Skrumskæling lýðræðis og þöggun

Myndin sem hér fylgir greininni sýnir í hnotskurn misnotkun fjölmiðla.

Í forsetakosningunum 2004 reyndi ég að vekja athygli á þeirri hugmynd að á Keflavíkurflugvelli risi miðstöð friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna með stórnstöð, þjálfunarbúðum og alþjóðlegum friðarháskóla ásamt þróunarmiðstöð lýðræðis, en ég spáði því (sem þá var ekki almennt vitað) að herinn færi fljótlega.

Ég hafði aflað stuðnings við hugmyndirnar á erlendum vettvangi, m.a. komu hingað til lands til að kynna þetta þjóðinni Johan Galtung höfundur handbóka S.Þ. í friðarsamningum. Einnig Dietrich Fischer prófessor í friðarmálum. umfjollunMBLkosningar2004

Þrátt fyrir hér ætti að kjósa um forseta og málið tengdist því beint, meinuðu fjölmiðlar bæði mér og erlendu fræðimönnunum um tækifæri að kynna málefnið fyrir þjóðinni.  Annar hinna virtu erlendu fræðimanna varð svo hneykslaður að hann samlíkti þöggun fjölmiðla hér við aðdraganda forsetakosninga undir einræðisherra í Júgóslavíu.

Myndin hér til hægri sýnir glöggt hvað var í gangi. Myndin er tekin stuttu fyrir forsetakosningarnar 2004. Til vinstri á myndinni eru úrklippur af umfjöllun um málefni og framboð Ólafs Ragnars Grímssonar í Morgunblaðinu. Til hægri held ég á greinarstúf um mitt framboð. Þeir birtu ekki einu sinni fréttatilkynningu mína, þeir klipptu hana ofaní það sem blaðamanni fannst henta sér.

RÚV klippti allt um hugmyndir okkar með forsetaembættið úr Kastljósviðtali við Dietrich. Fræðimönnunum var algerlega úthýst af Fréttablaðinu, DV, Stöð2 og Bylgjunni. 365 fjölmiðlarnir fjölluðu lítið um mitt framboð og hugmyndafræðina um að Virkja Bessastaði nema DV með síendurtekið ómálefnalegt skítkast og upplognar sakir á mína persónu, framboðsfélag mitt og fjáröflun.

Hið góða málefni um hvernig við gætum byggt hér upp nýjan atvinnuveg með friðarmálum komst að sjálfsögðu enganvegin til skila. Þjóðin fékk aldrei tækifæri til að mynda sér skoðun og úrslit kosninga urðu í samræmi við það - forsetakosningar að sovéskri fyrirmynd.


mbl.is Keflavíkurflugvöllur ohf. tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband