Aðstoðaði forsetafjölskyldan við undanskot eigna?

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins fæst aðeins 7,2% uppí skuldir Baugs við Íslensku bankana, en stærstu eignirnar á íslandi voru fluttar á aðrar kennitölur s.l. vor þegar dóttir forseta Íslands gerðist einn þriggja stjórnarmanna.

Dóttir forseta Íslands sat í 3ja manna stjórn Haga hf með feðgunum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi í Bónus samkvæmt  hluthafaskrá 31.7.2008.

Drottning svínannaVið hljótum að spyrja hvort forsetafrúin hafi verið leynihluthafi í Baugsveldinu og hvort þar sé komin skýringin á því að Dorrit sótti tískusýningu í dótturfélagi Baugs (Mosaik) í einkaþotu Baugs?

Getur verið að dóttir forsetans Guðrún Tinna Ólafsdóttir hafi farið í stjórnina sem leppur fyrir leynihluthafa Baugs?

Við hljótum einnig að spyrja okkur hvað hefur orðið um nær þúsund milljarða sem fréttir herma að Baugsveldið skuldi Íslensku bönknum, og þá í því sambandi hvernig var staðið að þeim viðskiptum að flytja eignirnar á Íslandi, stærstu verslunarfyrirtæki landsins, á aðrar kennitölur?

Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli, og ætti að reyna að ná samkomulagi við Baugsfeðgana um að þjóðnýta þessi fyrirtæki uppí skuldirnar.

Forsetafjölskyldan þarf einnig að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli.


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég skil ekkert í þér Ástþór, svona greindur maður, að vera að agnúast þetta út í forsetann. Ólafur hefur komið fram hreinn og beinn. Dylgur um annað er ekki sanngirni. Þau hjón hafa staðið sig með prýði. Og þá er nú ekki lítill akkur í henni Dorit, svona elskuleg og alþýðuleg.

Nei Ástþór, okkur ber að standa vörð um forseta vorn.

hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Offari

Ástþór ég get ekki treyst núverandi forseta. Hvort sem sekt eða sakleysi sannast þá er þessi baugstenging næg til að efasemdir um heilindi gera manninn tortryggilegann.

Offari, 8.2.2009 kl. 18:20

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég treysti forseta vorum og frú hans einnig, enda er ég þannig gerðar að trúa engu illu um fólk fyrr en annað er sannað.

En það er sjálfsagt að spyrja sig þessarra spurninga, því að víða liggur maðkurinn grafinn í mysunni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.2.2009 kl. 07:00

4 identicon

já einmitt, pólitíkusar, stjórkaupmenn og aðrir hátt settir hafa nefnilega verið svo traustsins verðir hér á klakanum undanfarið. Hvað með þessi blessuðu fjölmiðlalög sem forseti vor var á móti og neitaði? Það kom nú baugsliðinu rosalega vel. Hvað er málið með að forseti ferðist svo með umdeildum stórkaupmanni um heima og höf?? ER það ekki dálítið siðferðislaust?? Það er umdeilt, því þá að vera að því?

Ég treysti Ólafi ekki og hvað þá frúnni hans. Þetta á að fara undir sama hatt og annað fólk á landinu og ef leikur grunur á, þá á að skoða það. Er það ekki eðlilegt? saklaust fólk hefur ekkert að fela.

Kv,

Ragnhildur

Ragga (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:29

5 identicon

Treystir einhver snobbaranum Óla grís.... hann hefur aldrei verið forseti íslands.
Hann er einn af þeim sem ísland þarf að losa sig við... og leggjum svo niður þetta snobb embætti.. að 300 þúsund manna þjóð haldi uppi súperofuröryrkja er hlægilegt.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband