Vikapiltar teknir, mafíósarnir ganga lausir!

FinnurOlafurNú þegar yfirvöld virðast loksins seint um síðir farin að meðhöndla bankasvindlið sem sakamál með tilheyrandi lögregluaðgerðum, vekur furðu að þeir einu sem komnir eru bakvið lás og slá eru undirtyllur sjálfra mafíósanna í þessari stórtæku á heimsmælikvarða Íslensku Ponzi svikamyllu.

Oftast er það nú þannig í lífinu að limirnir dansa eftir höfðinu. Þannig er nýja Ísland farið að dansa enn einn rúlludansinn undir stjórn t.d. Ólafs Ólafssonar í Samskip sem nú stjórnar um helmingi allra flutninga til og frá landinu úr lúxusvillu sinni í Evrópu.

Hversvegna þeir hafa ekki handtekið allt settið er mér óskiljanlegt.


mbl.is Skýrslutökum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Vonandi er valdhafar bara skynsamir og gera sér grein fyrir því að undirtyllurnar munu kannski viðurkenna sök sína og þá koma upp um sviksamlega starshætti yfirmanna sinna.

Þetta er nokkuð sem FBI gerir mikið af, tekur peð sem svo vitnar gegn aðalgaurunum.

Tómas Waagfjörð, 6.5.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Hamarinn

Hvers vegna eru mafíósarnir sem eru á myndinni, ekki teknir? Hefur framsóknarhyskið enn völd bak við tjöldin?

Hamarinn, 6.5.2010 kl. 22:57

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartanlega er ég sammála þér.

Marta B Helgadóttir, 6.5.2010 kl. 23:11

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Þegar þessi mál falla um sjálf sig þá vona ég svo innilega að við pullum greece á valdhafa. Ef valdhafar bregðast okkur þá eru þeir samsekir, og eiga ekkert gott skilið.

Þetta er nokkuð sem fólk verður að átta sig á, hvoru meginn stendur það, með glæpamönnum eða á móti.

Tómas Waagfjörð, 6.5.2010 kl. 23:18

5 Smámynd: Dingli

Eftir tíðindi dagsins vaknar von um að stoðir svikanna séu að bresta.

Dingli, 6.5.2010 kl. 23:34

6 identicon

Okkur er það öllum algjörlega óskiljanlegt ... ponzi-svindlið er svo augljóst að alla "venjulega" menn væri ekki bara búið að handtaka, þeir væru fyrir löngu komnir á Hraunið með hámarksdóm a bakinu.

Það tók bara nokkrar vikur að fá þennan Maddoff-náunga i Bandaríkjunum dæmdan til lífstíðar fyrir nánast nákvæmlega sama svindlið og þeir Hreiðar, Ólafur, Pálmi, Hannes, Jón Ásgeir, Sigurður Einarsson og Björgólfsfeðgar ... og margir fleiri ... stunduðu hér.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 23:35

7 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sammála Tómasi. Þeir sem eru faglegir í að rannsaka hugsanlega glæpi, hafa vit á því að handtaka ekki þá sem eru efst í píramýdanum. Þeir yfirheyra og handtaka undirmenn, sem eru sekir um fjármálaglæpi, en bjóða þeim stundum/oft styttri refsingu (ef þeir yrðu dæmdir), ef þeir geta upplýst um refsivert athæti yfirmanna sinna eða þeirra aðila sem þeir voru að þjóna.

Litla Ísland verður að vanda sig verulega í þessu máli. Og ég held að þeir séu að vanda sig í þessu, enda er Eva Jolie ráðgjafinn þeirra. Það verður enginn handtekinn, vonandi, nema að sérstakur ríkissaksóknari sé viss um að hann fái sakfellingu í málinu.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 6.5.2010 kl. 23:40

8 Smámynd: Friðrik Jónsson

Grefill er okkar þjóðfélag bara ekki of lítið og í því samhengi tengjast margir valdamiklir einstaklingar þessum glæpamönnum.Grunar að það sé óhugnanlega stór hópur sem tengist landráðinu.

Friðrik Jónsson, 7.5.2010 kl. 00:09

9 identicon

Jú, Friðrik, það gerir þetta mál örugglega erfiðara viðfangs hversu margir eru flæktir í kjarna þess. En það breytir því ekki hverjir höfuðpaurarnir eru.

Og í framhaldi af því sem Ingibjörg er að segja réttilega hér fyrir ofan þá sá ég eftirfarandi brandara á einhverju blogginu ... brandara sem á vel við í þessu sambandi:

Ungt naut og gamalt naut komu upp á hæð þar sem þeir sáu margar kýr á beit á graslendinu fyrir neðan. 

"Eigum við ekki að HLAUPA HRATT niður eftir og taka hvor sína kú?" spurði unga nautið það gamla.

"Nei", sagði gamla nautið. "Við skulum frekar GANGA RÓLEGA og taka þær allar."

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 00:24

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það færi ekki illa á því að halda fjöldaréttarhöld yfir "öllu settinu" þar sem það væri haft saman í risabúri í dómssal, líkt og gert er á Ítalíu og víðar, þegar réttað er yfir fjölmennum glæpaklíkum.

Hvers vegna þessi sparðatínungur hér ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.5.2010 kl. 01:29

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 "Hversvegna þeir hafa ekki handtekið allt settið er mér óskiljanlegt." segir þú Ástþór og mig grunar að þú hafir vitað svarið áður en spurningunni var hent fram, enda búinn að fá svör í innleggjum hér.

Og bíðið bara, það eru engir "vinir" þegar svona "spilaborgir" hrynja, menn munu tala og vitna gegn öðrum í von um að fá "vægari" refsingu, og svo er ekki "pláss" í kerfinu til að taka alla í einu, Eva Joly sagði líka að það mætti búast við allt að 5 árum þar til fyrstu dómar féllu, svo réttlætisins vegna er bara gott að það er unnið vandlega að málum, hefndarinnar vegna viljum við alltaf "taka" þá seku sem fyrst, en hefndarþorstinn er nú "lághvöt" er það ekki? meðan réttlætistilfinningin er "háhvöt". 

 

PS Grefill ! Þú endursegir “nauta” djókinn frábærlega takk!!

Kristján Hilmarsson, 7.5.2010 kl. 14:10

12 identicon

Nei, sko ... dettur ekki inn akkúrat sá sem átti brandarann ... fyrirgefðu Kristján, mundi ekki hvar ég hafði lesið þetta og nennti ekki að finna út úr því, en það var semsagt í þessari færslu hjá þér sem ég sá hann.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 16:55

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitt er sem ég vil tjá mig um í sambandi við þessar handtökur, það er ekki farið að handtaka NEINA VIRKILEGA stóra einstaklinga, jú Hreiðar myndi sennilega teljast vera nokkuð ofarlega í GLÆPAPÝRAMÍDANUM en hann er nokkuð langt frá TOPPNUM. Getur verið að það eigi að taka svona einn og einn, sem "við" álítum stóran, en láta svo gott heita??

Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 17:15

14 identicon

Neibb, ég trúi ekki öðru en að það verði tekið myndarlega á málunum. Tekur tíma.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband