Uppskrift að friðsömum mótmælum

Nýju fötin keisaransStærsti hluti þjóðarinnar sættir sig ekki við ástandið sem skapast hefur í kjölfar bankahrunsins og flestir verða fyrir búsifjum. Fólkið vill sjá valdhafa axla sína ábyrgð sem auðvitað gerist ekki nema með bæði alþingis- og forsetakosningum. Allt annað er og verður froðusnakk sem ekki mettar þjóðina.

Þaulseta stjórnarherrana eftir að hafa gert í buxurnar er sem olía á ófriðarbál sem á sér varla fordæmi á Íslandi. Stífbónaðar nýársræður slökkva ekki eldana. Þegar þúsundir atvinnuleysingja bætast í þann hóp sem geta ekki séð fjölskyldum sínum farborða, er hætt við að fjölskyldan leysist upp á mörgum bæjum, og hundruð ef ekki þúsundir vonleysingja ráfi götur Reykjavíkur með herta sultaról. Fólk í slíku ástandi getur hæglega orðið auðveld bráð klappstýrum ofbeldismótmæla.

Mótmælendur ögra lögregluÍslendingar er seinteknir til mótmæla. Íslendingar hafa jafnan úthrópað jafnvel friðsömustu mótmælendur hérlendis sem þorpsfífl og vitleysinga. Ég fékk þann skammt óþveginn eftir að nota óhefðbundnar aðferðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar reynt var að koma mér í 16 ára fangelsi fyrir þær sakir að mótmæla stuðningi Íslands við innrás Bush í Írak.

Naktir mótmælendurEn mótmæli byggjast ávallt á óhefðbundnum aðferðum. Þau þurfa að valda einverri truflun til að skila árangri. Hið minnsta sjóntruflun og stinga í stúf við umhverfið. Mótmæli snúast um að ná athygli fjölmiðla nægjanlega oft og lengi til að umfjöllun skapist um málefnið. Fjölmiðlar, sérstaklega ritskoðaðir fjölmiðlar eins og við höfum átt að venjast á Íslandi, hleypa ekki í loftið þeim sem ekki eru eigendum þóknanlegir nema búin sé til frétt dagsins.

Ég notaði jólasveinabúning til myndrænna mótmæla í Héraðsdómi 19.12.2002 þegar koma átti mér í 16 ára fangelsi fyrir andóf gegn stríðsbröltinu í Írak. Ákæran var tekin fyrir í vikunni fyrir jól, ári eftir að utanríkisráðuneytið stöðvaði með lögregluvaldi á Keflavíkurflugvelli flugvél sem komin var í flugtaksstöðu og átti að færa frá Friði 2000 jólagjafir, lyf og matvæli til stríðshrjáðra barna í Írak. Sakirnar á mig voru fjarstæðukenndur tilbúningur, brot á tjáningarfrelsi og réttarfarsreglum. Tilgangur minn með að mæta í búningi jólasveinsins og setja málsgögn sem ég fékk afhent af dómaranum í jólasveinapoka, var að sýna lítisvirðingu þeim stjórnvöldum og dómara sem létu hafa sig í að misnota dómskerfið. Segja á myndrænan hátt að ég tæki hvorki mark á froðuruglinu þeirra fyrir réttinum né fjarstæðukenndri ákærunni. 

Málið gegn mér í Héraðsdómi var aftur tekið fyrir 15.04.2003. Þetta bar nákvæmlega uppá þann dag sem loftárásir hófust á Írak.  Fjögur þúsund manns, óbreyttir borgarar börn og gamalmenni hlutu blóðugan dauðdaga þennan dag í Írak með flugskeytum sem þau fengu send að himnum ofan með stuðningi Íslendinga. Mér ofbauð svo, að á síðustu stundu áður en ég mætti í réttinn, skipti ég í hvíta skyrtu og ataði hana tómatsósu. Þannig mætti ég fyrir dómarann og ákæruvaldið. Þannig sýndi ég þeim mína lítisvirðingu á stuðningi Íslendinga við morðóðan Bush bandaríkjaforseta. Ég yfirgaf síðan réttinn með því að skella á eftir mér hurðinni og sagðist ekki mæta aftur í þann skrípaleik sem þarna færi fram. Ég stóð við þau orð og mætti aldrei aftur í réttarhaldið.

