Neita að mæta í yfirheyrslu hjá lögreglunni - Get ekki tekið Lögreglustjórann í Reykjavík alvarlega!

Sorpritstjórinn sem lúffaðiFyrir 3 mánuðum hringdi til mín lögreglumaður frá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík og vildi fá mig til skýrslutöku vegna kæru frá DV vegna vefsíðunnar www.sorprit.com sem þá grunar að ég standi fyrir.

Nú standa mál þannig að ég hef ítrekað sent þessu embætti kærur vegna ærumeiðinga DV í minn garð. Þeir vísa mínum kærum alltaf frá og veita DV ritsóðunum áframhaldandi skotleyfi á mína persónu og mannorð.

Ég hef misst tölu á þeim fjölda lygasagna og rógburðar sem DV, þetta myrkasta ræsi Íslenskrar fjölmiðlunar, hefur birt um mína persónu. Það skiptir tugum innslaga. Þá stóð DV fyrir vefnum malefnin.com og þar birtust þúsundir ærumeiðinga um mína persónu yfirleitt étið með tilheyrandi slori uppúr sorpritinu.

HreinnJonAsgeirÞar sem jafnræðis gætir ekki hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík get ég ekki tekið þetta embætti alvarlega. Ég mun ekki mæta í yfirheyrslu vegna kæru á mig frá sérstökum vinum Lögreglustjórans á meðan mínar kærur gegn sama aðila eru settar í ruslafötuna án tilhlýðarlegrar rannsóknar. 

Óski Lögreglustjórinn að fá mig í þessa yfirheyrslu þarf að flytja mig þangað nauðugan. Ég hef í dag tilkynnt lögmanni Lögreglustjórans í Reykjavík um þessa ákvörðun mína. Jafnframt upplýst um komu mína til Keflavíkurflugvallar. Embættið er nú að íhuga hvort ég verð handtekinn við komu til landsins og færður til yfirheyrslu um vefsíðuna sorprit.com og meintar ærumeiðingar í garð DV. sorprit

Áhugaverð síða: www.sorprit.com


Útilokað að höfuðstöðvar S.Þ. séu í hryðjuverkaríki

Tími er kominn á að leiðtogar Íslands og annarra lýðræðisríkja krefjist þess að höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna verði fluttar frá því morðóða hryðjuverkaríki bandaríkjunum.

Wikileaks uppljóstranir hafa til viðbótar ýmsum öðrum upplýsingum síðustu ára afhjúpað ríki undir stjórn brjálæðinga í ameríku. 

Snarklikkað fólk starfar einnig á flugvöllum bandaríkjanna. Fjöldi fólks hefur lent í klónum á þessu liði við komu til landsins. Gestir sem hafa þurft að sækja fundi eða ráðstefnur hjá S.Þ. hafa verið lítisvirtir m.a. sendiherra Indlands:


mbl.is Var gestur Birgittu í sendiráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VISA og MASTERCARD svíkja lit

Visa og Mastercard eiga að halda sér á sínu sviði, greiðslumiðlun. Misnotkun þeirra á greiðslukerfinu til að verja alþjóðlega spillingu bandarískra pólitíkusa réttlætir aðgerðirnar gegn þeim.

Nú þurfum við nýtt greiðslukortakerfi. Nýtt hlutlaust kerfi sem ekki tengist trúðunum í Washington!


mbl.is Tölvuþrjótar herja á vef Visa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband