Færsluflokkur: Spaugilegt
10.9.2009 | 08:54
Þetta er nú meira ruglið!
Glæpurinn heldur áfram á meðan útrásarvíkingar ganga lausir með vasana fulla af þýfi sem þeir stálu frá almennum hluthöfum og innistæðueigendum bankanna.
Og þið kjósið til valda aftur og aftur þá ónytjunga sem styðja þessa spillingu!
Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 14:37
Útvarp Saga kl. 16 í dag. Sverrir Stormsker með áhugaverðan þátt um mótmælendur og fleira
13.1.2009 | 22:36
Berið Steingrím J og stjórnarandstöðuna úr Alþingshúsinu
Það vantaði í ræðu Róberts Wade þá tillögu að stjórnarandstaðan hætti að róa á galeiðunni undir svipuhöggum ríkisstjórnar sem Róbert segir muni sigla þjóðarskútunni í strand á næstu vikum.
Stjórnarandstaðan hefur engin völd. Ekkert er hlustað á hana á þinginu. Hún áorkar engu. Engin verðmæti munu tapast yfirgefi stjórnarandstaðan sæti sín á Alþingi. Hinsvegar myndu þannig sparast milljónir króna í launagreiðslur frá þjóðinni til ónýtra vindhana og kommalúðra.
Yfirgefi stjórnarandstaðan þingið yrði það heimsfrétt. Erfitt fyrir ríkisstjórn að sitja áfram á slíku þingi því þing án stjórnarandstöðu myndi á augabragði afhjúpa séríslenska ráðherraræðið sem einhverskonar einræðistilburði í augum heimsins. Stjórnvöld myndu endanlega missa alla tiltrú og hitna svo undir ráðherrastólum að ekki yrði í þeim vært stundinni lengur.
Þessi aðgerð myndi einnig afhjúpa hvort stjórnarandstaðan er eitthvað betri. Hvort þeir sem þarna sitja fyrir Vinstri Græna eða aðra flokka eru þar af hugsjón eða sem áskrifendur að þægilegu launaumslagi.
Verði stjórnarandstaðan ekki við tilmælum mótmælenda að yfirgefa samkvæmið í Alþingishúsinu gætu beinar aðgerðir beinst að því að bera Steingrím J. úr Alþingishúsinu. Mótmælendur eru búnir að þaulæfa slíkar aðgerðir á "Lokuðum borgarafundi" og munar ekkert um að bera út annan jólasvein.
4.1.2009 | Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna
8.1.2009 | Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.1.2009 | 01:42
Sjálfstæðismenn óttast að verða bornir út af "Lokuðum-borgarafundi"
Auðvitað mæta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki á "Lokaðan-borgarafund" Gunnars leikstjóra því þar hefur skapast hefð fyrir því að bera út lýðræðissinna, jólasveina og aðra sem kommum þykja kynlegir kvistir.
Hólmdís Hjartardóttir skrifar á bloggið: "Það hrópaði á mann að sjálfstæðisflokkurinn einn flokka skyldi hunsa þennan góða fund. Sá flokkur telur sig sennilega ekki eiga neitt vanrætt við skrílinn"
Sjálfstæðisflokkurinn var byggður upp á kjörorðunum "Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér". Með þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta að leiðarljósi komst flokkurinn til valda og verið lengur við völd en nokkur annar.
Sovét-fasistarnir sem stóðu fyrir fundinum í Háskólabíó í kvöld skilji hinsvegar ekki slíkar dyggðir. Þeir eru flínkir leikstjórar sem blekkja þjóðina með pólitískum leiksýningum í Iðnó, Háskólabíó og diskótekinu Nasa þar sem þeir trylla upp skrílsdansinn um kommúníska drauma Steingríms J. og troða um leið lýðræðinu og tjáningarfrelsinu í ræsið.
Auðvitað geta kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ekki tekið alvarlega slíka fundi sem haldnir eru undir vernd fleiri tuga vöðvafjalla eða öryggisvarða sem hafa það eitt hlutverk á fundunum að bera út lýðræðissinna sem þangað vilja koma.
Á meðan aðstandendur Opins borgarafundar og Radda (Harðar Torfasonar) fólksins vinna eftir slíkum sovésk-fasískum uppskriftum við skipulagningu og framkvæmd fundanna sem raun ber vitni, eru þetta og verða marklausar kommasamkomur sem munu á endanum sundra okkur í stað þess að sameina þjóðina um nýtt lýðveldi eins og kommaritið NEI galar um á netinu.
Ég vona að aðstandendur þessara funda standi við eitthvað af því sem þeir hafa sagt í sjónvarpi í stað þess að hafa þjóðina áfram að ginningarfíflum. Skora á ykkur að lesa þetta: Opið bréf til Harðar Torfasonar
Nokkrar greinar um þetta mál:
10.1.2009 | Áhugaverður útvarpsþáttur um Opinn borgarafund og jólasveininn
4.12.2008 | Borinn út af borgarafundi. Þjóðin blekkt með leikstýringu.
3.1.2009 | Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
Fullur salur í Háskólabíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)