3.1.2009 | 19:37
Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Hörður Torfason og maður sem kallar sig "hálf pabba" litlu 8 ára stúlkunnar sem þeir tróðu upp á pólitískan ræðupall fóru yfir strikið í dag. Með þeirri áralöngu reynslu sem ég hef af þátttöku af mótmælum og pólitískri umræðu hérlendis get ég nánast fullyrt að barnið mun ekki ganga heilt frá þessum degi.
Og hvar stöðvar barnaþulan? Á litla 8 ára Dimmblá að mæta í næstu mótmæli, t.d. eins og þau sem fóru fram á Hótel Borg á gamlársdag þar sem mótmælendum lenti saman með lögreglunni? Á litla Dimmblá að taka þátt í borgarlegri óhlýðni mótmælenda? Á litla Dimmblá að mæta á þingpalla og hylja þar andlit sitt? Á litla Dimmblá að taka þátt í kommúnískri uppreisn? Hvar á að stöðva barnið?
Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en get nánast fullyrt að litla 8 ára Dimmblá mun verða fyrir aðkasti jafnaldra sína á næstu dögum. Þegar litla skinnið mætir í sinn skóla þar sem hennar bíða pólitísk skoðanaskipti við jafnaldra sína. Eða bara einelti frá þeim sem hugsanlega skilja ekki málstað hennar. Kannski hún verði uppnefnd "þorpsfífl" og þaðan af verri uppnefnum eins og greinarhöfundur hefur orðið að þola fyrir sín mótmæli á undanförnum árum. Þá hlustuðu fáir á varnarorðin gegn spillingunni sem nú eru komin í tísku. En það er líklegra en ekki að það einhverjir af litlu guttunum úr Dimmblá kynslóðinni muni ekki skilja að svona mótmæli eru nú allt í einu komin í tísku hér og gætu því gripið til púkalegra aðgerða gegn litlu 8 ára Dimmblá.
Ekkert óharðnað barn á erindi á ræðupall harðra mótmælenda. Það er skylda bæði foreldra og yfirvalda að vernda börn frá að vera misnotuð á pólitískum vettvangi. Bæði sálarheill barnsins svo og öryggi þess var ógnað í dag. Á undanförnum dögum hefur verið kastað múrstein í lögreglumann og rúður brotnar eftir kast járnlóða inn um rúðu mótmælanda. Í dag framan við ræðupall barnsins varð orðaskak við grímuklædda mótmælendur. Hvaða vitfirrt foreldri ýtir 8 ára barni sínu inná slíkan pall?
Í fyrri grein um þetta mál skrifaði Birgitta Jónsdóttir sem að mér skilst er einn forsprakki mótmælenda þessa athugasemd: "Ástþór eftir allt saman þá ert þú annálaður friðarins maður að stilla barninu upp til að ná fram hefndum á Einari Má - en lúalegt af þér." Ég veit ekki hvort ég á að gráta eða hlægja við þessum fáranlegu orðum Birgittu, en skora á lesendur að kynna sér aðdraganda þess að börn gerast hryðjuverkamenn.
Ég læt hér fylgja eina af saklausari skopmyndum af mér sem hafa birst í fjölmiðlum og á netinu á undanförnum árum (margar eru til verri m.a. eftir photoshop leikfimi) í kjölfar minnar þátttöku í mótmælum og pólitískri umræðu. Kannski það hjálpi ykkur að skilja að óharnað 8 ára barn á ekki erindi þangað fyrr en það hefur þroskað sinn skráp.
Sjá einnig: Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Athugasemdir
Ég er nú í mörgu sammála þér þarna Ástþór. Mér finnst það smekkleysa að troða börnum fram með þessum hætti, innrætt af foreldri. Barnið vissi að sjálfsögðu ekkert um hvað það var að tala en pabbi hjálpaði með ræðuna, samkvæmt kjánalegu viðtali. Þessi mótmæli eru að breytast í eitthvað meiningarlaust sideshow finnst mér og það er miður.
Ég get ekki séð að málflutningur þinn sé beint agaður Grétar minn og maður efast jafnvel um andlegt jafnvægi þitt þótt maður telji bara upphrópunarmerkin. Með fullri virðingu annars. Mér fannst þetta stönt ykkar ansi misráðið og rýrir slagkraft mótmælanna mikið. Það tekur enginn svona sýndarmennsku alvarlega. Sorry bara. Mín skoðun.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 21:33
"það ert þú herra minn "góður" ???????? sem ert að snúa þessum atburð upp í eitthvern "viðbjóð" og þesssi málfluttningur þinn er þér til ÆVARANDI SKAMMAR !!!!!!!!!!!!!"
Barnaverndarstofa hlýtur að skoða tilvikið og aðbúnað barnsins.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 21:39
Vá!
Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 22:06
"bíddu eiga börn að vera SKOÐANALAUS ? ÞAU ERU MANESKJUR OG SJÁLFSTÆÐIR EINSTAKLINGAR alveg eins og ég og þú, og kví ætti eitthvað að vera að heima hjá barninnu ??????? "
Barnaverndarstofa (hlýtur) verður að skoða tilvikið og aðbúnað barnsins.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.1.2009 kl. 22:11
"Barnið vissi að sjálfsögðu ekkert um hvað það var að tala"
Hvað veist þú um það? Ég get fullvissað þig um það að ég þekki umrætt barn þúsund sinnum betur en þú hún hefur alveg jafn mikinn rétt á sínum skoðunum og aðrir. Þessi gagnrýni lyktar öll af hroka. Fyrir ykkur eru skoðanir eitthvað sem má bara hafa eftir ákveðinn aldur. Nú eru ekki nema sextán ár síðan ég var sjalf átta ára, og ég man ekki betur en ég hafi haft skoðanir á þeim tíma. Ég var oft ósammála mínum foreldrum- að ég minnist ekki á jafnaldrana- og fannst alveg nógu erfitt að standa með mínum eigin skoðunum gagnvart þeim án þess að Ástþór Magnússon og hans fylgilið væri að blogga gegn þeim út um allar koppagrundir.
Þó ég sé oft ósammála honum bróður mínum (þessum upphrópunarmerkjaglaða hér að ofan) þá erum við sammála í þessu máli: allir hafa rétt á sínum skoðunum, hvort sem einstaklingurinn er átta ára eða áttatíu ára.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 22:19
Ég ætla að skrifa barnastofnunum Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanni Barna og Barnaverndarstofu og biðja um álit þeirra á þessu máli. Mun síðan birta þau svör hér á blogginu. Áhugavert að sjá hvað þeim finnst um þetta. Sjálfum finnst mér þetta stórhættulegur leikur að sálarlífi barns sem flestir hljóta að gera sér grein fyrir að hefur ekki þann þroska né þann skráp að bera til að takast á við pólitískar umræður og standa sem ræðumaður fyrir þúsundum manns á pólitískum mótmælafundi. Nokkrum dögum eftir að mótmæli á sama torgi leystust upp í átökum við lögreglu og múrsteinakasti sem lögreglumaður lá slasaður eftir. Ég veit bara ekki önnur dæmi um slíka vitfirringu sem þessa af hálfu foreldra.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 22:50
Æi greyið Ástþór er alveg í vandræðum að finna sér stað í þessari mótmælaöldu sem gengur yfir. Það vill ekki nokkur kjaftur hafa hann innanborðs af því að hann eitrar allt sem hann kemur nálægt.......... og hvað gerir Ástþór þá????
Fer í stríð við foreldra 8 ára gamals barns.
Er þetta ekki Ástþór Magnússon í hnotskurn!!!
Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 23:11
Grétar Eir, mér sýnast nú ummæli þín og skítkast hér út í menn sem hafa ekkert komið inní þessa umræðu dæma sig sjálf.
Ég veit ekki til að neitt annað barn hafi verið hvatt uppá þennan ræðupall.
Hér er grein sem ætti að vera áhugaverð fyrir þig að skoða. Þetta er frá landi þar sem svona hlutir fóru úr böndunum með þeim hætti sem ég hef talað um:
Defence for Children International - Sierra Leone
August 6, 2007
There has been increasing concern over the misuse of children in election campaigns in Sierra Leone.
Defence for Children International Sierra Leone (DCI – SL) has been monitoring the country’s upcoming election campaigns including sensitisation meetings, rallies and media activities of political parties nationwide ahead of the 11 August elections and they have become greatly concerned about the misuse of children in the entire process.
No political party has ever exclusively engaged children in obtaining their concerns and needs particularly in relation to education, health and protection issues. In the current situation however, children are often mobilised to fill numbers in street rallies and meetings at community level.
The Constitution of Sierra Leone written in 1991 includes voting rights given to Sierra Leoneans of 18 years and above. Those below 18 years as stated in the Child Rights Act 2007 are classed as children.
Political Parties, Civil Society, Community Leaders and Parents should therefore ensure that children stay home and should not be seen in political rallies with or without party T-shirts and emblems, say DCI.
DCI – SL has observed that political rallies foster an environment in which children are encouraged to take alcohol and drugs, leading to possible involvement in violent activities that are inimical to their health and social wellbeing. The above issues may lead children into police cells and prisons that are against their best interests.
DCI – SL therefore implores Political parties, the National Electoral Commission (NEC), the Political Parties Registration Commission (PPRC), Civil Society, and Donors of the Electoral Process, Community Leaders and Parents to react strongly against children’s participation in political rallies. DCI – SL encourages adults to vote without violence so that children who are not supposed to be part of the process do not suffer from its effects, as has been the case in the past.
DCI – SL hopes that Sierra Leoneans will choose a leader that will be committed to the advancement of the rights of children in Sierra Leone.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 23:14
Heiða B., það er mikill misskilningur að ég sé í stríði við einhverja foreldra. Ég þekki ekki þessa foreldra eða þessa fjölskyldu. Þetta snýst ekkert um slíkt. Það er alveg sama hvaða 8 ára barn hefði átt í hlut ég hefði skrifað sömu varnarorðin um þetta.
Ég hef stúderað friðarmál og þá auðvitað þarmeð stríðsvandamál árum saman og geri mér hugsanlega betri grein fyrir því hve hættuleg braut þetta er. Ég er að reyna að vekja athygli á því án þess að fara í manngreinarálit eða fjalla eitthvað sérstaklega um þetta einstaka barn eða fjölskyldu þess.
Vonandi hafið þið þroska til að takast á við þetta vandamál áður en það fer meira úr böndunum. T.d. væri við hæfi að senda bara út þau skilaboð að það verði ekki gert aftur að láta svona ungt barn gerast beinan þátttakanda í pólitískum fundi og mótmælum.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 23:18
Þetta mótmælandakjaftæði er fyrir löngu komið langt út fyrir öll velsæmismörk og er sammála Ástþóri Magnússyni wium að þessu sinni.
Jónas Jónasson, 3.1.2009 kl. 23:26
Þetta var greinilega skýr stúlka og er að velta þessu öllu fyrir sér. Hún á örugglega foreldra sem hafa vegið og metið aðstæður fyrir hönd dóttur sinnar, sem þau þekkja, ekki við hin!
Vil endilega minna á að þetta ástand hefur gífuleg áhrif á börnin okkar og við megum ekki þagga þeirra raddir, heldur hlusta.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:35
Enn eitt drulluskítkastið í gangi! Sorglegt!
Sammála um að börn eigi ekki að vera vitni að heift, hatri og deilum fólks í millum...fólks sem á að heita "fullorðið". Það ber að vernda þau fyrir slíku. Þessi mótmæli eru farin langt út fyrir allt sem eðlilegt getur talist, hvað þá einhver fjölskylduskemmtan...(sbr. atburðinn á gamlársdag).Heiða Þórðar, 3.1.2009 kl. 23:45
Sigurður Helgi: Grétar er faðir systra Dagnýjar.
Ástþór: ég endurtek - sá eini sem hefur verið að setja út á þetta barn (þrjár færslur - flokkast það ekki sem einelti?) ert þú.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 23:47
Sigurður Helgi, ég er ekki að setja út á barnið.
Ég er að setja út á þá vitfirringu að nota börn í pólitískum aðgerðum. Það eru margir fleiri sammála þessu, að ýta börnum á slíka palla er ekki við hæfi.
Slík mál hafa ítrekað komið til kasta hjá Sameinuðu Þjóðunum því yfirleitt leiðir þetta af sér alvarleg vandamál fyrir þessi börn og síðan þjóðfélagið í heild.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 23:51
Ástþór..ég sé ekki þetta ímyndaða vandamál þitt, hvorki fyrir stúlkuna né þjóðina?
Viltu útskýra betur, með beina tilvísun í raunveruleg dæmi?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:56
Það er margt til í þessu hjá þér Ástþór vegna þessarar uppákomu í dag. Afar merkilegt er að lesa athugasemdirnar sem hafa verið ritaðar hér inn, merkilegustu athugasemdirnar koma að mínu mati frá Grétari Eir og greinilegt að sá einstaklingur er ekki alveg í andlegu jafnvægi ef miðað er við þessi skrif.
Það er alveg ljóst að barnið er skynsamt miðað við hve vel það kom fram í dag en skoðanir þess eru vissulega skoðanir foreldra þess, enda einhverstaðar fær barnið vitneskju til þess að mynda sér skoðun, ég leyfi mér að efast um að 8 ára gamalt barn sé í stakk búið til þess að mynda sér algjörlega sína skoðun, sama hve bráðgáfað það sé.
Varðandi eineltið, þá vona ég að hún lendi ekki í slíku þrátt fyrir að miklar líkur séu á því að barnið verði fyrir aðkasti í skóla, því vissulega eru mörg börn sem hafa myndað sér skoðanir oftast eða yfirleitt útfrá skoðunum foreldra sinna og sú umræða getur orðið ansi óvægin svo ekki sé nú meira sagt. Ég vona bara að þessi stúlka sé það sterk að hún geti tekið á því.
En fólk skal vara að fara í einhvert skítkast líkt og sumir virðast vera komnir út í því það gerir engum gott.
Óttarr Makuch, 3.1.2009 kl. 23:57
Anna, ég nefndi dæmi hér áðan í athugasemd hér að ofan.
Ótarr, tek undir þína athugasemd, og legg til þar sem hér er hugsanlega verið að fara yfir visst strik á Íslandi, er rétt að Umboðsmaður Barna, Barnaverndarnefnd og svo viðeigandi stofnanir Sameinuðu Þjóðanna verði fengnar til að gefa álit sitt á þessu máli.
Allir ættu að geta unað niðurstöðum slíkra aðila.
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 00:01
Óttarr, þú er greinilega ekki kunnugur nokkru sem kallast "lesblinda" en Grétar Eir er greinilega lesblindur, en það eru mjög margir merkir menn (Bubbi til dæmis).
Óttarr, svo er rétt að GE er í uppnámi, en texti hans skýrir sig sjálfur!
Mér væri um og ó ef þú og aðrir foreldrar þessa lands ætla að láta Ástþór hafa vitið fyrir börnum ykkar???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:03
Ástþór...ég finn það dæmi ekki? Viltu "copy-pastea" það?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:03
Ástþór Þú leggur stofnanir í einelti .Þú leggur fólk í einelti. Barn á eigin forsemdum fær ekki frið fyri friðarpostalanum Ástþóri.
Ástþór er engin von um að þú finnir þinn vitjunartíma,ég held að hver og einn einasti íslendingur sé búin að finna þinn vitjunartíma.
Rannveig H, 4.1.2009 kl. 00:04
Tinna: Veit einhver almennilega um hvað hann er að tala í þessu samhengi ef út í það er farið. Ég efast stórlega um að barnið sjái vandann í samhengi, nema þá að hún sé um 10 árum á undan öðrum börnum í þroska. Hver ber ábyrgð, hvaða áhrif hefur þetta á lífið í landinu, hvað ber að gera, hverjum er treystandi...allt þetta tengist samhenginu. Láttu ekki svona og gíraðu nú aðeins niður í ofboðslegheitunum. Ég er bara ósammála þessu og hef fullar efasemdir um að þetta hafi verið sjálfsprottið.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 00:06
Ég er sammála því sem sagt er hér að ofan að við eigum ekki að þagga niður í börnum, við eigum að hlusta. En þau eiga að fá að skýra sitt mál í vernduðu umhverfi. Þessvegna hefur t.d. verið komið upp slíkri aðstöðu hvað varðar dómsmál. 8 ára börnum er t.d. ekki telft fram í réttarsölum, rætt er við þau af sérfræðingum í vernduðu umhverfi.
Pallur mótmælenda er líklegast einn sá harðasti dómpallur sem hægt er að finna fyrir litla 8 ára stúlku. Framan við þúsundir manns. Að flytja ræðu sem pabbinn hjálpaði "pínulitið" að semja eins og fram kom í sjónvarpsviðtali við barnið. Þarf að hafa fleiri orð um það að þetta er gersamlega út af kortinu.
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 00:06
Rannveig, ég hef ekki skrifað til eða rætt við þetta barn. Málið snýst ekki bara um þetta einstaka barn, þetta snýst um hvort þessi háttur verði hafður á eða ekki.
Svona ummæli eins og þú skilur þarna eftir dæma sig sjálf.
Eigum við ekki að reyna að halda þessari umræðu málefnalegri, er það ekki það besta fyrir framtíð barna þessa lands?
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 00:08
Ég tek það fram að ég er ekkert að setja út á barnið sjálft. Hún var skemmtileg skvetta þessi stelpa. Ég set hinsvegar spurningamerki við fókusinn hjá þeim sem þessu stjórna. Leyfi mér það þar til annað kemur í ljós. Bendi svo á að Ástþór er ekki einn um að gagnrýna þetta. A.m.k. 10 blogg hef ég lesið í þá veru, sem segir mér að þetta virðist meira en lítið kontróversíal.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 00:10
Það er t.d. hipsumhaps, hverju hún mætir hjá skólasystkinum sínum, þegar skóli byrjar. Vona að það verði samt jákvætt fremur en einelti, sem líka er möguleiki.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 00:14
Anna hér eru t.d. greinar um þetta:
http://nepal.ohchr.org/en/resources/Documents/English/children/UNICEF-OHCHR%20Position%20Paper%20on%20Children%20in%20political%20activities.pdf
http://www.essex.ac.uk/armedcon/story_id/000606.html
http://www.crin.org/resources/infoDetail.asp?ID=11926&flag=report
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 00:15
Annars finnst mér komið nóg af þessum gremjuvaðli og vildi gjarnan fara að heyra tillögur til uppbygginga og hugmyndir um lausnir. Það er svoldið VG að hafa allt á hornum sér, það er svo fjandi auðvelt núna. Annað krefst hugsunnar og hugmyndaauðgi. Það virðist of erfitt hinsvegar. Menn bíða bara eftir að einhver annar geri það.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 00:18
Anna Benkovic , ég er ágætlega kunnugur lesblindu en ég var ekki að tala um innsláttarvillur eða slíkt heldur fyrst og innihald textans og það magn upphrópunarmerkja sem notað var.
Varðandi hag barna og að hafa vit fyrir þeim þá hlýtur það að vera hlutverk foreldra og/eða forráðamanna hvers barns, eða við skulum ætla það.
Það verður fróðlegt að sjá niðurstöður þessara aðila sem þú nefnir Ástþór, það verður þá líklega um vorið 2012 eða svo ? en að öllu gríni slepptu þá vonandi verður það nú eitthvað fyrr.
Óttarr Makuch, 4.1.2009 kl. 00:19
Takk, Ástþór...ég sé að þú hefur sett einn linkinn frá Sierra Leone inn á bloggið. Ég er bara svo vitgrönn að ég tengði það ekki við ræðuna stuttu á Austurvelli?
Hitt dæmið er almennt einnig og frá Nepal. Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki hlutina frá þínum bæjardyrum Ástþór!
Hef ekki stúderað stríðsaðstæður, heldur verið í þeim og þar er afar mikilvægt að hlusta á börnin! Og þá meina ég ekki bara að heyra í þeim, heldur hlusta á hvað þau hafa að segja.
Jón Steinar, einnig hafði ekki hvarflað að mér sá möguleiki að stúlkan yrði fyrir einelti í sk´la...en auðvitað er það möguleiki! Hún verður sennilega hetjan þeirra, en það er samt ekki víst?... Þá er það foreldranna að takast á við það!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:31
Friður 2009, væri ef þú gæfir þjóðinni frí, Ástþór !
ag (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:33
Anna, ég er búinn að svara því sem kemur fram í þinni athugasemd ofar.
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 00:41
Nei Ástþór Þú hefur ekki svarað þegar ég skrifa Viltu útskýra betur, með beina tilvísun í raunveruleg dæmi?
Þú hefur ekki nefnt raunveruleg dæmi!
(þetta er í 2 skipti sem ég skrifa þessa athugasemd því hinni, samhljóða var eytt? Nú geri ég ráð fyrir að verða bönnuð hér næst?)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:20
Mér þykir leitt að lesa skrif þín Ástþór og ég vona innilega að stúlkan lesi þetta ekki þú segist ekki vera að setja út á barnið en sérð ástæðu til að nefna nafnið hennar 8 sinnum í greininni þinni og stimplar nafn hennar....
Þar á meðal þessa stimpla : barnaþulan D_______ og D_______kynslóðin
D________ í kommúnískri uppreisn.
Tengir svo þessar hryðjuverkamyndir við nafn hennar.
Mér finnst tvískinnungur af þér að segjast svo hafa "áhyggjur" af sálarheill barnsins og því hvort hún lendi nú í einelti....
Það er auðvelt að gera allt verra og það finnst mér þú vera að gera í hennar tilviki.
Ég er ekki að taka afstöðu hér um hvort rétt eða rangt, hafi verið að leyfa henni að tjá sig í dag ,en greinilega er hægt að gera allt verra
Ruth, 4.1.2009 kl. 01:28
Þér tókst aldeilis að hræra upp í liðinu Ástþór! En mikið væri gaman að fá þig í hópinn með okkur, ekki standa hjá eins og ótíndur pörupiltur, við þurfum á þér að halda, komdu og vertu með elsku vin!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 4.1.2009 kl. 01:43
Reyndar er megin inntak barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að börn hafi skoðanir, eigi rétt á að koma þeim á framfæri og að á þau sé hlustað.
Það er mikill munur Ástþór á að barn fái tækifæri til að tala fyrir hópi fólks og að barn fái hríðskotabyssu í hendur til að skjóta á fjölda fólks, - við leyfum þér t.d. að tala en ég held ekki að nokkur maður myndi treysta þér fyrir hríðskotabyssu.
Helgi Jóhann Hauksson, 4.1.2009 kl. 01:44
Ég hlustaði á stúlkuna og sá í raun ekkert athugavert við þetta. Þá vil ég spyrja ykkur, sem fordæmið þetta, hvort það sé eðlilegt að börn séu látin lesa upp í kirkjum? En eins og allir vita er það mjög algeingt.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:25
Anna, hér kemur þetta í annað sinn. Þú ert að spyrja sömu spurninganna augljóslega án þess að kynan þér efnið sem ég er að benda þér á. Bendi þér að kynna þér málin sem standa í þessum greinum og hafða samband við þessar stofnanir eftir nánari upplýsingum. Ég hef einnig sagt í þessari umræðu í dag að það fara frá mér bréf til stofnana innan Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanns Barna og til Barnaverndarnefndar þar sem óskað verður eftir áliti þeirra. Nú tel ég mig vera búinn að gera þessu eins góð skil við þig og ég get í svona bloggspjalli.
Anna hér eru t.d. greinar um þetta:
http://nepal.ohchr.org/en/resources/Documents/English/children/UNICEF-OHCHR%20Position%20Paper%20on%20Children%20in%20political%20activities.pdf
http://www.essex.ac.uk/armedcon/story_id/000606.html
http://www.crin.org/resources/infoDetail.asp?ID=11926&flag=report
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 02:40
Helgi Jóhann, þú þarft að skoða fleira en barnasáttmálann í þessu samhengi. Svona mál með börn sem beinir þátttakendur í pólitísku starfi og mótmælum, hefur dregið alvarlega dilka á eftir sér í öðrum löndum.
Nú þegar hefur orðið vart ofbeldis hér á landi í mótmælum, það gerðist fyrir nokkrum dögum við sama torg og litla stúlkan var þátttakandi í dag og framan við orðaskak við grímuklædda mótmælendur. Þótt við viljum öll að þetta fari friðsamlega fram er útilokað er að vita hvað gerist næst, hvenær hlutirnir fara úr böndunum eins og virðist hafa gerst á gamlárskvöld. Ég held að flestir foreldrar séu sammála að börn eiga ekki heima á slíkum stað.
En þarf að hafa mikið fleiri orð um þetta. Ég mun eins og ég hef áður sagt hér, senda erindi til barnastofnana Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanns barna og Barnaverndarnefndar og biðja um álit þeirra á þessu máli. Ég mun síðan birta hér svör þeirra.
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 02:47
og legg til þar sem hér er hugsanlega verið að fara yfir visst strik á Íslandi, er rétt að Umboðsmaður Barna, Barnaverndarnefnd og svo viðeigandi stofnanir Sameinuðu Þjóðanna verði fengnar til að gefa álit sitt á þessu máli.
Þú ert léttgeggjaður maður...
Stendur vel undir nafninu þorpsfífl í þessari umræðu. Veldur engum vonbrigðum þar.
ThoR-E, 5.1.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.