11.1.2009 | 03:31
Þegar rignir upp í nefið er erfitt að skilja þjóð sína
Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi og leiðsögumaður og ofurbloggari skilur ekkert í því að þjóðin sem hún sér ekki fyrir snobbstillingum í hálsi skuli ekki mæta með henni á Austurvöll í vikuleg mótmæli.
Vika er síðan Einar Már Guðmundsson rithöfundur galaði yfir Austurvöll: "Ég sé fyrir mér stórt bandalag sem rúmar okkur öll" en því var fylgt eftir með því að bera sjálfan jólasveininn út af "Opnum-borgarafundi" þessa bandalags í Iðnó.
Ég hef velt því fyrir mér hvar ég og mitt atkvæði á heima. Erfitt að vera í bandalagi með Láru Hönnu, Einari Már, Herði Torfa og félögum því nú er í tvígang búið að bera mig út af fundum þeirra, og í þriðja sinn var mér úthýst þegar svartklæddir dyraverðir vörnuðu mér endurkomu í Iðnó eftir að ég var "kosinn inn" af fundinum. Sú kosning var einnig gerð að skríplegri leiksýningu og fundargestir niðurlægðir af brögðóttum klækjum og öryggisvörðum kommúnistanna.
Hvar eruð þið...? spyr Lára Hanna á blogginu. Því er fljótsvarað fyrir mig, úti í kuldanum þangað sem þið báruð mig af fundum. Fæ ekki einu sinni tjáningarfrelsi eða að svara fyrir mig á þínu bloggi Lára Hanna!
Aðragandinn var að ég benti á þá vinstri slagsíðu á mótmælum og borgarafundum og þá staðreynd að yfir 70% ræðumanna tilheyrðu VG. Lagði til að tekin yrðu upp lýðræðislegri vinnubrögð. Þetta varð til þess að ég var borinn út af skipulagsfundi hjá samtökunum og mátti heldur ekki sitja sem áheyrnarfulltrúi!
Ekki mátti heldur nota þeirra eigin aðferðir og mótmæla sovét-fasískum vinnubrögðunum. Það kom bersýnilega í ljós þegar jólasveinninn var borinn út úr leiksýningu þeirra í Iðnó að mótmælendur vilja engin mótmæli!
Rignir þannig upp í nefið á skipuleggjendum að ekki er hægt að finna pláss í hjarta eða á Austurvelli fyrir fólk eins og mig? Fólki sem ekki tengist útrásarvíkingum, stjórnmálaflokkum eða kommúnískum fasistum. Þessum venjulegu lýðræðissinnum sem þeir henda út af fundum bandalagsins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:57 | Facebook
Athugasemdir
Málið er ekki flóknara en það að þú skipuleggur þín eigin mótmæli. Boðar fundi út um allan bæ og hóar saman þínum fylgismönnum. Þannig gætir þú komst hjá öllum þessum árekstrum þínum við þetta VG lið sem að þér er svo í nöp við :)
Málið er að beina mótmælum að þeim sem þarf að beina mótmælum að. Væri ekki fín leið að prófaðu þennan jólasveinabúning á alþingismenn og ekki gleyma að taka tómatsósuna með.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.1.2009 kl. 06:06
Er það þá kanski svo að einn stjórnmálaflokkur gerir grímuklædda glæpamenn út til þess að handrukka valdið yfir landinu?
Jónas Jónasson, 11.1.2009 kl. 08:25
Ég er ekki oft sammála þér Ástþór en þarna sýnist mér þú vera beittur órétti. Skrítið að mótmæla yfirgangi og ráðríki stjórnarliða og beita svo nákvæmlega sömu aðferðum sjálf. Ég tek undir með ISG: þið eruð ekki þjóðin, aðeins lítll hávær hluti hennar.
Tryggvi (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 10:10
Rúnar, mér finnast þín eigin ummæli um sjálfan þig á bloggi þínu eiga best við sem svar hér:
Margt hef gert og margt hef lært
man þó ekki mikið.
Það sem frekast er mér fært,
þá fer ég yfir strikið.
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 10:17
Kjartan Pétur, starfar þú með Láru Hönnu sem leiðsögumaður? Þið eruð kannski með þær hugmyndir að leiða þjóðina til tvístrunar frekar en samheldni. Um það er ég nákvæmlega að skrifa hér að ofan. Ef aðrir leiðsögumenn fara með fólkið í aðra ferðir en með Láru Hönnu á Austurvöll, þá auðvitað sameinast þjóðin ekki í aðgerðunum og þær missa marks. Er erfitt að skilja þennan boðskap í greininni?
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 10:24
Jónas, ég er einmitt mjög hræddur um að það sé í uppsiglingu, að valdið verði handrukkað af kommaklíkunni. Fjöldi öryggisvaraða á Iðnó fundinum og tilburðir þeirra við að bera út jólasveininn sýnir að þeir hika ekki við að beita valdi.
Hér er tilvitnun úr vefritinu NEI sem virðist haldið úti af sömu aðilum:
Í lok fundar gekk grímuklædd kona uppí pontu og las stutta yfirlýsingu af blaði. Fólk var þá á leiðinni út en staldraði við og hlustaði. Þar sagði hún byltingu vera einu leiðina. Kerfið væri gegnsýrt af spillingu, ekki bara hið íslenska kerfi heldur hinn alþjóðlegi kapítalismi í heild sinni. Undirtektirnar voru eftirtektarverðar. Sífellt fleiri virðast aðhyllast róttækar breytingar á því samfélagi sem er ráðandi í hinum vestræna heimi. Þar sem peningar eru ekkert annað en skuld. Byltingin liggur í loftinu. Ég finn lyktina af henni. Og fundurinn á fimmtudagskvöld var dæmi um það.
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 10:28
Tryggvi, það er ljóst að þessi mótmælendur þurfa að fara í naflaskoðun og breyta sínum vinnubrögðum áður en þeir geta talist fulltrúar þjóðarinnar.
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 10:32
Mummi í götusmiðjunni sagði við mig þessa setningu fyrir mörgum árum þegar ég var að opna TÞM útá granda. : "Háværustu hóparnir eru oftst minnstu hóparnir" hefur verið mér minnistæð síðan.
Jónas Jónasson, 11.1.2009 kl. 11:48
Einhver neddi skrifar á Nei síðuna:
Menn tala hér um að það hafi ekki verið málfrelsi á þessum fundi og Jón Bjarki veltir því fyrir sér hvort að réttast hefði ekki verið að leyfa Ástþór að tala svo ekki væri gerður mannamunur.
Málið er hins vegar að það var fjöldinn allur af fólkið búið að biðja um orðið og sem dæmi þá bað ég um orðið í upphafi fundar en komst ekki að fyrr en undir lok.
Á þessum fundum er reglan sú að menn fá að tala svona nokkurn vegin í þeirri röð sem þeir rétta upp hendi til að biðja um orðið. Vissulega getur það skolast eitthvað til því þeir sem að eru með míkrafónana taka ekki alltaf strax eftir því þegar að menn rétta upp hönd að maður tali nú ekki um ef að viðkomandi gefur ekki afgerandi merki um að hann/hún vilji fá orðið.
Eins og ég sagði áðan þá komst ég ekki að fyrr en undir lok fundarins þrátt fyrir að hafa beðið um orðið strax í byrjun og eftir fundinn kom það í ljós að næstum helmingur þeirra sem að báðu um að fá að tala komust ekki að vegna tímaleysis.
Í ljósi þessa má spyja sig hvort það teljist lýðræðisleg vinnubrögð að leyfa þeim sem að er athygglissjúkastur að komast fremst í röðina óháð því hvenær þeir biðja um orðið? Ég er nánast fullviss um það að flestir séu sammála mér í því að það sé langt í frá að vera lýðræðislegt. Þvert í móti er fyrirkomulagið eins og það hefur verið á fundunum að menn fái að tala í þeirri röð sem að þeir biðja um orðið sé lýðræðislegt fyrirkomulag.
Það að leyfa Ástþóri að ryðjast framfyrir alla þá sem að voru búnir að biðja um orðið hefði ekki verið í þessum anda sem að ég lýsi hér að ofan. Þvert í móti hefði mér fundist það rakinn dónaskapur gagnvart þeim sem að voru búnir að koma sér á mælendaskrá. Hann verður bara að sætta sig við það, kallræfillinn, að það vilja fleiri fá að láta í sér heyra en hann.
ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:55
Ástþór, þú ert sjálfum þér verstur. Líttu í eigin barm í smástund.
Ibba Sig. (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 22:13
Ari ég er margbúinn að svara þessu máli, ég var ekkert að biðja um að fara framfyrir í röðinni. Ég bara spurði hvort jólasveinninn mætti tala þarna, auðvitað til að vera ekki að sitja fundinn eins og í Háskólabíó til að láta ítrekað ganga framhjá mér þegar ég vildi bera upp spurningu.
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 22:38
Sigurbjörg, erum við mannfólkið ekki öll trúðar í mismunandi útgáfum:
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 22:40
Henry, í þessu sambandi eru mjög viðeigandi orð frelsishetju Íslendinga Jóns Sigurðssonar forseta sem staðið hefur á Austurvellur lengur en allir mótmælendur:
"Sameinaðar stöndum vér, sundraðir föllum vér"
Ég hef skrifað Herði Torfasyni bréf sem er hér
Opið bréf til Harðar Torfasonar
Ég vonast til að fá málefnalegt svar. Ég hef einnig beðið hann um listann yfir þá sem hefur verið synjað að ávarpa mótmælendur á Austurvell og hversvegna þeim var synjað. Þetta mál snýst ekkert ekki um eina persónu, þetta snýst um hvort þjóðin sameinast gegn spillingunni eða ekki.
Ástþór Magnússon Wium, 12.1.2009 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.