Þau eiga bæði að víkja

The Bank JobÞau áttu auðvitað bæði að víkja strax. Þorgerður sýndi þjóðinni lítisvirðingu með því að sitja áfram sem ráðherra á meðan ríkisstjórnin makkaði með bankana. Svona uppákomur myndu ekki líðast í neinu venjulegu lýðræðisríki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á að segja af sér STRAX!

Tek sérstaklega fram að þetta er ekkert persónulegt gagnvart þeim hjónum, vil þeim alls hins besta. Þau gætu komið fram á sjónarsviðið síðar eftir að hafa axlað sína ábyrgð og eftir uppgjörið við þjóðina. 

Snýst um vinnubrögð hjá lýðræðisþjóð. Ráðherrann var of tengd fjármálamisferlinu til að sitja áfram.  Ríkisstjórnin á auðvitað öll að segja af sér, fá forsetann til að skipa utanþingsstjórn í "björgunarleiðangurinn" og boða til kosninga. 

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar grafa sig sífellt dýpra í spillinguna með þaulsetunni.


mbl.is Kristján hættir hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Telur þú Þorgerði ábyrga fyrir athöfnum Kristjáns, ert þú þá ábyrgur fyrir hegðun og athöfnum þinnar konu ef giftur?.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.1.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þorsteinn, ráðherrann hefur lýst því yfir opinberlega að hún kom að stofnun einkahlutafélags ásamt eiginmanninum, félags sem tengist með beinum hætti fjármálamisferli í Kaupthing banka. Á sama árinu situr hún í ríkisstjórn sem er að makka með mál þessa sama banka.

Í þessu tilfelli liggur það alveg ljóst fyrir að ráðherrann þarf að segja af sér.

Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hvaða fjármálamisferli í Kaupþing?

Kom fyrirtækið að þessu?

Hvernig kom Þorgerður að þessu, sem hluthafi, starfsmaður eða þátttakandi með öðrum hætti?

Vill gjarnan fá skýran rökstuðning fyrir ásökunum?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.1.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þorsteinn, ráðherrann Þorgerður upplýsti því yfir í fjölmiðlun að hún kom að einkahlutafélaginu.

Ástþór Magnússon Wium, 6.1.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband