Grefur auglýsingasjónvarpið Skjár1 undan lýðræðinu?

Nokkur umræða hefur verið um auglýsingamarkað ljósvakamiðla. Skjár1 sagðist vera almennt sjónvarp er höfði til allra landsmanna og efndu til undirskriftarsöfnunar til að fá RÚV út af auglýsingamarkaði.

Sölvi Skjár1Það kom því mjög á óvart þegar ég í dag ræddi við Sölva Tryggvason og aðstoðarkonu hans um hversvegna Lýðræðishreyfingin var sniðgengin í umræðuþætti þeirra um síðustu helgi, en þar var rætt við helstu stjórnmálaöfl landsins og tveimur nýjum stjórnmálahreyfingum gefin tækifæri að kynna sín stefnumál.

Sölvi svaraði því til að Skjár1 væri auglýsingasjónvarp og þessvegna bæru þeir engar skyldur í þessu sambandi, þeim væri frjálst að taka til umfjöllunar hvert það stjórnmálaafl sem þeim þóknast án tillits til annarra. 

Þetta er auðvitað algerlega á skjön við útvarpslögin, sem einnig gildir fyrir sjónvarp, en þar segir:  "skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum."

Þegar ég benti Sölva á þessa grein útvarpslaga hafði hann á orði að við kæmust ekkert í þátt hjá sér með slíkri frekju, hann réði því hvaða menn og málefni yrði fjallað um.

Eiga fjölmiðlar sem þessir rétt á sér í lýðræðisþjóðfélagi eða er slík geðþótta umfjöllun einstakra fjölmiðlamanna til þess fallin að blekkja þjóðarsálina og grafa undan lýðræðinu í aðdraganda kosninga?

Sjá nánar um Lýðræðishreyfinguna á www.lydveldi.is

Tilnefna frambjóðendur á www.austurvollur.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband