6.1.2009 | 23:53
Ekkert breytist í spilltasta greni landsins
Framsóknarspilling í kjallaranum er uppfærsla á gömlu leikriti sem var endurflutt í kvöld í Þjóðleikhúsinu, í dimmum kjallaranum. Enda þolir það sem þarna er að gerast ekki dagsins ljós.
Nú er flokkseigendafélag Finns Ingólfssonar & Co búið að finna lepp til að tryggja áframhaldandi völd í Framsókn og áfram á að mergsjúga þjóðina og viðhalda spillingu.
Eina sem þurfti til hjá Finni Ingólfssyni var að finna sér leppræfil í frekar óþekktum strákpjakk, bjóða honum í skötuveislu á Hótel Loftleiðir eins og DV-malefnin skýrði frá 28 desember, og síðan gamla aðferð Finns, eins og hann gerði þegar hann komst þar til valda í upphafi, að smala saman grísum og nú með góðri aðstoð kosningasmala frá Fjármáleftirlitinu!
Aðeins þurfti 68 grísi! Svo ekki of margir þyrftu á ælupoka að halda þegar rynni upp fyrir þeim spillingingarfenið þeir væru nú dottnir í, var smalað útlendingum sem yrðu ekki með neinn kjaft á kjallarafundinum.
Eyjan.is segir að ráðabrugg Finns og félaga hafi heppnast svo vel að "Svo virðist sem stuðningsmenn Sigmundar geti ráðið mestu um það hverjir verða valdir á flokksþingið".
Þegar ég ætlaði að kópera þetta "gamla trikk Finns" hér um árið með 2000 félögum Friðar 2000 og afleggja spillinguna í Framsóknarflokknum, þá lokuðu þeir fyrir nýskráningar í flokkinn.
Er virkilega ekki tími kominn á að loka Finn Ingólfsson inná viðeigandi stofnun undir eftirliti Margrétar Frímannsdóttur fangelsisstjóra og henda lyklunum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2009 kl. 00:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.