Hversvegna ekki gæsluvarðhald?

Kaupthing ÚtflutningsverðlaunHvað er í gangi hjá ykkur? Er verið að gefa þeim tækifæri að stinga af með milljarðana? Hversvegna eru ekki forstjórar Kaupthing ásamt Ólafi Ólafssyni í gæsluvarðhaldi?

FinnurOlafurHversvegna eru fangageymslur Íslendinga notaðar undir smákrimma sem lítil hætta stafar af á meðan glæpamennirnir sem settu þjóðfélagið á hausinn ganga lausir?

Mér er þessi útfærsla á "réttarríki" óskiljanleg 


mbl.is Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert ekki einn um að þykja þetta óskiljanlegt. Það er bara eins og allt snúi á haus hérna. Kommar farnir að standa vörð um fjármagnseigendur á kostnað velferðarkerfisins, og hægri menn farnir að tala í málsvörn fyrir almúgann gegn alþjóðalegum auðvaldsstofnunum. Smáþjófar dæmdir í fangelsi á meðan þeir sem eru ábyrgir fyrir einni mestu fjármálaóreiðu sögunnar ganga lausir. Svona er Ísland í dag.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Moby

Þjónar það einhverjum rannsóknarhagsmunum að setja þá í gæsluvarðhald??

Moby, 11.10.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Moby

Hvaða hagsmunum þjónar gæsluvarðhaldið?

Moby, 11.10.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Kæmi mér ekki á óvart ef þessir kauðar mundu hverfa af yfirborði jarðar á næstunni.  Þeir virðast hafa ansi mikið af óhreinu mjöli í pokahorninu svo vægt sé til orða tekið.  Ótrúlegt að svona gegnumsýrðir krimmar skuli hafa náð völdum í íslenska bankakerfinu, en þó ekki?  Þetta er jú einu sinni spilltasta ríki hins vestræna heims og ber viðurnefnið "bananalýðveldi" með réttu.  Íslensku pólitíkusarnir eru allir meira og minna tengdir þessu pakki, að ógleymdum forseta vorum.

Guðmundur Pétursson, 12.10.2009 kl. 02:19

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi spurning fer gegnum höfuð mitt á hverjum degi, linnulaust. En það koma engin svör.

Finnur Bárðarson, 12.10.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband