3.1.2009 | 15:47
Stöndum vörð um réttindi barnsins
Ég er gersamlega hneykslaður á því ráðabruggi að stilla 8 ára stúlkubarni við hlið harðra kommúnista á ræðupall fram fyrir þúsund manns. Þetta er brot á réttindum barnsins. Sjá nánar: Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
Mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Athugasemdir
Slakaðu á kæri samborgari. það fer illa með taugakerfið að hneykslast svona.
Gamli (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:58
Ég held að þú fáir ekkert betri móttökur á þessa vonlitlu færslu hér heldur en þú fékkst á þeirri upprunalegu...
Terkjavafla, 3.1.2009 kl. 16:23
Æi gerðu það fyrir okkur að fara að hætta að trana þér fram og hætta að tjá þig
Það eru allir löngu löngu búnir að fá nóg af bullinu í þér
Johann (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:35
Það er sama sagan, þessi 1,1% þjóðarinar sem vaða upp um stræti og torg, kunna ekki málefnalega rökfærslu, eins og sést á færslunum hér á undan.
Sigurbrandur Jakobsson, 3.1.2009 kl. 16:35
þessi færsla er mesta virðingarleysi sem hægt er að sýna barninu. Eftir því sem ég best veit bað hún sjálf um að fá að tala. Það vill svo vel til að börn eru líka fólk og þau hafa líka skoðanir.
Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 16:43
HA ?
Við hlið harða komonista ? Hvaða grýla er þetta alltaf ? ...Allir sem eru gegn ríkisstjórninni eru komonistar eðs skríll.
FRÁBÆRT
gæti ég fengið rök fyrir þessari vitleysu þinni ?
Er ég sem sagt KOMMI ? og fólkið sem mætti þarna til að mótmæla spyllingu og stjórnarfari undanfarna ára ? og annað ... hvað er að því að HARÐUR kommi sé þarna á svæðinu ? ... er það eitthvað verra en Hannes hólmssteinn Gissurarson væri þarna ?
Hvernig væri að halda sér á málefnalegum nótum og reyna að ræða af viti ?
Þú hefðir til dæmis getað sagt.
að þér þætti ekki æskilegt að 8 ára gamallt barn væri að flytja ræður við mótmæli því að það væri of ungt til að mynda sér fullmótaðar skoðannir. Það ætti að vera siðferðisleg skilda að halda börnum fyrir utan mótmæli því það væri hægt að nota þau gegn öðrum.
Í stað þess að reyna að vera málefnalegur... ferðu í gömlu íhaldsupphrópanirnar sem eru algjörlega út í hött. Þú virðist sjá komonista í hverju horni sem eru þá væntanlega eins og smitsýklar í þínum augum því þú talar eins og komonistar séu einhverjir glæpamenn.
Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 16:54
Það er rettur barns eins og okkar hin að fá að tjá sig á að á það sé hlustað.
Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 18:25
Nú er ég sammála Ástþóri ( í fyrsta sinn). Börnum á ekki að stilla upp á svona samkomum. Það gera gæpamenn sem ræna börnum til að láta þau berjast fyrir sig í stríði. Ekkert 8 ára barn getur túlkað sjálfstætt það sem hefur gerst í þjóðfélaginu undanfarna mánuði.
Sigrún Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:38
Ekki það að það breyti miklu hvort um kommúnista eða sjálfstæðismenn sé að ræða, en það er rétt hjá þér, börn eiga ekkert erindi í mótmæli sem þessi.
hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 19:24
Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Hörður Torfason og maður sem kallar sig "hálf pabba" litlu 8 ára stúlkunnar sem þeir tróðu upp á pólitískan ræðupall fóru yfir strikið í dag. Með þeirri áralöngu reynslu sem ég hef af þátttöku af mótmælum og pólitískri umræðu hérlendis get ég nánast fullyrt að barnið mun ekki ganga heilt frá þessum degi.
Og hvar stöðvar barnaþulan? Á litla 8 ára Dimmblá að mæta í næstu mótmæli, t.d. eins og þau sem fóru fram á Hótel Borg á gamlársdag þar sem mótmælendum lenti saman með lögreglunnni? Á litla Dimmblá að taka þátt í borgarlegri óhlýðni mótmælenda? Á litla Dimmblá að mæta á þingpalla og hylja þar andlit sitt? Á litla Dimmblá að taka þátt í kommúnískri uppreisn? Hvar á stöðva barnið?
Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en get nánast fullyrt að litla 8 ára Dimmblá mun verða fyrir aðkasti jafnaldra sína á næstu dögum. Þegar litla skinnið mætir í sinn skóla þar sem hennar bíða pólitísk skoðanaskipti við jafnaldra sína. Eða bara einelti frá þeim sem hugsanlega skilja ekki málstað hennar. Kannski hún verði uppnefnd "þorpsfífl" og þaðan af verri uppnefnum eins og greinarhöfundur hefur orðið að þola fyrir sín mótmæli á undanförnum árum. Þá hlustuðu fáir á varnarorðin gegn spillingunni sem nú eru komin í tísku. En það er líklegra en ekki að það einhverjir af litlu guttunum úr Dimmblá kynslóðinni muni ekki skilja að svona mótmæli eru nú allt í einu komin í tísku hér og gætu því gripið til púkalegra aðgerða gegn litlu 8 ára Dimmblá.
Ekkert óharðnað barn á erindi á ræðupall harðra mótmælenda. Það er skylda bæði foreldra og yfirvalda að vernda börn frá að vera misnotuð á pólitískum vettvangi. Bæði sálarheill barnsins svo og öryggi þess var ógnað í dag. Á undanförnum dögum hefur verið kastað stein í lögreglumann og rúður brotnar eftir kast járnlóða inn um rúðu mótmælanda. Í dag framan við ræðupall barnsins varð orðaskak við grímuklædda mótmælendur. Hvaða vitfirrt foreldri ýtir 8 ára barni sínu inná slíkan pall?
Í fyrri grein um þetta mál skrifaði Birgitta Jónsdóttir sem að mér skilst er einn forsprakki mótmælenda þessa athugasemd: "Ástþór eftir allt saman þá ert þú annálaður friðarins maður að stilla barninu upp til að ná fram hefndum á Einari Má - en lúalegt af þér." Ég veit ekki hvort ég á að gráta eða hlægja við þessum fáranlegu orðum Birgittu, en skora á lesendur að kynna sér aðdraganda þess að börn gerast hryðjuverkamenn.
Ég læt hér fylgja eina af saklausari skopmyndum af mér sem hafa birst í fjölmiðlum og á netinu á undanförnum árum (margar eru til verri m.a. eftir photoshop leikfimi) í kjölfar minnar þátttöku í mótmælum og pólitískri umræðu. Kannski það hjálpi ykkur að skilja að óharnað 8 ára barn á ekki erindi þangað fyrr en það hefur þroskað sinn skráp.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 20:10
Líklegast finnst mér að þessi skelegga litla telpa sem er greinilega alveg fær um að svara fyrir sig, uppskeri verðskuldaða aðdáun meðal skólafélaga sem annarra.
Vitanlega mótast skoðanir barna af því sem þau heyra í umhverfi sínu, rétt eins og skoðanir fullorðinna mótast af fréttaflutningi og umræðu í vinahópnum. Það eru samt sem áður þeirra eigin skoðanir.
Ég skil ekki alveg þetta með kommúnistaáróðurinn. Hvaða sérkommúnísku viðhorf komu fram í máli hennar?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:24
Eva, Ég er ekki að vísa til ræðu stúlkunnar, sem samkvæmt viðtali við hana á RÚV var samið með "smáaðstoð" föður hennar.
Það sem ég hef verið að deila á alveg óháð þessu með litlu stúlkuna, er að mótmælin hafa haft vinstri slagsíðu og Einar Már Guðmundsson sem tengist Vinsti Grænum hefur flutt þarna hverja ræðuna á fætur annarri á meðan fólki eð aðrar skoðanir er meinaður aðgangur.
Einar Már er einn aðstandenda dagblaðs á netinu sem þeir kalla NEI og segja vera kommúnískt dagblað. Þetta kemur skýrt fram hjá þeim sjálfur á þessari síðu.
Ýmislegt í málflutningi Einars svo og vinnubrögðin við þessi mótmæli, m.a. undirbúningsfundinn sem mér var vísað af, rennur stoðum undir það að annað og meira búi að baki en "saklaus og þverpólitísk" mótmæli. Ef þú rennir í gegnum greinarnar mínar finnur þú ýmislegt um þetta.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 20:30
Að lýkja ungri stelpu að halda ræðu við upphaf barnaherja finnst mér ósmekklegt.
Elías Þórsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:44
Elías, mér sýnist þú tala af algerri vanþekkingu á þessu máli. Ísland er ekki fyrsta landið sem þetta byrjar að gerast, að börn séu látin koma fram á pólitískum fundum.
Það yfirleitt leiðir til vandamála fyrir þessi börn. Hér er t.d. texti úr skjali sem samið var fyrir nokkru í ríki þar sem slíkt fór úr böndunum. Skjalið fjallar um "Preventing the use and abuse of children by political actors" og var unnið í samvinnu við UNICEF og OHCHR stofnanir innan S.Þ.:
"The Code of Conduct must commit political parties and other political actors to keep
schools free of political meetings or other activities and to not ask, encourage or
force children in schools to participate in any political gathering or demonstration."
Við þurfum að standa vörð um réttindi barna í þessu máli og leyfa ekki slíkum vandamálum að þróast hér að börn séu komin innan um mótmælendur og áður en þú veist af eru þau með hulin andlit og vopn í hönd.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 23:03
Ástþór ?
DÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ
Já Einar Már Guðmundsson er nátturulega STÓRHÆTTULEGUR MAÐUR
Bækur eins og riddarar hringstigans og englar alheimsins dæmi um STÓRHÆTULEG RIT sem gætu hreinlega drepið fólk
Og þessi tengsl hans við VINSTRI GRÆNA .... ÚFFF ... maðurinn er nátturulega STÓRHÆTTULEGUR.... Hann kann bæði að syngja RAUÐUR LOGINN BRANN og BRENNIÐ ÞIÐ VITAR ..
FUSS OG SVEI að maður skuli vera í tengslum við stjórnmálaflokk sem er sá stærsti á landinu um þessar mundir.
Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 23:04
Hér er önnur grein um þetta með börn og pólitík. Þetta er einnig frá landi (Sierra Leone) þar sem mikil vandamál hafa skapast uppúr slíku fyrir börnin:
Defence for Children International - Sierra Leone
August 6, 2007
There has been increasing concern over the misuse of children in election campaigns in Sierra Leone.
Defence for Children International Sierra Leone (DCI – SL) has been monitoring the country’s upcoming election campaigns including sensitisation meetings, rallies and media activities of political parties nationwide ahead of the 11 August elections and they have become greatly concerned about the misuse of children in the entire process.
No political party has ever exclusively engaged children in obtaining their concerns and needs particularly in relation to education, health and protection issues. In the current situation however, children are often mobilised to fill numbers in street rallies and meetings at community level.
The Constitution of Sierra Leone written in 1991 includes voting rights given to Sierra Leoneans of 18 years and above. Those below 18 years as stated in the Child Rights Act 2007 are classed as children.
Political Parties, Civil Society, Community Leaders and Parents should therefore ensure that children stay home and should not be seen in political rallies with or without party T-shirts and emblems, say DCI.
DCI – SL has observed that political rallies foster an environment in which children are encouraged to take alcohol and drugs, leading to possible involvement in violent activities that are inimical to their health and social wellbeing. The above issues may lead children into police cells and prisons that are against their best interests.
DCI – SL therefore implores Political parties, the National Electoral Commission (NEC), the Political Parties Registration Commission (PPRC), Civil Society, and Donors of the Electoral Process, Community Leaders and Parents to react strongly against children’s participation in political rallies. DCI – SL encourages adults to vote without violence so that children who are not supposed to be part of the process do not suffer from its effects, as has been the case in the past.
DCI – SL hopes that Sierra Leoneans will choose a leader that will be committed to the advancement of the rights of children in Sierra Leone.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 23:09
Grétar Eir, það er mjög barnalegt af þér að halda að málin þar hafi ekki þróast úr einhverjum stað. Hvernig heldurðu að börnin hafi orðið þátttakendur í þessu þar? Auðvitað fyrst með svona hátterni eins og gerðist á Austurvelli í dag.
Við vitum ekkert hvað gerist hér á næstunni. Fyrir nokkrum dögum slasaðist fólk á mótmælasamkomu við Austurvöll.
Annars er ég búinn að svara þér nú svo oft sömu athugasemdunum, þú ættir bara að renna yfir það sem ég hef skrifað.
Biðjum bara barnastofnanir S.Þ., Umboðsmann Barna og Barnaverndarnefnd um álit á þessu máli og birtum það hér. Þeir eiga að heita sérfræðingur í málum barna og hljóta að geta leitt okkur fyrir sjónir hvort rétt sé að 8 ára barn taki þátt í mótmælum með þessum hætti.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 23:22
Grétar Eir, ég bið þig að vera ekki með svona ómálefnalegt skítkast út í fólk sem ekki er í þessari umræðu og kemur henni ekki við.
Þú hlýtur Grétar að vilja fá álit sérfræðinga hvort þetta sem þið gerðuð í dag er hollt fyrir barnið. Eða stendur þér nákvæmlega á sama um þetta barn? Ég er farinn að halda að sálarheill hennar og öryggi sé aukaatriði hjá þér í þessari umræðu.
Ég mun eins og ég hef áður sagt hér, senda erindi til barnastofnana Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanns barna og Barnaverndarnefndar og biðja um álit þeirra á þessu máli. Ég mun síðan birta hér svör þeirra.
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 02:52
Vá hvað þú ert að missa þig Ástþór minn
Bendi þér á þetta...
Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna:
12. grein Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif
Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.
13. grein Tjáningarfrelsi
Börn eiga rétt á að tjá sig nema það brjóti gegn almennu siðgæði, skaði mannorð eða brjóti gegn réttindum annarra. Börn eiga rétt á að leita sér upplýsinga, taka við upplýsingum og koma þeim á framfæri.
14. grein Skoðana- og trúfrelsi
Aðildarríki skulu virða rétt barna til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. Aðildarríkjum ber að virða rétt og skyldur foreldra til að leiðbeina börnum sínum í þeim efnum.
Lestu og gráttu
Margrét (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:54
Margrét, þú ert ekki ná púnktinu í þessu máli. Það er enginn að tala um það að börn fái ekki að tjá sig. Þú þarft að skoða fleira en þennan sáttmála. Það eru ýmsar aðrar samþykktir á vegum S.Þ. sem ræða um þátttöku barna í pólitísku starfi aðstandenda þeirra. Slíkt hefur yfirleitt leitt til hörmunga fyrir þau börn. Foreldrar og aðrir sem koma að málefnum barna þurfa leyfa þeim að tjá sig í umhverfi sem er í samræmi við þroska þeirra.
En ég minni bara á eins og ég hef áður sagt hér, senda erindi til barnastofnana Sameinuðu Þjóðanna, Umboðsmanns barna og Barnaverndarnefndar og biðja um álit þeirra á þessu máli. Ég mun síðan birta hér svör þeirra.
Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 18:00
Jú ég næ vel punktinum, eða púnktinu eins og þú kallar hann. Dagný Dimmblá var ekki notuð af aðstandendum. Dagný Dimmblá er ein skoðanasterkasta manneskja sem ég hef hitt í gegnum lífsleiðina. Þeir sem hafa kynnst henni vita að það hefur enginn ýtt henni út í þetta, hún fer sínar eigin leiðir.
Og hún hefur sínar skoðanir (ekki skoðanir foreldra sinna) og hún fann sér leið til að tjá þær.
Sniðug stelpa á ferðinni...
Margrét (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.