FjölmiðlasvínEins og ég hef mátt reyna, í þeim óvenjulega skrípaleik ritskoðaðra fjölmiðla og snobbaðra fréttamanna sem hér hefur viðgengist, getur tekið tíma að fá boðskapinn í gegn. Hann kemst sjaldnast óbrenglaður til skila.

Hinsvegar finnst engin lausn í mótmælum byggðum á ofbeldi. Það er bál sem erfitt yrði að slökkva og Ísland má alls ekki þróast í þá átt. Við getum horft til Ísrael þar sem nútíma hryðjuverk hófust. Þótt ofbeldisfull mótmæli og hryðjuverk hafi þar komið einhverjum til valda á síðustu öld, fékk sú nýja þjóð um leið ofbeldið í vöggugjöf. Hvar sem ofbeldi hefur verið notað í andófi, hefur það leitt til meira ofbeldis. Sama myndi gerast hér. Ef knúinn yrði fram árangur með ofbeldi, mun það leiða af sér enn meira ofbeldi. Ofbeldisaldan gæti varað tugi eða hundruð ára og eitrað öll samskipti okkar og lífsmynstur. Við viljum ekki slíkt þjóðfélag.

Hversvegna mæta mótmælendur ekki með skyrið eða tómatsósubrúsana í mótmælin frekar en með hnífa og múrsteina? Mun áhrifameira fyrir myndavélarnar og slasar engan þótt hann fái gusuna yfir sig. Mesta lagi kostar gott bað og fatahreinsun.

Gandhi og saltiðBorgaraleg óhlýðni er önnur útfærsla mótmæla. Það að gera ekki eitthvað sem "kerfið" ætlast til getur verið áhrifaríkt. Einnig að gera eitthvað sem er "bannað" en með friðsömum hætti.

Frægasti mótmælandinn, Gandhi, í saltgöngunni frægu, truflaði bæði umferð og þjóðlíf og hóf að vinna salt í trássi við lög sem bönnuðu almenningi slíkt. Ekki ólíkt kvótamáli Íslendinga.

Hér á Íslandi mætti útfæra þetta með þvi að mótmælendur fengju lánaða báta, eða bara tækju ónotaða báta tímabundnu eignarnámi, og færu að fiska án kvóta. Leyfðu síðan lögreglu að handtaka sig við löndum sem hluta af friðsömum mótmælum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Gott nýtt ár og megi friður vera með okkur öllum á nýja árinu.

Mikið rétt , það er erfitt er að mótmæla á einhvern "réttan " hátt.  En undir öllum mótmælum kraumar "réttlát" reidi. Reidi sem er undirrót mótmælanna.

Mótmæli sem þú stundadir í Héradsdómi eru í bland grafalvarleg og sprenghlægileg. þú ert svolítid framúrstefnulegur í mótmælunum og svona afgerandi framkvæmdir eins og þú gerir í mótmælaskyni eru til þess fallnar ad margir álíta þig klikk - sem er alveg hid besta mál- nema þegar sóst er eftir embætti forsetans. Ég hugsa ad meginþorri Íslendinga vilji helst hafa fridsaman forseta. Ekki spurnig. En ég held einhvernveginn ad fáir vilji einhverjar uppákomur og mótmæli frá forsetaembættinu.  Ég held barasta ad ég mundi missa andlitid ef forsetinn færi ad mæta á fundi í "blódugum " skyrtum og í jólasveinabúningi í mótmælaskyni vid adgerdir úti í heimi.  Vid vitum ad veröldin er öll ötud blódi í augnablikinu og lokum því midur augunum fyrir því- flest okkar. því midur!!  Enda spurning - hvad get ég gert til ad hjálpa ödrum?  Mótmæla útötud tómatsósu??  Varla skilar þad miklu  fyrir heimsfridinn!  Íslendingar hafa hingad til átt erfitt með ad láta eftir sér ad mótmæla og eru eiginlega byrjendur á þessu svidi. Margir muna samt eftir konu sem hrópadi "Ísland úr Nató -herinn burt" og sumir muna jafnvel hvar þessi góda kona starfadi í mörg ár! 

Einhvernvegin finnst mér ófridurinn í heiminum bara ágerast og vandamálin velta sér í hringi ár eftir ár.....

Birna Guðmundsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Birna, þú ert þarna að blanda saman tveimur ólíkum stöðum. Ég var þarna í hlutverki forstöðumanns friðarhreyfingar, ekki sem forseti Íslands. Þú gætir á sama hátt sagt að það væri ekki við hæfi að forseti Íslands segði forsætisráðherra með "skítlegt eðli" enda gerði sá sem nú situr á Bessastöðum það í allt annarri stöðu en hann er nú.

Þótt þú skiljir það kannski ekki Birna, þá skiluðu mótmælin mín árangri. Þau vöktu athygli víða um heim. Hingað til lands, til ráðuneyta flugfélaga og annarra stofnana bárust yfir 10,000 mótmælabréf frá þingmönnum, forráðamönnum félagasamtaka t.d. Amnesty félögum erlendis, fræðimönnum og fleiri.

Niðurstaðan var þessi: Íslenskir ráðamenn hættu við þau áform sína að leggja til flugvélar í flutninga á vopnum og hermönnum til stríðsins í Írak. 

Ástþór Magnússon Wium, 2.1.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Ástþór, vissulega eru hlutverkin sem vid erum í  á lífsleidinni ólík- margt sagt í hita leiksins !  Forsetinn er jú hinn fridsamasti madur - þó ekki hafi ég mikla trú á ad hann í edli sínu sé mikid annad en sá sem lét út úr sér hin" frómu" ord.  Kannski finnst mér þú eiga ad vera smá mildari í ordavali- rottur og svín eru mjög gáfadar skepnur og eiga ekki ad notast á á svona neikvædan hátt:)  Annars er hátíd grísanna í Íslensku þjódfélagi ad ljúka -þó fyrr hefdi verid!

Ég veit vel ad mótmæli þín vöktu heimsathygli - skildi reyndar aldrei af hverju flugvélin var stoppud full af gladningi til fátækra og þurfandi. Fannst þad eitt útaf fyrir sig ljót adgerd - sem bitnadi mest á börnum.  Fannst adgerdin mest vera til ad gera þig tortryggilegan í augum almennings.  En nú er árid2009 komid og kannski  færir þad okkur trú -von - kærleika og frid. 

Birna Guðmundsdóttir, 2.1.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Birna, ég held þú hafir hitt naglann á höfuðið með því að margar aðgerðir gegn mér hafa verið gerðar til að eyðileggja trúverðugleika málstaðsins.

Menn hér hræddust það að einhver sem stóð utan kerfisins vildi koma inn með þau yfirlýstu markmið um að hreinsa til og uppræta spillinguna eins og ég lýsti yfir við framboð mitt árið 1996.

Þá veit ég til þess að Utanríkisráðuneytið fékk ádeilur og var beitt þrýstingi vegna fyrri ferðar minnar til Írak, þegar Íslenski jólasveinninn (Kristján Árnason) steig úr flugvél Friðar 2000 orðunum: "Hættið að drepa börnin mín" Þetta varð um leið frétt um alla heimsbyggðina og tafði áætlanir bandaríkjamanna um innrás í Írak um mörg ár.

Ástþór Magnússon Wium, 2.1.2009 kl. 19:18

5 identicon

Frábært!!

Beggi Dan (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband