Kosningasvindl í íslensku alræði - Ekki búið að ákveða kosningar!

Dictator parliamentSamkvæmt upplýsingum Harðar H Bjarnasonar sendiherra í utanríkisþjónustunni sem sér um að tilkynna kosningar til eftirlitsaðila, getur hann ekki tilkynnt ÖSE Öryggis og samvinnustofnun Evrópu um væntanlegar kosningar á Íslandi þar sem ekki er búið að ákveða þær!

Hörður segir að Alþingi þurfi að ákveða og senda honum hvort halda eigi kosningar áður en hann getur tilkynnt þær til eftirlitsstofnunar ÖSE (OSCE) sem þá síðan geti sett sig niður við að ákveða hvort sendir verði hingað eftirlitsmenn. Hörður virðist ganga um notarlegar stofur utanríkisráðuneytisins í einhverri sendiherravímu með sitt feita launaumslag frá ríkiskassanum í rassvasanum og segist ekki vita til þess að hingað hafi verið sendir fulltrúar í kosningaeftirlit. 

FjölmiðlasvínKOSNINGAEFTIRLIT Í RÍKISÚTVARPIÐ STRAX! Kosningabaráttan er hafin á RÚV og í Ríkisútvarpinu. Þangað þarf að senda eftirlitsmenn ÖSE án tafar.  Við þurfum ekki endurtekningu á sovésku forsetakosningunum sem fram fóru hér árið 2004.

Við eigum að hætta að henda steinum úr glerhúsum á aðrar þjóðir eins og Rússa fyrir þeirra misbresti í lýðræðislegum kosningum vegna mismununar í fjölmiðlun í aðdraganda kosninga, því málið er enn ýktara og verra í svínslegu alræði Páls Magnússonar á RÚV. Í boði vinstri grísanna á RÚV er Íslenskt kosningasvindl nú hafið!

2.2.2009   TAFARLAUST INNGRIP RÁÐHERRA KRAFIST! Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði? ÍTREKUN KÆRU TIL ÚTVARPSRÉTTARNEFNDAR OG OSCE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hörður virðist ganga um notarlegar stofur utanríkisráðuneytisins í einhverri sendiherravímu með sitt feita launaumslag frá ríkiskassanum í rassvasanum..."

Það liggur nokkurn veginn ljóst fyrir að ekki er verið að tala um þennan ágætis embættismann með neinni virðingu.  Hvernig væri að tala af aðeins meiri háttvísi?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:54

2 identicon

Ef þú vilt að Ástþór tali af meiri virðingu og/eða háttvísi þá þarftu að gefa þér þær forsendur að hann búi yfir slíkri getu og kunnáttu. En því miður hefur hann aldrei sýnt fram á þá getu.

Eddi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það er ekki hægt að bera virðingu fyrir spillingu, alveg sama hvaðan hún er runninn, hvort hún er vinstri-græn, samfylking, sjálfstæðis, framsókn eða önnur fagurgala nöfn sem menn vilja gefa þeirri nauðgun á lýðræðinu sem á sér stað hér.

Ástþór Magnússon Wium, 3.2.2009 kl. 14:47

4 identicon

Stendur ekki einhversstaðar í hinni helgu bók að Guð elskar syndarann en hatar syndina? 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:20

5 identicon

Og þá gefur þú þér að venjulegur starfsmaður sem á að sjá m.a. um að tilkynna kostningar til ÖSE sé spilltur og yfirborgaður með mútum.

Þú ert veikari en þjóðin heldur Ástþór.

Nonnarinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband