Fleiri hundruð þorpsfífl?

Nýju fötin keisaransÞegar ég benti á nauðsyn þess að hreinsa spillingu út úr stjórnarráðinu í forsetakosningum árið 1996 þegar kvótabraskið var að byrja að grafa undan þjóðfélaginu, var ég kallaður "þorpsfífl" í leiðara stærsta fjölmiðils þjóðarinnar. Eru þorpsfíflin nú orðin fleiri hundruð?

Væri nú ekki nær að nota atkvæði sitt í kosningum og losa sig við spillingaröflin í eitt skipti fyrir öll frekar en að standa úti í kuldanum á Austuvelli galandi eins og vindhani í eyðimörkinni?

Ef þið hefðuð ekki látið RÚV og spillta pólitíkusa blekkja ykkur við síðustu kosningar væri kannski nú kominn vísir að heilbrigðu og beinu lýðræði og þorpsfíflin gætu látið til sín taka á Alþingi frekar en gala ónýta þingmenn og ráðherra frammúr rúmum sínum á laugardag eftir laugardag.


mbl.is 200-300 á útifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Er ekki möguleiki Ástþór, að ekki sé verið að setja út á tillögur þínar t.d, heldur hvernig þú ferð að við að koma þeim frá þér?

Eflaust margir sammála þér í þínum málflutningi og eins og í þessu tilviki, hvað varðar þessa spillingu og hve áríðandi sé að losna við hana.

En fólk kannski hefur séð frá þér ... soldið "spes hegðun", ef ég orða það þannig.

Annars tek ég undir allt í þessum pistli þínum.

Kveðja

ThoR-E, 23.1.2010 kl. 17:13

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þér finnst það náttúrlega "spes hegðun" að benda þjóðinni á að í ríkisstjórn og Alþingi sitji spillingaröfl sem stefni framtíð þjóðarinnar í voða. Árið 1996 og mörg ár í kjölfarið benti ég ítrekað á þessa staðreynd en þá vildi enginn heyra á slíkt minnst. Þorpsfífl, geðveikur, athyglissjúkur og annað í þeim dúr var ítrekað birt í fjölmiðlum stjórnað af þeim sem sátu að kjötötlunum á kostnað grandvaralausrar þjóðarinnar. Meira að segja RÚV er undir stjórn þeirra með útvarpsstjórann sem þeir plöntuðu þangað af Stöð2.

Gæti verið að sú "spes hegðun" sem þú vísar til sé sú ranga mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum eins og DV og því ættartré?

Ástþór Magnússon Wium, 23.1.2010 kl. 17:26

3 identicon

eg er alveg sammála þer Astþór .enda hef eg kosið þig til foseta 1 sinni og eg kaus þinn flokk i síðustu kosningum .fólk hafði voðalega mikla trú á steingrími steingeit (vg) og samfylkingar PAKKINU!

eg talað um þetta við fólk sem hefur ekki mikið álit á þer,eg hugsa að ef þu er geðveikur eins og sumir halda fram þá held eg að það se fínt að fá þig inn i stjórn..þvi kannski fólk fari að áttasig á þvi að það þarf kannski geðveikan mann til að takast á við Geðveikt ástand..er ekki að segja að þu sért geðveikur! en enga að síður veit eg að þú hefur kjark til að gera það sem þarf eins og að setja þessi útrásar-hyski í fangelsi þangað til þeir skila peningunum sem þeir stálu af okkur þú ert ábyggilega einni maðurinn sem þorir að koma fram eins og þu ert og ert ekki að setja up neina Grímu og klæða þig í enhvað dulargerfi eins og ALLIR!!! hinir pólitíkusarnir þeir reyna alltaf að fela það sem þeir eru svo þeir auðvita komist áfram þvi ef fólk mundi sja hinn raunverulega Steingrím og Jóhönnu fyrir kosningar þá hefðir þu fengið stólinn þeirra og 10 annara..   Eg hef mína trú á þer enda kaus eg rétt...Og eg mun standa með þer í náinni framtíð 

Jón Fannar Þorgrímsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 17:55

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ástþór. Fámennt og góðmennt var þar Mér finnst gott að vera innan um þá sem þú kallar þorpsfífl. Ég er þá líka þorpsfífl og er ánægð með það .

Hins vegar er nafngiftin betur passleg fyrir ræðara svikaranna á þessari sameiginlegu skútu. Það er nefnilega fíflalegt í stöðunni að róa auðveldustu leiðina fyrir sinn flokk og svika-hagfræðinga Evrópu, og kemur engum að landi í stöðu þjóðarinnar núna. 

Fólkið sem ég ber mesta virðingu fyrir og heldur uppi þjóðfélaginu er það fólk sem þú kallar þorpsfífl! Það fólk þekkir lífið!

Það fólk lifir ekki hátt né ósparlega, en fær þó bara enn meiri svik og óraunhæfa bagga að bera en áður á meðan sumir hafa allt til alls og rúmlega það. 

Kosnigar myndu einungis framlengja vandann. Er það vænlegur kostur að þínu mati? Hvernig myndir þú rökstyðja það á réttlátann hátt? M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 20:07

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er mér ekki ljúft að segja að þú sért ekki eins og flestir menn í pólitík!, en það er ekki þar með sagt að þú sért ekki með hjartað á réttum stað, en þú ert ekki með pennann á réttum stað, þú orðar hluti alltaf vitlaust, og gerir þig þar af leiðandi að þeim manni sem þú núna ert, þarft að nálgast hlutina frá allt öðru sjónarhorni og i raun byrja upp á nýtt!

Guðmundur Júlíusson, 23.1.2010 kl. 22:20

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Anna, ég var ekki að kalla ykkur eða fólkið á Austurvelli "þorpsfífl". Það var ritstjóri Fréttablaðsins sem fann upp þetta orð á mótmælandann Ástþór á þeim árum þegar það var of "heilagt" að benda á spillinguna í stjórnkerfinu. Meira en áratug fyrir hrun sá ég þessa spillingu og lýsti yfir áhyggjum af því að pólitískir bitlingar og spilling sem væri að grafa um sig myndi á endanum setja Íslenska þjóð á hausinn. Því miður vildu fáir hlusta og því fór sem fór.

Ástþór Magnússon Wium, 23.1.2010 kl. 23:43

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held bara að það sé nákvæmlega sama hver kallar hvern hvað.

Þetta kvótakerfi var upphafið og er orsökin fyrir gríðarlegri fjármálaspillingu á Íslandi.

Ég er ekki neinum vafa Ástþór, að þú ert rétti maðurinn í að vefja ofan af þessu rugli sem er komin í stjórnmál á Íslandi.

Enn ég veit að það stuðar fólk ef þú ert gargandi í jólasveinabúningi og þá kýs það þig ekki.

Lífið er leikrit og það er ætlast til þess að opinbert fólk hagi sér á ákveðin máta. Enn ég má haga mér eins og mér sýnist af því ég er ekki opinber.

Drífðu þig nú að taka fram spariorðasafnið og tala þig inn á þing. Ísland þarf á þér að halda. Svo einfalt er það bara...það eru engir aðrir í boði.



 

Óskar Arnórsson, 24.1.2010 kl. 15:03

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverjir styðja núverandi fiskveiðistjórn? Engir nema hagsmunagæsluliðið og þeir sem af þeim voru studdir með fjárframlögum inn á Alþingi. Sá sem hvatlegast hefur ráðist á stjórnvöld og kerfið sem þeir verja er Eiríkur Stefánsson í hádegispistlum sínum á Útvarpi Sögu. Hvernig hefur þjóðin tekið þessum manni?

Hún hefur rægt hann og smánað og afgreitt allan málflutning hans sem kjafæði í rugluðum manni. Pólitískur þroski okkar birtist í svona viðbrögðum.

Málflutningur andófsmanna ríkjandi spillingar er aldrei hugleiddur. Fólk neitar að hlusta á aðra en þá sem hafa náð virðingu í eldhúsi spillingarinnar. 

Bönkum þjóðarinnar var rænt af henni og eigendunum gefið óheft veiðileyfi á þjóðina. Eitt af ábatasömustu tækifærum nýju eigandanna var að tæla andvaralaust fólk til að kaupa íbúðir, byggja hús og taka 100% lán fyrir verði. Brátt kom í ljós að verðtryggingin ásamt bullandi verðbótum gaf ekki nægan ábata að dómi bankaeigendanna ( sem gleymt höfðu að greiða kaupverðið).

Þá voru boðin gengistryggð lán í erlendri mynt. Til að auka ábatann var nú tekin staða gegn krónunni á 6 mánaða fresti og gengið lækkað. Þetta var öllum ljóst. Davíð Seðlabankastjóri sagði þetta vissulega vera áhyggjuefni ef rétt reyndist! og taldi ástæðu til að rannsaka þetta. Engin rannsókn fór fram.

Nú rífur þjóðin hár sitt og formælir ríkisstjórninni fyrir að leggja ofurbyrðar á þjóðina með "Icesave klúðri Steingríms J."!

Erum við í lagi?

Hverjir stofnuðu til skuldarinnar? Hverjir voru búnir að koma íslenskum fjölskyldum í greiðsluþrot löngu áður en nokkur fann smjörklípuaðferðina sem birtist í ásökunum á hendur Steingrími um landráð J?

Við skulum bara halda áfram að ákæra hann svo það gleymist að hinir raunverulegu glæpamenn eru að undirbúa nýja veislu þar sem auðlindir þjóðarinnar verð hirtar endanlega af henni.

En auðvitað hirtar af Steingrími J.

Og ekki gleyma að þagga niður í Ástþóri, Eiríki Stefánssyni og að sjálfsögðu undirrituðum.

Árni Gunnarsson, 24.1.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband