11.1.2009 | 20:54
"Hættan frá Rússlandi" kemur frá Bandaríkjunum
"Beitir Pútin kröftunum" segir Morgunblaðið á forsíðu í dag. Er raunveruleg hætta á að stjórnvöld í Moskvu beiti á ný hervaldi til að tryggja hagsmuni sína?
Hernaðarlega sé ógnin fyrst og fremst í því að Rússland er annað mesta kjarnorkuveldi heims.
Ég hef ítrekað bent á þessa hættu og að því lengur sem við spilum eftir pípu bandarískra stjórnvalda því meira fjarlægist friðarpípan.
Ófriðarbálið fyrir botni Miðjarðarhafs getur haft fyrir okkur Íslendinga sem og aðrar þjóðir afdrífaríkar afleiðingar í framtíðinni. Ég tel alls ekki útilokað að óábyrg stefna þjóðarleiðtoga í þessum málum og sleikjuhátturinn við bandaríkin, uppskeri það að heimurinn skiptist aftur í tvo póla sem síðan gæti þróast til heimsstyrjaldar.
Annað vandamál eru hugmyndir bandaríkjanna stjörnustríð og tilheyrandi búnað sem þeir nú keppast við að koma upp nálægt landamærum Rússland.
Þarna er siglt undir fölsku flaggi, ég trúi því sem Rússar segja að aðgerðirnar beinast gegn Rússlandi. Við höfum reynsluna af fyrri lygaþvælu frá Washington m.a. varðandi gereyðingarvopn í Írak.
Líklegast er, eins og ég rakti í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum, að rússar yrðu samherjar arabaþjóðanna, kínverja og fleiri gegn bandaríkjunum og þeirra bandamönnum til að stemma stigu við vaxandi hættu frá bandaríkjunum.
Nauðsynlegt er fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á þessari raunverulegu hættu og Virkja Bessastaði til að flytja heimsbyggðinni nýja hugmyndafræði í friðarmálum. Ég hef margsinnis skrifað forseta Íslands erindi og beðið hann að leggja Friði 2000 lið í því máli. Því miður berast engin svör. Forsetinn virðist ætla að þegja þetta mál frammí næstu helför mannkyns.
Nánar um hugmyndafræði Friðar 2000 um að Virkja Bessastaði á: www.forsetakosningar.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.