Færsluflokkur: Löggæsla

STJÓRNSÝSLUKÆRA vegna Lögreglunnar í Reykjavík

Kærð er framganga þeirra starfsmanna Lögreglustjórans í Reykjavík er höfðu í hótunum við friðsæla mótmælendur og létu fjarlægja ræðupall Nýrra radda á Austurvelli.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagði ósatt í fjölmiðlum. Haft er eftir honum á visir.is: „samkvæmt lögum þurfi ekki að fá leyfi til að mótmæla. Hins vegar þurft mótmælendur að tilkynna til lögreglustjóra að þeir hyggist efna til mótmæla. Geir Jón sagðist ekki vita til þess að síðari mótmælin hafi verið tilkynnt. Hann sagði þó að engin viðurlög lægju við slíku en ef að mótmælin yllu röskun, til dæmis á umferð, þá myndi lögreglan grípa til ráðstafana.“

Eftir að leita upplýsingar um hvert skyldi senda tilkynningu um fyrirhuguð mótmæli sendu Nýjar raddir á Austurvelli tilkynningu föstudaginn 16 janúar á lhr@lhr.is sem starfsmaður embættisins upplýsti í hljóðrituðu samtali að væri vaktað allan sólarhringinn.

Hörður þaggar niður í mótmælendumEngar athugasemdir bárust frá lögreglunni, fyrr en um kl. 15 á Austurvelli eftir búið var að leigja sendiferðabifreið og annað búnað undir aðgerðina.

Þá mætti lögreglan á staðinn og ætlaði sjálf að aka sendibifreiðinni í burt undir þeim formerkjum að ekki væri gefið leyfi fyrir því að magna hljóð úr þessum bíl á þessum stað.

Þá var boðist til að láta bílinn standa sem þögul mótmæli án þess að senda út nokkurt hljóð eða að tala úr bílnum. Því einnig hafnað af lögreglu á staðnum og yfirvarðstjóra á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Lögreglan hafði í hótunum við bílstjóra þar til hann fjarlægði bílinn.

Sendibifreiðin truflaði á engan hátt umferð á staðnum. 

Framganga lögreglunnar hindraði ekki aðeins eðlilegt lýðræði á Austurvelli, aðgerð lögreglu olli einnig samtökunum tugþúsunda kostnaði sem mátti afstýra ef athugasemdin hefði borist fyrr.

Slík framkoma sem þessi af hálfu lögreglunnar mun ekki stöðva Nýjar raddir á Austurvelli. Við áskiljum okkur rétt til að mæta með ræðupalla og mótmæli hvar sem okkar þóknast. Slíkt er okkar lýðræðislegur réttur.

Þeim ábendingum er komið til lögreglunar að friður gæti ríkt um mótmælafundi á Austurvelli fáist Hörður Torfason til að leggja niður gerræðislega einræðistilburði sem hann því miður stundar núna gersamlega þvert á kynningar fundanna í fjölmiðlum sem er undir allt öðrum formerkjum sem „raddir fólksins“ og breiðfylking gegn ástandinu sem öllum er opin. Verið er að blekkja þjóðina.

Verði tekin upp lýðræðisleg vinnubrögð við val á ræðumönnum í stað þess að valda þeim illdeilum sem raun ber vitni við lýðræðissinna og einstaka mótmælendur, þá gætu aðilar sem vilja leggja orð í belg notast við sama ræðupall með afskaplega friðsömum hætti.

Við minnum einnig á fyrra erindi til Umboðsmanns Alþingis og fleiri að óheimilt er og verið er að brjóta lög og reglur um Ríkisútvarpið ef sent er út frá fundum á Austurvelli nema öðrum sjónarmiðum og aðilum sem meinaður hefur verið aðgangur í þær útsendingar eins og ítrekað hefur gerst undanfarið, meðal annars með útburði af fundum og svo með aðgerðum lögreglu í dag, sé einnig veittur sambærilegur aðgangur að ríkisfjölmiðlinum.

Vekjum athygli á vefsíðunni http://kosning.austurvollur.is þar sem almenningur getur lagt til nöfn ræðumanna í opin kjörkassa og kosið síðan um það með lýðræðsilegum hætti hverjir eru valdir til að flytja erindi og ávörp á fundum. Kjörkassinn er öllum opinn.

Nýjar raddir á Austurvelli myndu þá sækja um sinn aðgang með tillögum í kjörkassann og lúta slíku lýðræðislegu vali þjóðarinnar á sínum talsmönnum úr röddum fólksins. Samkomulag aðila um slík lýðræðisleg vinnubrögð myndi leysa úr ágreiningi á meðal mótmælenda, létta störf lögreglunnar og gera þátttöku ríkisfjölmiðilsins mögulega.

Sent Umboðsmanni Alþingis og afrit til Lögreglustjórinn í Reykjavík, Ríkislögreglustjórinn, Dóms og kirkjuálaráðuneytið, Ríkisútvarpið, Útvarpsréttarnefnd, Menntamálaráðherra, Menntamálanefnd Alþingis, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD (alþjóðaskrifstofa Öryggis- og samvinnustofnar Evrópu), París, Frakklandi, Alþingismenn, birt á vefnum: www.austurvollur.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband