1.1.2009 | 20:43
Þróun ofbeldis í skjóli aðgerðaleysis lögreglu Ísland gæti þróast í miðstöð hryðjuverka
Kæra send Ríkissaksóknara 1. janúar 2009:
Fyrir jólin sendi undirritaður fjórar kærur til Lögreglustjórans í Reykjavík og Sýslumannsins á Ísafirði vegna ærumeiðandi ummæla og ofbeldishvatninga sem birtust á vefnum dv.is og vefnum malefnin.com en báðum vefsíðum er haldið úti af DV.
Á þessum vef hafa birst beinar ofbeldishvatningar gegn undirrituðum og fólk m.a. hvatt til að henda stólum í undirritaðan mæti hann á fundi til þátttöku í þjóðfélagsumræðu. Þá er fólk hvatt til ofbeldis gegn stjórnmálamönnum almennt með því að henda í þá skóm, og má skilja að hér sé átt við alþingismenn og ráðherra valdstjórnarinnar.
Undirritaður vakti athygli lögreglu á því í fjórðu kærunni þann 23. desember s.l., hvaða afleiðingar slíkar ofbeldishótanir geta haft í þjóðfélagi sem á í vök að verjast með þúsundir fórnarlamba vegna nýlegs bankahruns. M.a. var þetta sagt í kærunni:
Að kasta skóm hefur verið stundað í Mið Austurlöndum þegar menn vilja sýna fyrirlitningu á einhverri persónu. Þaðan styttist fljótt leiðin í harðari ofbeldisverk. Ef lögregla leyfir með sinnuleysi slíkum háttum að grafa um sig á Íslandi mun þjóðfélag okkar fljótlega þróast í stjórnlausa og ofbeldisfulla upplausn. Ekkert okkar vill sjá hér blóðug stríð eins og við gjarnan horfum á í sjónvarpi frá Mið Austurlöndum. Slíkir bardagar manna á meðal eru þróun sem getur hæglega byrjað með fyrsta skókastinu.
Bent var á í kærunni að lögreglu bæri skylda að bregðast skjótt við og loka umræddum vefsvæðum. Það var hinsvegar ekki gert og ofbeldishvatningum leyft að grassera yfir hátíðarnar. Hópur ungs fólks tók þetta á orðinu og útfærði ofbeldið á gamlársdag m.a. með því að kasta múrstein í lögreglumann sem lá slasaður eftir.
Undirritaður hefur áhyggjur af því ef nafnlausar ritrottur fá óheftan aðgang að hvetja okkar friðsömu þjóð til ofbeldisverka. Hætt er við að mörg alþjóðleg hryðjuverkasamtök yrðu fljót að sjá tækifæri hér í slíkri þróun og Íslandi yrði fljótlega heimili hryðjuverka. Hér gætu risið netþjónabú hryðjuverkasamtaka að fyrirmynd DV-malefnin.com.
Undirritaður skrifar ábyrgð af uppákomunni á Hótel Borg á gamlársdag á aðgerðaleysi Lögreglustjórans í Reykjavík. Embættið á að senda ofbeldismönnum skýr skilaboð með því að loka hryðjuverkavefnum og biðja þjóðina afsökunar á aðgerðaleysi sínu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem framganga Lögreglustjórans í Reykjavík er með endemum. Þannig var það einnig þegar stjórnarskrá var brotin á undirrituðum fyrir ári síðan er fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar Reykjavík Norður kom fram á skjá Stöðvar2 og sagði undirritaðann nauðga lýðræðinu ef hann gerðist þátttakandi í framboði gegn sitjandi forseta. Lögreglustjórinn í Reykjavík sat á kæru undirritaðs í marga mánuði og svaraði svo til að ekkert ólöglegt væri við þessa yfirlýsingu en neitaði að útskýra fyrir undirrituðum hvernig sú niðurstaða hefði fengist hjá embættinu.
96 rúður brotnar í skólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.