lýðræðið í landinu, forseti vor herra Ólafur Ragnar Grímsson sá sem þú ert búin að berjast gegn rétti okkur þessi völd á síðustu stundu. Lifðu heill og þakka þér fyrir þitt innlegg í átt til réttlætis.

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband