Áhugaverður útvarpsþáttur um Opinn borgarafund og jólasveininn

Hér er linkur á viðtal þar sem ýmislegt áhugavert kemur fram varðandi Opinn borgarafund og aðkoma jólasveinsins. Þátturinn heitir Harmageddon á X977. Viðtalið byrjar fimmtán mínútur inní þáttinn, hægt að spóla áfram þangað.

Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hérna Ástþór, stutt spurning í framhaldi af ágætu viðtali.

1.  Voru ekki tveir öryggisverðir sem vísuðu þér út, en ekki 6?  Samkvæmt mínu minni og ljósmyndum og myndbrotum frá Rúv og fleirum voru það bara tveir sem leiddu þig út.  Sást mér yfir 4 einhversstaðar?

2.  Þú hefur kallað öryggisverðina kommúnista, semsé fullyrt eitthvað um þá sem persónur.  Getur þú fært sönnur fyrir því og getur þú vinsamlegast birt þær fyrir okkur sem virkilega langar að fræðast hver segir satt og rétt frá?

3.  Ég sat eins og ég hef áður sagt, við neyðarútgang þar sem öryggisverðir voru, og ég sá ekki betur en þeir færu af stað þegar þú slóst stafnum niður og kallaðir yfir fundinn og greipst frammí fyrir konu sem var að bera upp sína spurningu.  Ég sá fundarstjóra aldrei gefa þeim bendingar og er þetta ekki spurning um að leiðrétta hlutina og hafa þá sanna og rétta og jafnvel ef þú hefur gert öryggisvörðunum, sem ég veit eftir að hafa spurst fyrir, séu sjálfboðaliðar sem gefa vinnu sína og eru óháðir og ótengdir borgarafundinum.

Kæri Ástþór, af hverju kýstu að svara sumum en ekki öðrum?  Þú segir Gunnar gungu að þora ekki að svara þér eða mæta þér í útvarpsþætti.  En samt velur þú að svara mér ekki.  Er það ekki það sama af þinni hálfu kæri Ástþór?

En að spurningunum slepptum, þá væri gaman að heyra meira af þínum hugmyndum um virkjun á Bessastöðum í þágu friðar svo maður gefi þér nú smá kredit fyrir eina af betri hugmyndum samtímamanna okkar :-)

Virðingarfyllst,

Björgvin Bjarnason

Björgvin Bjarnason (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 07:43

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Björgvin, ég kannast ekki við lýsingu þína af atburðinum. Ég hef lýst honum í því sem ég hef skrifað og í útvarpsþættinum.

Ég er að reyna að svara sem flestum, en sumt eru endirtekningar á því sem ég hef svarað. Ég hef fengið einhver hundruð af fyrirspurnum undanfarin sólarhring enda þetta orðin ein heitasta umræðan og því mörgum að svara.

Hugmyndirnar um að virkja Bessastaði er að finna á þessari vefsíðu og linkum þar: http://forsetakosningar.is

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 15:06

3 identicon

Hér skrifa kommarnir um fundinn sem þú reyndir að skemma með egóisma þínum (sjáið mig krakkar ég er jólasveinn, viðurkennið mig! Viðurkennið mig)

http://this.is/nei/?p=2245

ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ari, takk fyrir athugasemdina, ég skrifaði grein um hana hér:

Ástþór varð þungamiðja umfjöllunarinnar í fréttum.

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband