5.1.2009 | 11:43
Þátttaka barna í pólitískum fundum og mótmælum
Erindi sent Umboðsmanni barna og fleirum.
Laugardaginn 3 janúar var 8 ára barni stillt upp sem frummælanda frammi fyrir þúsundum manns á pólitískum mótmælafundi á Austurvelli. Barnið flutti þarna ræðu sem hún sagði aðspurð, í fréttum RÚV, hafa samið með smáaðstoð frá pabba sínum.
Undirritaður telur að hér hafi öryggi barnsins og framtíð þess verið stefnt í hættu.
Framan við ræðupall 8 ára stúlkubarnsins kom til harðar orrahríðar milli skipuleggjanda mótmælendanna og grímuklæddra mótmælenda. Nokkrum dögum áður leystust upp mótmæli við sama Austurvöll í ofbeldi sem fleiri manns lágu slasaðir eftir. Múrstein var kastað í lögreglumann og í sömu vikunni járnlóðum inn um rúðu hjá mótmælanda.
Sálarheill barnsins er einnig stefnt í voða. Sumir mótmælenda segjast hylja andlit sín til að koma í veg fyrir einelti gegn sér í kjölfar mótmælanna. Hætt er við að börn eins og 8 ára stúlkunni sem teflt er fram í framvarðasveit mótmæla geti orðið fyrir einelti í skóla.
Ekkert óharðnað barn á erindi á ræðupall harðra mótmælenda. Það er skylda bæði foreldra og yfirvalda að vernda börn frá að vera misnotuð á pólitískum vettvangi.
Þátttaka í pólitísku starfi og mótmælum er háð þeim annmörkum að um hana myndast fylkingar skoðanabræðra. Flestir í framvarðasveit kynnast andófi, t.d. hefur undirritaður uppskorið fjölda uppnefna eftir mótmæli, m.a. kallaður þorpsfífl og þaðan af verra áður en mótmæli og andóf gegn spillingu innan stjórnkerfisins komst í tísku á Íslandi.
Líklegt er að slíkt pólitískt starf barna myndi fljótlega leiða til pólitískra skoðanaskipta í grunnskólum og umbylta uppeldisstofnunum okkar í barnslegan vígvöll mótmæla.
Þannig myndum við feta í fótspor stríðhrjáðra þjóða eins og t.d. Sierra Leone, Nepal og fleiri sem hefur orðið til sérstakra aðgerða til verndar börnum. Hér má finna nánari upplýsingar: http://www.crin.org/resources/infoDetail.asp?ID=11926&flag=report
Í grein sem ég skrifaði á bloggsíðu vefsins forsetakosningar.is spurði ég hvar stöðvar barnaþulan?
Á litla 8 ára Dimmblá að mæta í næstu mótmæli, t.d. eins og þau sem fóru fram á Hótel Borg á gamlársdag þar sem mótmælendum lenti saman með lögreglunni? Á litla Dimmblá að taka þátt í borgaralegri óhlýðni mótmælenda? Á litla Dimmblá að mæta á þingpalla og hylja þar andlit sitt? Á litla Dimmblá að taka þátt í kommúnískri uppreisn?
Hvar á að stöðva barnið?
Greinin vakti deilur og sitt sýnist hverjum. Þessvegna er nauðsynlegt að Umboðsmaður barna og aðrar stofnanir er málið varðar gefi út leiðbeinandi álit um þátttöku barna í pólitísku starfi og mótmælum á Íslandi.
Óskað er að svar berist fyrir næstu laugardagsmótmæli svo hægt sé að birta á vefnum.
Fyrri greinar um málið:
Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ekki í lagi, Ástþór. Svona hegðun er þér til skammar. Ertu virkilega að líkja stúlkunni við Hitlersæskuna og barnahermenn?
Ég held að þú ættir að leita þér hjálpar, þessi árátta þín gagnvart barninu er komin út í algjört kjaftæði.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.1.2009 kl. 12:53
Hvaða rugl er þetta í þér kona. Ég er ekki að líkja stúlkunni við einn eða neinn eða með neina áráttu gagnvart þessu barni.
Ég er að benda á hvert þetta mun leiða ef börn byrja að ganga þessa braut inná pólítíska ræðupalla og mótmæli. Slíkt hefur ávallt endað með ósköpum eins og það gerði í Þýzkalandi á síðustu öld og fleiri löndum á undanförnum árum eins og fram kemur í erindinu til Umboðsmanns barna.
Til að forðast allan misskilning þá er ég ekki að segja að börn eigi ekki að fá að tjá sig. Það þarf að búa þannig í hagin fyrir börnin að þau geti tjáð sig í umhverfi sem hentar þeirra þroska, t.d. heimili, skólar og æskulýðsstarf. En alls ekki pólitískar æskuhreyfingar eins og Hitler útfærði þetta.
Ástþór Magnússon Wium, 5.1.2009 kl. 13:40
nr#1 bendir eingöngu á eigin fáfræði og slæman lesskilning með þessari athugasemd sinni.
Það skiptir engu máli hvaða skoðanir menn hafa á "ástandinu", mótmælunum, ríkisstjórninni eða öðru...það stendur alltaf uppúr, að það að ota þessu barni fram með þessum hætti, var í besta falli óviðeigandi.
8 ára gamalt barn hefur engan þroska til þess að mynda sér skoðun á því sem er að gerast og fullorðið fólk á ekkert með að blanda börnum í þetta mál. Þvert á móti er það skylda foreldra um þessar mundir, að vernda æsku barna sinna, og búa svo um hnútana, að þau þurfi ekki að hafa áhyggjur af peningum, verðbótum, vaxtagreiðslum og gjaldeyrislánum....! Leyfum börnunum bara að vera börn.
Víkingur.
Víkingur (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 13:50
Vel mælt Víkingur. Nákvæmlega það sem ég er að segja að börnunum þarf að búa það umhverfi að þau komist heil í gegnum þessa erfiðleika þjóðarinnar.
Ástþór Magnússon Wium, 5.1.2009 kl. 14:24
Ég lýsi mig sammála þeim hr. Wium og hr. Vikingi í þessu máli og þyki nú miður að mæður barna okkar hafi gerst sekar um að sofa á verðinum og magnað að þessar mæður garga sem hæst um að yfirvöld hafi sofið á verðinum.
Jónas Jónasson, 5.1.2009 kl. 14:55
Ég get ekki annað en verið sammála þér Ástþór.
Þetta var algjörlega óviðeigandi og í raun til skammar.
Ég skil ekki að Hörður Torfason hafi samþykkt þetta, þetta er málstaðnum ekki til bóta.
Gangi þér vel.
Beggi Dan (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 02:20
Mér finnst reyndar frekar saklaust í þetta skipti að blanda þessu barni í þetta þó að það geti vissulega verið vafasamt. Skuldirnar sem falla á öll börn hérna eru óumdeilanlega stjórnvöldum að kenna þannig að þetta er ekkert mikill áróður með því að beita krakka fyrir sér. Mér fannst bara nokkuð gaman að þessu. Þessi stelpa svo hringdi sjálf í Hörð Torfason og bað um að fá að tala.
Ari (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 03:49
Ástþór: Þú ert búinn að tjá þig um að þér finnist þetta atvik á laugardaginn óviðeigandi. Það gerði ég raunar líka. En svona þráhyggja er ekkert annað en geðbilun. Er ekkert annað hér í samfélaginu, sem þér finnst brýnna að fjalla um?
Menn hafa fengið skilaboðin. Hvað er markmiðið hjá þér? Ertu hræddur um að komandi mótmæli verði banasamkomur? Viltu afmá hið liðna? Ertu að reyna að vera controvers til að vekja athygli á sjálfum þér? Ertu að ná þér niður á stjórnendum mótmælanna fyrir að hleypa þér ekki að? Er þetta öfund, biturð, reiði og hefnigirni, sem liggur til grunns? Vill einhver þesskonar málsvara minn kæri?
Þú ert svei mér ekki með öllum mjalla.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.1.2009 kl. 20:55
Þetta mál er ekkert útkljáð.
Í umræðunni um helgina lofaði ég að senda erindi til helstu stofnana sem fjalla um þessi mál og biðja um álit. Ég sagðist myndi birta það hér. Að ofan er bréfið sem ég sendi. Ég mun síðan birta svörin þegar þau hafa borist.
Ástþór Magnússon Wium, 6.1.2009 kl. 21:16
Leyfið börnunum að tjá sig um hvernig þau upplifa þessa erfiðu tíma.
Að ráðast síðan á foreldra þessa barns er undirlægjuháttur og rógburður, stúlkan hefur sterkar skóðanir, hefur mætt á öll mótmæli og að gera lítið úr ræðuhöldum hennar hefur bitnað mikið á henni, m.a í skóla.
Barnið á rétt á að tjá sig, það er lýðræðislegur réttur allra barna ekki bara fullorðinna, börnin geta kennt okkur meir en nokkur annar.
Markmið mitt sem foreldris er að kenna börnunum mínum að þau eigi og megi tjá sig eins og allir aðrir. Þess vegna hef ég mótmælt stjórnvöldum Íslands með það í huga að þau eiga að taka við öllum þessum skuldum og þau eigi aldrei að láta kúga sig til að tilheyra einhverjum flokk til að geta talist fullgildir þjóðfélagsþegnar. Að standa með sjálfum og sínum skoðunum á lífinu og tilverunni. Það var markimiðið með flutningi ræðu hennar en eins og svo dæmigert er með íslendinga þá festa þeir sig alltaf í dægurþrasi, einblína á smáatíðin á meðan eldarnir brenna.
Þú hefur orðið fyrir miklu aðkasti Ástþór Magnússon, mér finnst þú ekki skilja það að það sem þú gerir með skrifum þínum mun bara koma í bakið á þér sjálfum.
What goes around comes around!
Sigurlaug (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:30
Grétar Eir, hvað er eiginlega í gangi hjá þér?
Þú ert að vísa í erindi þar sem á almennum nótum er beðið um álit þessara stofnana á því hvort rétt sé að 8 ára börn í forystusveit mótmælenda með þessu hætti. Það eru engin uppnefni eða neitt slíkt í garð þessa einstaka barns nema þá frá þér sýnist mér.
En ég get alveg skilið það ef einhverjir aðstandendur barnsins hafa áhyggjur af þessu máli af þeimm orsökum sem ég hef rakið.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 02:23
Varðandi tilvitnanir hér að ofan í barnasáttmálann, þá eru hér að neðan upplýsingar frá UNICEF og OHCHR varðandi álit þeirra á þátttöku barna í stjórnmálum.
Það er enginn, hvorki ég né þessar stofnanir, að tala um að ekki eigi veita börnum tækifæri til að tjá sig og ræða það sem þeim býr í brjósti. En það þarf að gera það með þeim hætti að það sé í samræmi við aldur þeirra og þroska.
Það er mikil einföldun að vísa í barnasáttmálunum úr samhengi til að réttlæta það að tefla börnum fram í framlínu á mótmælafundum eða pólitískum samkomum.
Preventing the use and abuse of children by political actors
UNICEF and OHCHR believe the following:
- prevent political activities from being conducted in educational facilities;
- guarantee that only pupils, staff, parents, legal guardians and others whose presence is necessary are allowed into schools, and that schools can operate during bandhs;
- promote the creation of youth associations, without political affiliation, suitable to educational facilities;
- prevent the creation of politically aligned groups and unions in schools;
- use schools as polling stations only outside school hours.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 02:55
Annað embættið hefur með höndum löggæslu í landinu og embætti lögreglunnar falla undir það, þeir eru yfirleitt viðstaddir mótmælafundi og hafa kannski einhverja skoðun á málinu.
Umboðsmaður Alþingis er einnig stofnun sem starfar við það að gefa út álit á ýmsum málum hér.
Eins og ég hef skýrt beinist erindið og beiðni um álit ekki að þessu einstaka barni heldur þessum málaflokki almennt.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.