8.2.2010 | 13:20
Óviðeigandi og sóðaleg níðskrif DV um útvarpsstjóra
DV lætur það vaða hvortsem það er lýgi eða hálfsannleikur spunameistaranna. DV slorið er étið uppúr ræsum bloggsins og gróusögum á börum bæjarins og borið á torg fyrir þjóðina. Sorann kalla þeir síðan dagblað og fólkið sem vinnur þar titlar sig "blaðamenn".
Pistill Eimreiðarinnar á DV í dag á lítið skylt við blaðamennsku. Þar lætur sóðabloggarinn Teitur Atlason gammin geisa og hakkast nú á útvarpsstjóranum Arnþrúði Karlsdóttur. Segir hana rífast um allt við allt og alla. Það vekur athygli að sóðapésinn á DV fullyrðir að Arnþrúður sé að rífast við Óla blaðasala, en ég veit nú ekki betur en sá ágæti maður sé löngu kominn undir græna torfu.
Þá fullyrðir DV í dag á vef sínum að Arnþrúður sé göldrótt. Skýringin er sótt í vefkannanir á Sögu, en asninn á DV er auðvitað svo vitlaus að hann skilur ekki að tölvur uppfæra oft tölfræði sína á nokkra mínútna fresti. Þannig er t.d. bloggið á Morgunblaðinu uppfært. Það gerist ekki á sömu sekúntunni.
Ég skil vel að DV menn eru súrir útí velgengni Arnþrúðar á Útvarpi Sögu. En menn þurfa samt að gæta velsæmis þótt migið sé á þá í samkeppninni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru orð að sönnu, Ástþór. DV er sorablað og blaðamenn og ritstjóri þess má líkja við ákveðið meindýr.
Blaðasnápum þessa sóðasnepils er alveg nákvæmlega sama um hvað sé satt. Ef sannleikurinn er of mikið þeim í hag sem þeir eru að ofsækja hverju sinni, þá skálda þeir. Jafnvel þegar lögfræðingar hringja í þá og heimta að staðreyndavillur séu leiðréttar, þá gera þeir það ekki. Það þýðir að þeir vita að þeir eru að prenta lygar og eru sáttir við það.
Síðan tekur dómstóll götunnar við, sem þó ekki eru margir. Skv. skoðanakönnunum eru það bara 4% aðspurðra sem treysta því sem stendur í DV. Þessi 4% er án efa heimskasti hluti þjóðarinnar.
Vendetta, 9.2.2010 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.