9.1.2009 | 17:39
Kommúnistar vilja ekki talsamband eða viðræður
Hversvegna notið ekki heilabúið ykkar frekar en skrílskrumlurnar. Ef einhverjum raunverulegum árangri á að ná til friðar í Ísrael og Palestínu þarf auðvitað að ræða málin. Stjórnmálaamband er talsamband. Ekki slítið þið símalínum ykkar til ná árangri. Betra væri að hætta vörukaupum, það sveltir. Friðarviðræður núna: Hvað þarf að myrða marga áður en formaður félagsins Ísland-Palestína bankar blygðunarlaust á allar dyr?
Viðræður við alla hlutaðeigandi er leiðin til friðar: Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi - Gunnar Sigurðsson leikstjóri Opins borgarafundar þorir ekki gegn mér í útvarpsviðtali
Málningu slett á ráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Athugasemdir
Mér leikur forvitni á að vita hver kostar þig eiginlega?
Björn Gísli Gylfason, 9.1.2009 kl. 17:52
Ég held að fólk ætti að vera svolítið meðvitað um hvað er að gerast á Gazasvæðinu. Líttu á myndirnar á síðunni minni. Ekki falleg sjón.
Steinar Arason Ólafsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:54
Svo má alltaf nota heilabúið Ástþór og setja jólasveininn Ruslagám í málið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.1.2009 kl. 18:30
Björn Gylfi? Kostar mig? Blessunarlega er ég frjáls og óháður einhverjum utanaðkomandi kostunaraðilum.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 19:40
Steinar, ég er sammála að fólk á að vera meðvitað um þetta og aðgerðir frá Íslandi gætu verið kröftugri. Sjá t.d. þessa grein: Hæðst að mótmælendum í bandaríska sendiráðinu
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 19:42
Axel, já notum heilabúið og mótmælum án ofbeldis. Hver er tilgangur mótmæla? Gæti það verið að hræra upp í heilabúinu hjá fólki og fá umfjöllun um eitthvað sem betur mætti fara?
Jólasveinn með gullin staf í hendi, skildi hvorki eftir slasað fólk né skemmdir á húsnæði eða munum. Mótmælin voru samt nægjanlega kröftug til að bloggheimar í gærkvöldi og í dag hreinlega loguðu um þetta ál.
Á margan hátt afhjúpuðu aðstandendur "Opins borgarafundar" þá staðreynd að uppákoman á meira í ætt við leikrit en opnar og lýðræðislegar umræður. Í gærkveldi báru þeir mig út í annað sinn og ítrekuðu í þriðja sinn með því að meina mér að ganga til baka í húsið eftir að fundurinn kaus mig inn!
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 19:48
Mér finnst fólk alls ekki vera að átta sig á aðal málinu hérna. Og það er að Ástþór fái að taka til máls opinberlega og tjá sig við fjölmiðla um þetta og mörg önnur mál. Ég sé ekki neitt meira aðkallandi í dag.
Herlegheit (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:50
Herlegheit, já en ekki bara ég, að öllum sem þess óska sé veittur aðgangur á jafnréttisgrundvelli í lýðræðislega umræðu bæði í fjölmiðlum, á Austurvelli og á "opnum borgarafundum".
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 19:56
Þar er ég algjörlega sammála. Það er mjög praktískt að hleypa meira en þrjú hundruð þúsund manns í pontu eftir því sem þeir óska eftir því með ópum og köllum út úr sal í jólasveinabúningum. Það er ekkert nema lýðræði og það beint lýðræði.
Herlegheit (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:00
sorry...en hverjir eru "kommúnistar" í dag?
(ps; ertu þá markaðshyggjumaður, Ástþór?)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:31
Anna, hugmyndafræðin bakvið sovét-kommúnisma er skrifaður í sögubækurnar. Kynntu þér málið þar. Sumir eru að draga þessa hugmyndafræði inní líf okkar eins og ég hef lýst í skrifum mínum.
Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 00:54
Benóný, veit ekki hvort Illugi er enn jafn illa innrættur og áður. Vonandi hefur hann fengið hugljómun og orðinn að betri manni og ekki með eins "skítlegt eðli" eftir að hann flúðu ruslafötu DV. Annars held ég að hann sé enn með aðra löppina á þeim sorphaugum með einhverri bloggtengingu við sorpritið.
Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.