Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bréf til Egils Helgasonar RÚV

Ósk um stuðning við framboð mitt til Stjórnlagaþings

Sæll Egill,

Á bloggsíðu þinni þann 6 október lýstir þú yfir stuðningi við framboð nokkurra einstaklinga til Stjórnlagaþings.

Ég tek eftir því að þú „gleymdir“ að nefna mig í þessu sambandi. Þessvegna fer ég nú fram á stuðningsyfirlýsingu frá þér við mitt framboð til Stjórnlagaþings. Nánari upplýsingar um framboðið er að finna á vefsíðunni: www.austurvollur.is/thor

Viljir þú ekki lýsa yfir stuðningi við framboð mitt til Stjórnlagaþings hljóta að vakna spurningar um óhlutdrægni þína og hvort þú getir þá áfram stjórnað umræðuþætti um stjórnmál á RÚV.

silfuregilsgunnarSem frambjóðandi til Stjórnlagaþings, get ég ekki sætt mig við að þú dragir taum einstakra framboða á kostnað annarra eins og gerðist í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Þá hampaðir þú Borgarahreyfingunni ítrekað í Silfri Egils á meðan Lýðræðishreyfingunni var algerlega úthýst úr þættinum.Með þessu háttarlagi hafðir þú bein áhrif á úrslit kosninganna með ólögmætum hætti.

Vonast til að þú ráðir hið snarast bót á þessu og að ég heyri frá þér um hæl,

Með kveðju
Ástþór Magnússon


Vantar eitthvað í þetta fólk?

Um leið og ég óska kvennaliði Gerplu til hamingju með ríkisstyrkinn spyr ég hvort það vanti eitthvað í hausinn á fólkinu sem situr ríkisstjórnarfundi.

Nú er ég ekki að fárast yfir litlum styrk til handa góðu íþróttafélagi, en að sem vantar hér er styrkur til sveltandi Íslendinga sem bíða vikulega úti í kuldanum í fjórar klukkustundir eftir matarúthlutun.

fjolskylduhjalpin-bidrod_1038202.jpgHjálparstofnanir úthlutuðu mat til handa 1200 fjölskyldum þessa viku. Það myndi aðeins kosta ríkissjóð 7 milljónir á mánuði eða 90 milljónir af fjárlögum þessa árs að leggja af þessar dapurlegu biðraðir eftir matarúthlutun til þeirra sem eru við hungurmörk á Íslandi, og úthluta matar-kreditkortum til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

thrainn_bertelsson_5_prosent.jpgEkkert mál er að finna þessa peninga í fjárlögum. Fyrsti liðurinn sem má skera í burt eru listamannalaun til Þráins Bertelssonar alþingismanns, hann hefur ekkert við tvöföld laun að gera. Síðan má hætta við hátíðarhöld vegna tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar forseta, og taka þær 30 milljónir til matarkaupa til handa sveltandi Íslendingum.  Þetta eru aðeins tvö dæmi um óþarfa bruðl í fjárlögum. Ég treysti mér til að skera fjárlögin niður um fleiri hundruð milljónir án þess að það kæmi með nokkrum hætti niður á nauðsynlegri þjónustu við almenning.

Það er engin þörf á að nokkur maður á Íslandi sé við hungurmörk. 


mbl.is Gerpla fær 3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚTRÝMA þessari þróun STRAX! Þjóðnýta fyrirtæki og eignir útrásarvíkinga.

borngotunniÞað má leysa úr þessu með einfaldri og fljótlegri aðgerð stjórnvalda eins og bent er á í þessum pistli: Gengur ekki!!!

Ísland er ekki ENNÞÁ á slíkri vonarvöl að þúsundir manns frá 1100 heimilum þurfi að standa úti í kuldanum klukkutímum saman bíðandi eftir matarúthlutun.

Þetta er spurning um forgangsröðun. Takið alla lausa peninga ráðuneyta og ríkisins sem ráðgert er að eyða í ýmis gæluverkefni og notið til að hjálpa þessu fólki. 

FinnurOlafurRífið fyrirtæki og eignir af útrásarskúrkunum, fyrirtæki eins og Samskip, Frumherja, fyrirtæki Jóns Ásgeirs & Co, Iceland Express og annað slíkt drasl sem hefur verið fjármagnað með stolnum peningum frá þjóðinni. Þjóðnýtið með lögum frá Alþingi og notið hagnaðinn til að hjálpa þeim sem eru verst staddir.

Hungursneyð er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við á Íslandi!

Styðjið framboð mitt á Stjórnlagaþing svo ég geti tekið þar til hendinni með nýrri hugmyndafræði sem varpar flokksklíkunum á dyr.

Sjá meira um ofagreint mál í fyrri færslum:

Öfgaeyjan í djöflahöndum
Gengur ekki!!


mbl.is 1.100 heimili fengu aðstoð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgaeyjan í djöflahöndum

borngotunniFriðrik Þór kvikmyndastjóri virðist hafa hitt naglann á höfuðið í nafngift á einni mynd sinna, því Djöflaeyjan virðist réttnefni á Ísland í dag.

Sjáið stuttmyndina hér fyrir neðan frá Bót samtökum gegn fátækt. Hvernig er hægt að láta glæpahyski ganga laust með tugi eða hundruð milljarða af stolnum peningum frá þjóðinni og láta hungursneyð þróast í "besta landi í heimi"?  HVERSVEGNA GERA ALÞINGISMENN EKKERT Í ÞESSU?

Fyrir hvern er Ísland annars besta landið? Ólaf Ólafsson í Samskip, Finn Ingólfsson framsóknarýtu, Jón Ásgeir og félaga? Hversvegna eru þessir menn ekki í fangelsi? Hversvegna kýs þjóðin ítrekað yfir sig flokka sem eru handbendi þessara manna?

Það er komið nóg. Nú þarf að moka út flokksklíkunum af Alþingi og koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði. Alvöru stjórnkerfi sem vinnur fyrir fólkið í landinu.  Ég vil nota tækifærið á Stjórnlagaþingi til að koma á þessum breytingum og kynni mitt framboð á www.austurvollur.is/thor


mbl.is Innleystu kauprétt fyrir 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur ekki!!!

borngotunniÚtilokað er að sætta þjóðina við að hundruð fjölskyldna bíði úti í kuldanum eftir matarúthlutun. Slíkt er bara ekki ÍSLENSKT og þarf að uppræta án tafar. "Dæmi eru um að fólk hafi beinlínis veikst þegar það hefur beðið lengi í röðinni" segir formaður Mæðrastyrksnefndar í viðtali á visir.is og að síðasta miðvikudag hafi komið þangað 550 fjölskyldur!

Síðastliðinn mánuð hef ég dvalið í Buenos Aires í Argentínu þar sem ég horfði uppá bæði börn og fullorðna í þúsunda vís sofa á götunni. Vandamálið hefur margfaldast eftir nýlegt gjaldþrot ríkisins. Börn á götunni leiðast oft útí eyturlyf og vændi. Ætlum við Íslendingar að þróast í slíkt samfélag?

Karl Pétur Jónsson skrifar áhugaverðan pistil á Pressuna þar sem hann leggur til nýtt fyrirkomulag á neyðaraðstoð. Með sérstökum kreditkortum sem gilda einungis til kaupa á matvælum. Þetta er bráðsnjöll hugmynd til að brúa bilið þar til hægt er að sópa út spillingargrísunum af Alþingi og koma hér á alvöru velferðarstjórn.

Á Stjórnlagaþingi er tækifæri til að moka út gamla flokkadraslinu sem hefur áratugum saman mokað undir útvalda flokksgæðinga á kostnað almennings: Sjá nánar framboð til stjórnlagaþings

 


Hættuleg þróun

Íslenskt samfélag er komið á hálan ís þegar læknar og annað menntað fólk streymir til útlanda í atvinnuleit.

Slíkt gæti leitt til að við þyrftum að flytja inn slíka starfskrafta erlendis frá með ærnum tilkostnaði. Eða leita til þriðja heimsins til að fylla störfin. Verður það kannski þannig ef maður skyldi nú einhverntíman lenda á sjúkrahúsi á Íslandi að starfsfólkið gæti ekki talað við mann á Íslensku?

FinnurOlafurVið erum komin í þessa stöðu eftir að þjóðin valdi spillingargrísi inná Alþingi sem samtvinnuðu stjórnmálin við eigin hagsmunapot og hagsmuni flokkseigendafélaga sem fóru síðan rænandi og ruplandi um fjármálamarkaði landsins.

Nú þarf að taka á þessu á Stjórnlagaþingi. Setja þarf nýja stjórnarskrá þar sem spillingargrenum flokkanna er hent út í hafsauga. Beint og milliliðalaust lýðræði úthýsir svona spillingu.

Sjá nánar framboð til stjórnlagaþings


mbl.is Læknarnir leita til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur sker sig úr - Verkin tala

Ögmundur Jónasson sker sig úr. Hann er óhræddur að mæta sinni þjóð og ræða málin hvort sem hann er ráðherra, þingmaður eða óbreyttur borgari.

Ég minnist þess þegar Ögmundur mætti á fundi hjá Friði 2000 til að leggja okkur lið og fór síðan með mér í Utanríkisráðuneytið til að greiða fyrir því að Friður2000 kæmist til Írak með jólagjafir og hjálpargögn. Fæstir aðrir þingmenn þorðu að leggja okkur lið. En Ögmundur mætti! Hann sá aumur á börnunum í Írak.

Við höfum aldrei verið flokksbræður við Ögmundur en ég ber mikla virðingu fyrir honum. Verkin tala.

Á stjórnlagaþingi getum við einnig látið verkin tala: www.austurvollur.is/thor

 


mbl.is Fjörugar umræður í Salnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samruni stjórnmála og viðskipta orsök spillingar

FinnurOlafurEins og ég benti á í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 var Íslandi stjórnað af huldumönnum sem vildu hagnast á að ræna þjóðina.  Fjölmiðlar skúrkanna kölluðu mig öllum illum nöfnum og drógu mannorð mitt í ræsið til að þjóðin tryði ekki staðreyndunum sem ég benti á.

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurFyrir alþingiskosningar 2009 benti ég á nauðsyn þess að handtaka þá klíku manna sem stóð fyrir bankasvindlinu. Setja á þá sérstök efnahagsleg hryðjuverkalög á Alþingi til að stöðva starfsemi þeirra um allan heim. Aðeins þannig yrði hægt að endurheimta stolnu peningana. 

Nú er aftur tækifæri að taka á þessum málum af alvöru ef þjóðin óskar þess. Stjórnlagaþing veitir möguleika til að koma hugmyndum mínum um beint og milliliðalaust lýðræði, nýja stjórnskipan og virkja Bessastaði til að moka hér út landlægri spillingu og mútuþægum stjórnmálamönnum.

Kynntu þér framboð mitt til stjórnlagaþings á www.austurvollur.is/thor

 


mbl.is Farið að lengja eftir ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing og spillingin

Nýju fötin keisaransÉg vil á Stjórnlagaþing til að fyrirbyggja áframhaldandi spillingu á Íslandi. 

Í forsetakosningum árið 1996 talaði ég um heim græðgi, valdapots, svika og pretta, og sagði Ísland í heljargreipum hluldumanna sem væru að arðræna þjóðina.  Úthrópaður og útmálaður í fjölmiðlum grósseranna fyrir þessi ummæli mín. Nú stendur keisarinn eftir alsber því komið hefur í ljós að þetta var alltsaman nákvæmlega eins og ég sagði!

Stórnlagaþing gæti skapað tækifæri að kynna betur og vinna úr hugmyndum mínum um beint og milliliðalaust lýðræði, endurskipulagningu stjórnsýslu og forsetaembættis.  Hugmyndir mínar úthýsa landlægri spillingu á Íslandi.

Nánar hér: http://austurvollur.is/thor

 

 


mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisþorsti

Það er kominn lýðræðisþorsti í Íslendinga. Beint og milliliðalaust lýðræði verður eðlilegt framhald af þessari þróun. Kíktu á www.austurvollur.is á hugmyndabankann fyrir Stjórnlagaþing.
mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband