Grímklæddir mótmælendur og þorpsfífl til verndar fjölskyldunni

Sjálfsmorðs mótmælandiÍ áhugaverðri grein Helga Jóhanns Haukssonar stjórnmálafræðings og kennara segir hann frá átakanlegri reynslu fjölskyldu afa síns sem fékk ekki vinnu vegna verkalýðsbaráttu langömmu.

Rúður voru brotnar og fólki hótað, kannski ekki ósvipað og gerst hefur hérlendis eins og þegar járnlóðum var hent inn um glugga eins mótmælenda. Eða hvernig DV-malefnin.com hefur birt hótanir um að henda í mig stólum vogi ég mér að mæta á fundi um þjóðfélagsmál.

Nafnlausa ritrottan sem hvatti fólk til ofbeldis gegn mér var lýsa mikilli ánægju með hvernig ég var borinn út hjá Opnum Borgarafundi eftir að ég vogaði mér að benda aðstandendum á mikla vinstri slagsíðu á frummælendum mótmælafunda og nauðsyn þess að taka upp lýðræðisleg vinnubrögð.

Barn drepið í ÍraqÍ gegnum árin hef ég svo sannarlega fengið það óþvegið m.a. fyrir þær sakir að stinga málsskjölum sem ég tók við úr hendi héraðsdómara í jólasveinapoka. Að mínu mati var það rétti staðurinn fyrir þá dæmalausu ákæru sem mér var birt af dómnum vikunni fyrir jól árið 2002, eftir að ég hafði neitaði undir hótunum um 16 ára fangelsi að draga til baka ádeilu mína á brjálaðan stríðsstuðning Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar og vopnaburð með Icelandair flugvélum. 

Þegar landráðamálið var svo aftur tekið fyrir daginn sem innrásin hófst í Írak, 15. apríl 2003, og þúsundir lágu þar í blóði sínu eftir að sprengjum rigndi að himnum ofan með stuðningi okkar Íslendinga yfir börn, gamalmenni og aðra óbreytta borgara, fannst mér einnig mjög viðeigandi að skipta í hvíta skyrtu og ata hana og andlit mitt rauðri tómatsósu og mæta þannig fyrir skrípadómstól Íslendinga. Þess má geta að síðan þetta gerðist hafa meira en ein milljón manns verið myrt með stuðningi okkar í Íraq!

Blindir og ofursnobbaðir fréttamenn í sínum tryllta dansi um gullkálfinn eða gullsvínið voru ekki lenga að gefa mér ýmsa "viðeigandi" titla fyrir mótmælin mín gegn morðóðum stríðsherrunum.

Krossfesting"Þorpsfífl" öskraði Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins á mig í leiðara blaðsins. Landskunnur vitleysingur, smekksemisfangi, geðveikur rugludallur kölluðu aðrir á síðum fjölmiðlanna. 

Meira segja konan mín varð fyrir aðkasti á vinnustað. Oft var það menntafólkið sem var hvað dómharðast. Margir spekúlantarnir í Háskóla Íslands virtust í sínum tryllta gulldansi alveg gleyma því að morðóða innrásarliðið var með stuðningi okkar Íslendinga ekki aðeins að myrða köldu blóði kollega þeirra í Íraq, verið var að sprengja í loft upp og þurka út eitt öflugasta menntakerfi Mið Austurlanda. Senda heila þjóð til steinaldar. 

MótmælendurEftir að horfa uppá uppskrúfun fordóma gagnvart mótmælanda sem þó beitti mótmælum sínum á einstaklega friðsaman hátt algerlega gegn eigin skinni í Héraðsdómi Reykjavíkur, er að sjálfsögðu eðlilegt að Helgi stjórnmálafræðingur spyrji hvort við ættum öll að mæta "andlitslaus" í mótmæli þessa dagana, þótt ekki sé nema til að hindra offfjölgun þorpsfífla í Reykjavík.

Auðvitað skil ég freistinguna að hylja andlit sitt í mótmælum. En því miður held ég það sé slæmur kostur. Við sjáum hve óvægnar árásirnir verða úr frá nafnlausum ritrottum. Á sama hátt má búast við að nafnlausir mótmælendur myndu fljótlega þróast í sama farveg og kollegar þeirra í Mið Austurlöndum og fljótt yrðu hendur á lofti með annað og sterkara en egg og tómata.

Fyrri grein:

Hvar á ég heima? Áhugaverð grein um pólitíska hugmyndafræði sem þarfnast skýringa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

þú varst búaður út eftir að fólk greiddi atkvæði með handaupplyftingu um það hvort það vildi hafa þig á þessum SKIPULAGSFUNDI

Og djöfull er hallærislegt og þreytandi þetta SPAM þitt í kommentakerfum hérna út um alla bloggheima!

Heiða B. Heiðars, 5.1.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Af hverju seturðu ekki athugasemdina við rétta grein. Ég fjallaði í fyrri grein um uppákomuna þegar Opin Borgarafundur varpaði lýðræðinu á dyr eins og einn ágætur bloggari komst réttilega að orði.

Hvar á ég heima? Áhugaverð grein um pólitíska hugmyndafræði sem þarfnast skýringa.

Ástþór Magnússon Wium, 6.1.2009 kl. 00:25

3 identicon

Ég er einn af þeim sem fjölmiðlar hafa heilaþvegið með áróðri sínum.

Ég man þegar umfjöllunin um þessi mótmæli þín var í fjölmiðlum, þá trúði ég því sem fjölmiðlarnir sögðu (að þú værir snarruglaður).

Eftir atburði síðustu mánaða hef ég tekið ýmislegt til endurskoðunar, það er greinilegt að fjölmiðlar landsins eru ekki óháðir og sæta mikilli ritskoðun.

Þetta voru mjög flott og táknræn mótmæli hjá þér, ég held að íslendingar séu fyrst að átta sig á því núna að mótmæli geta verið öðruvísi (og mun áhrifameiri) en að fólk standi með kröfuspjöld.

Ég biðst afsökunar á að hafa dæmt þig.

Gangi þér sem allra best.

Beggi Dan (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband