Færsluflokkur: Dægurmál

Verið er að brjóta lög og reglur um Ríkisútvarpið nema öðrum sjónarmiðum sé einnig veittur sambærilegur aðgangur

Ég hef í dag sent eftirfarandi bréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra og afrit til fleiri stofnana (sjá neðst í bréfinu):

ÍTREKUN: Beiðni um útsendingartíma í Ríkisútvarpinu

Í erindum mínum til útvarpsstjóra í byrjun desember rakti ég nauðsyn þess að RÚV standi vörð um lýðræðið og lögboðnar skyldur Ríkisútvarpsins í því sambandi. Ég vakti athygli á því að mér og fleirum hefur verið meinaður aðgangur að mótmælum sem RÚV hefur útvarpað eða sjónvarpað frá Austurvelli svo og hef ég verið borinn út af fundi samtakanna „Opinn borgarafundur“ sem RÚV ráðgerir að sjónvarpa frá á morgun.

Í ljósi þess hvernig staðið hefur verið að „Opnum borgarafundi“ og fundum á Austurvelli er verið er að brjóta lög og reglur um Ríkisútvarpið nema öðrum sjónarmiðum sé einnig veittur sambærilegur aðgangur í útsendingar RÚV. Ég lagði til í fyrra erindi að reynt yrði að ná samkomulagi um endurskipulagningu á ferli við val frummælenda á mótmæla- og borgarafundum til að jafnræðisreglu sé gætt. Hinsvegar virðist ekki mikill vilji til þess ef marka má uppákomuna á „Opnum borgarafundi“ er jólasveinninn var borinn út af fundi samtakanna í Iðnó í viðurvist fjölmiðla. Þetta staðfestir auðvitað um leið það sem áður gerðist á skipulagsfundi sömu samtaka og undirstrikar að þessir fundir eru í raun hluti af leikstýrðum pólitískum blekkingarvef sem RÚV er óheimilt að útvarpa eða sjónvarpa nema öðrum sé veittur sambærilegur aðgangur að Ríkisútvarpinu fyrir sín sjónarmið.

Lýðræðishreyfingin ítrekar hér með ósk sína um aðgang að útsendingartímum RÚV. Beiðnin er byggð á grundvelli gildandi laga að Ríkisútvarpinu ohf beri að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Ríkisútvarpinu beri að gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð og að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.

Við teljum að frjálslega hafi verið farið með ofangreindar skyldur hjá Ríkisútvarpinu á undanförnum mánuðum og árum og ekki verið gætt fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Minnum á fleiri kvartanir til fréttastofu Ríkisútvarpsins, kærur til Útvarpsréttarnefndar svo og til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu, svo og ummæli Dr. Dietrich Fischer eins viðmælanda RÚV í aðdraganda forsetakosninga hér árið 2004 og svar utanríkisráðuneytis til OECD: „The Icelandic Broadcasting Service shall respect fundamental democratic rules, human rights and freedom of expressiona and opinion“. Ofangreind vandamál virðast ekki leyst því aftur var kvartað yfir fréttastofu 4.12.2008.

Lýðræðishreyfingin vill aðstoða Ríkisútvarpið að leysa úr ofangreindu vandamáli með því að standa fyrir þverpólitískum fréttaskýringaþætti. Umræðuþætti sem opin verður öllum sjónarmiðum og þeim sem óska að koma þar á framfæri athugasemdum við fréttir. Lýðræðishreyfingin er tilbúin að leggja til þáttagerðina Ríkisútvarpinu að kostnaðarlausu, annaðhvort með því að leggja til þáttagerðar og tæknifólk til að sjá um útsendinguna frá útvarpshúsinu, eða leggja til straum um dagskrárgerðarlínu frá okkar eigin tæknisetri.

Slíkur fréttaskýringaþáttur þarf að vera samofinn fréttum Ríkisútvarpsins. Slíkt er aðeins hægt ef útsending fréttaskýringanna er aðgengileg á sama stað og á sömu útsendingarás, og er útvarpað strax og lestri frétta er lokið. Ekki er hægt að ná fram þessum markmiðum og gerast þannig útvörður lýðræðis í landinu nema þá annaðhvort að endurvarpa fréttum Ríkisútvarpsins sem hluta af slíkum þætti eða fá inni á úrvarpsrás Ríkisútvarpsins með útsendinguna og fréttaskýringarnar. Þessvegna er þess óskað að Ríkisútvarpið víkji seinni útsendingu á þættinum Poppland til hliðar á Rás2 kl. 12:45 – 14:00 og sendi út í staðin ofangreindan fréttaskýringaþátt enda markmið þáttarins og hvernig að honum verður staðið í samræmi við þau grundvallar markmið er skilgreind er í lögum um Ríkisútvarpið.

Í ljósi þess ástands sem hefur skapast í þjóðfélaginu að undanförnu í kjölfar bankahruns, er brýn þörf að nota Ríkisútvarpið til að slá á þá reiði sem hér er að skapast með því að veita breiðan aðgang og öllum sjónarmiðum sé gert jafnt undir höfði með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti. Slíkt er tilgangur og markmið ofangreinds fréttaskýringaþáttar.

Óskað er svars og fundar um ofangreint mál við útvarpsstjóra um þetta mál innan 7 daga

Virðingarfyllst,
Lýðræðishreyfingin
Undirritað af Ástþór Magnússon – Sími 4962002 – Netfang: thor@lydveldi.is
Afrit send til: Útvarpsréttarnefnd, Menntamálaráðherra, Menntamálanefnd Alþingis, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD, alþjóðaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnar Evrópu París, Alþingismönnum

Sjá einnig: Opið bréf til Harðar Torfasonar

Áhugaverður útvarpsþáttur um Opinn borgarafund og jólasveininn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband